Nýr hlekkur byrjar í dag. Efnafræði.
Þessa viku notum við í upprifjun. Svo tekur við nýtt námsefni og tilraunir því tengdar.
Byrjum á efnajöfnum, jónum og sýrustigi. Gerum sýrustigstilraun.
Þá tekur við umfjöllun um eiginleika efna og efnahvörf. Verðum með tilraunastöðvavinnu með þurrís.
Síðasta tilraun verður fílatannkrem og þá fjöllum við um varma í efnahvörfum, útvermið, innvermið og lögmál Hess.
Sem sagt margt merkilegt framundan og auðvitað skýrslugerð “masteruð”
Í tímanum í dag skoðum við nearpod-kynningu upprifjun á efnafræði með áherslu á frumeind og lotukerfi.