Vorhátíð og skólalok.

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.

 

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki.   Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum. 

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.

Sumarkveðja

Gyða Björk