23. nóvember 2017 Upprifjun efnafræði á Dal

Stutt verkefni sem tengist efnafræðinni.

…reynið nú – munið að lotukerfið er hér til hliðar á síðunni undir gagnlegt.

1. Hver er munurinn á frumeind og sameind?
2. Af hvaða sameindum er mest í andrúmslofti? Ritaðu heiti þeirra og efnatákn.
3. Hver er munurinn á frumefni og efnasambandi með tilliti til frumeinda?
4. Hvað er efnablanda?
5. Frumeind er samsett úr þrenns konar öreindum. Hvað heita þær?
6. Hver er massi róteindar?
7. Hver er hleðsla rafeindar?
10. Hvað er sætistala?
11. Hver er sætistala a) kalíns (K), b) bróms (Br) og c) kvikasilfurs (Hg)?

Skila svörum inn á bloggið.

Þegar þetta er búið er um að gera að skella sér í PhET forritið byggja frumeind og svo FÁ æfingin sem er gagnleg.

Einnig er hægt að fara á tölvustöðvar frá því á þriðjudag……fullt í boði 😉