Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.
Við munum skoða gróður og dýr.
Greinum tré og fugla.
Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.
Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….
- skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.
- gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
- athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins
Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert?
Sérstök áhersla á plastmengun.
Tíminn í dag byrjar inn á að fræðast um dag Jarðar sem var í gær 22. apríl. Svo skoðum við fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera. Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.