Í tímanum í dag verður stuttur fyrirlestur,
bætum hugtakakortið, umræður og stutt verkefni í bland.
Ræðum um sjálfbæra þróun og hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni.
Lífsafkoma okkar byggist á því að ganga vel um auðlindir.
Vistkerfi byggja á samspili lífveranna innbirðis og við lífvana umhverfi.
Skoðum dæmi um það sem fæðukeðjur hafa raskast. Krían í miklum erfiðleikum.
Kynnumst hugtakinu fjölbreytileiki lífvera og hugleiðum mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytileika tegunda og vistgerða.
Skoðum vef umhverfisstofnunar.
Rifjum upp hver eru einkenni lífs og hvaða starfsemi fer fram í öllum lífverum.
Förum vel yfir ljóstillifunarferlið. Nú er bara að læra efnajöfnuna .