6. desember 2017 Heimsókn, umræður, fréttir og blogg.

Fjölbreyttur tími.

Byrjum á góðum gesti.  Það er opinn skóli þessa viku og í dag kemur í heimsókn Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir sjúkraflutningamaður með meiru.  Hún ætlar að segja okkur frá starfinu sínu hjá HSU og vera með forvarnir um notkun hjálma.

Annar  gestur í heimsókn.  Glókollur fannst nær dauða en lífi á Flúðum í gær.  Fuglinn er farinn að hressast og kemur í heimsókn í skólann í dag – vonandi sem flesta bekki.  Útikennsluhópur í 5. og 6. bekk ætlar svo að skila greyinu upp í skóg seinna í dag.

Umfjöllun um stjörnumerki.  Ræðum um dýrahringinn sérstaklega og skoðum 13. stjörnumerkið Naðurvaldi

Skoðum fréttir og blogg.

Umræður um verkefnin tengd umfjöllun um sígarettur.  Skoðum fræðslu og forvarnamyndböndin sem skilað var inn á fb.