29. nóvember 2017 Jarðeðlisfræði í hlekk 3

Við ætlum að nota tímana fram að jólafríi til að skoða betur hvaða fyrirbæri við sjáum á himninum.

Kíkjum á tunglið í næstu viku en núna er upplagt að skoða smáforrit sem gætu nýst við stjörnuskoðun.

Svo er stutt nearpod-kynning um stjörnuskoðun.

Þá er í boði stöðvavinna sem verður framhald af eftir viku.

 1. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62
 2. Bók – Himingeimurinn – bls. 115-116
 3. Stjörnur á google.sky
 4. Hnöttur – stjörnumerki
 5. Föndur – plastglös og stjörnumerki
 6. Bók – Alheimurinn  stjörnumerkin
 7. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 12 2016 bls 30 Smástirni til Tunglsins.
 8. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
 9. Bók – Jörðin – bls. 58 Horft frá Jörðu.
 10. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
 11. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
 12. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
 13. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi
 14. Tölva – NASA vefur
 15. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 16. Tölva – Sólkerfið
 17. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 18. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu og orðarugl ofl.

Hér er padlet sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.