7. desember 2017 Stellarium á Dal og dagur íslenskrar tónlistar.

Hluta af tíma nýtum við í að klára skýrslu úr eimingartilraun og/eða blogga.

Afhent matsblað fyrir stjörnuskoðunarappið.

Degi íslenskrar tónlistar fangnað og samsöngur á sal kl. 11

Við notum þennan tíma á Tungufellsdal til að skoða Stellarium, forritið var kynnt í mánudagstíma og nú reynir á ykkur 😉

Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðbeiningar (verkefni) sem þið getið fylgt í byrjun – á ekki að skila.

………..svo er bara að kynna sér möguleikana sem þetta frábæra forrit býður uppá.

Gangi ykkur sem allra best.

Stellarium

1) Opnaðu forritið og prófaðu eftirfarandi möguleika í tækjastikunni neðst á skjánum

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjalínum (flýtihnappur: C -constellation) [ ]

* Kveikja og slökkva á nöfnum stjörnumerkja (V) [ ]

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjamyndum (R) [ ]

* Kveikja og slökkva á mörkum stjörnumerkja (flýtihnappur: B) [ ]

* Kveikja og slökkva á yfirborði jarðar (G -ground) [ ]

2) Skoðaðu nú eftirfarandi hluti í tækjastikunni vinstra megin

* Opna staðsetningargluggann – þarna getur þú flett upp stöðum í heiminum

* Opna dagur/tími-gluggann – við getum breytt tímanum frá -7999 f.Kr. upp í 99.999 e. Kr.

3) Kíktu á stjörnuhimininn á deginum sem þú fæddist.

* Í hvaða stjörnumerki var sólin þann dag? ____________________

(Ábending: Skoðið himininn að degi til þegar sólin sést og setjið inn mörk stjörnumerkja)

4) Skoðaðu hvar á himninum Júpíter verður kl. 23 að nóttu 10. desember á þessu ári

* Í hvaða stjörnumerki er Júpíter? ________________