HUGTAKAKORT, ÍSLANDSKORT OG UMRÆÐUR.
þar sem áhersla næstu vikur verður:
– náttúra – jarðfræði – eðlisfræði – líffræði – umhverfi –
– skipulag – auðlindir – samfélag –
– tækni – náttúruvernd – orka – hamfarir –
Meginmarkmiðið er að efla grundvallarskilning á náttúru Íslands. Við skoðum myndum og mótun landsins, ytri og innri öfl. Áhersla á myndunarsögu landsins, þróun gróðurfars, sérkenni íslenskrar náttúru til sjós og lands. Veltum fyrir okkur umhverfisþáttum og setjum í samhengi við jarðsögu landsins.
Til stuðnings nýtum við okkur meðal annars
- Litróf náttúrunnar – Maður og náttúra
- Um víða veröld – Jörðin
- Landafræði; maðurinn, auðlindirnar, umhverfið
- Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands
- nýja bók eftir Snorra Baldursson um
lífríki Íslands. - Auk þess sækjum við fróðleik á bókasafn og í netheim.
Um að gera að velta upp spurningum eins og ….
…hvað er náttúra?
…hvað er umhverfi?
…er íslenskt vatn íslenskt?
…hvernig mótar maður landið?
…menningarlandslag, hvað er það?
…hver á Dettifoss?
…á ég að hreinsa fjöruna?