24. maí 2017 Ferðasprek ofl. fínt

Byrjum tímann á að skoða afrakstur gærdagsins.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Síðan tekur við stöðvavinna sem dreifist á nokkra daga, en fínt að byrja í dag ef tími er til.

Pælum í fortíð og framtíð.  Framkvæmum, sköpum og skipuleggjum.

Áherslur á…

  • …náttúrulega ferla, hringrásir efna og flæði orku.
  • …framleiðslu, dreifingu og nýting orku.
  • …þarfir lífvera í vistkerfum og samspil manns og náttúru.