28. ágúst 2017 Fyrsti tíminn-velkomin heim ;)

Farið yfir skipulag og áherslur.

Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.

Í þessum hlekk nýtum við okkur bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir Maður og náttúra. Mikil áhersla á umhverfisfræði  um tengsl manns og náttúru, umhverfismál og erfðafræði.

Við nýtum tímann í dag og reyndar þessa viku til að segja frá Danmerkurferð, rifja upp og tengja upplifunina við hugtök og fyrri vitneskju.

Forside

og svo er hægt að skella sér í stutt …..

Påskequiz: Er du ægspert på æg?

Kannski er hægt að hræra fullyrðingasúpu í lok tímans.  Hvað er satt, hvað er ósatt og er eitthvað óljóst?………………..

Það lifa ljón í Danmörku!

Maður dettur úr rússibana ef ekki væru öryggisbelti!

Danmörk er flöt – engin fjöll þar!

Það vaxa fleiri plöntutegundir í Danmörku en á Íslandi og aðalástæðan er að þar er hærri meðalárshiti! o.s.frv.