Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.
Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur
2.1 Bakteríur lifa alls staðar
- Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
- Hvað er þörungablómi?
- Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
- Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
- Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
- Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
- Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
- Skrifaðu um svarta dauða.
- Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?
2.2 Bakteríur í þjónustu manna
- Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
- Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
- Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
- Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
- Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?
- Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
- Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
- Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
- Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
- Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
- Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?