Vorhátíð og skólalok.

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.

 

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki.   Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum. 

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Hlekkur 7

Featured

Líffræði, útikennsla og lokamat

Síðasti hlekkur ársins frá 19. apríl og til skólaloka.Forget_me_not_flower

Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.

  • 8. bekkur fer yfir einkenni, gerð lífvera og efnin. Mikil áhersla á umhverfið, fugla og flóru.  Nemendur í 9. bekk halda áfram að kynnast ýmsum flokkum lífvera, örverum, frumdýrum og þörungum að ógleymdu svepparíkinu.  En auðvitað verðum við með augun opin fyrir lífríkinu allt í kringum okkur.  Stóru krakkarnir í 10. bekk nýta 
  • þennan síðasta hlekk til að tengja saman allt (eða flest allt 😉 sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu ár og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.

Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins. 

Og nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans. 

Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.

Hlekkur 6

Featured

19. febrúar – 6. apríl 2018

Þemaverkefni  Þjórsá

Næstu vikur – með hléi í vetrarfrí, árshátíðarviku og páskafrí –  fram að sumarkomu í apríl leggjum við áherslu á  vatnasvæði Þjórsár.

fjellrev phowikimediacommons

Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Til dæmis koma við sögu Heklueldar, Þjórsárver og Fjalla-Eyvindur.

Við skiptum þessu niður á 5 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn eftir páska. 

Nemendur í 10. bekk unnu svipað verkefni þegar þeir voru í 8. bekk og því munu þeir víkka sjóndeildarhringinn og fjalla um sérstöðu Íslands út frá áðurnefndum áhersluþáttum og skerpa á umhverfi, skipulagi og auðlindum með sjálfbærni að leiðarljósi.

Hæfniviðmið að nemandi geti

  • unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tökum gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því,
  • skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta

 

 

27. febrúar – 6. apríl 2017

Þemaverkefni  Hvítá

kfjoll86

 

Næstu vikur – fram að páskafríi leggjum við áherslu á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.

Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.

Við skiptum þessu niður á 5 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn. 

Nemendur í 10. bekk taka fyrir svipaða þætti en horfa víðara og skoða allt Ísland og tengja við þessi sömu fræði.


Hlekkur 4

Featured

Hlekkur 4

Vísindavakan er 10 ára

4.- 19. janúar 2018

Þessi stutti hlekkur er tileinkaður vísindalegri aðferð og skemmtilegum tilraunum.  Þetta er í tíunda sinn sem við byrjum nýtt ár með vísindavöku.  Allir nemendur frá 5. bekk taka þátt, velja sig í hópa og framkvæma athuganir og tilraunir.  Hér er PADLET sem við söfnum öllum kynningum á.

10. bekkur nýtir þessar vikur í hluta af lokamati og hægt er að sjá nánar um rannsóknarverkefnið hér

Kynnumst vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.

Hvað er breyta?

Nemendur vinna saman tvö eða þrjú í hópi.

Finna upp á einhverju skemmtilegu til að rannsaka og prófa.

Framkvæma tilraun – útskýra og kynna niðurstöður með einhverjum hætti.

Við eigum skemmtilegar vikur í vændum 

 Matsblað finnur þú hér: visindavakan2018

Í stofunni eru margar bækur sem hægt er að glugga í og fá hugmyndir.

Og hér eru nokkrir tenglar sem hægt er að kynna sér:

Hlekkur 3

Featured

 Stjörnu-, eðlis- og efnafræði

 16. nóvember – 16.  desember

Jörðin –hringrás vatns – jarðfræðin – jarðsagan – eldgos – lofthjúpurinn –tunglið – árstíðir – sólkerfið – stjörnumerkin – alheimurinn 

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

jordin

  • 8. bekkur –  jörðin og tunglið – horfum til himins og lærum nokkur stjörnumerki.

  • 9. bekkur – stjörnufræði – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

  • 10. bekkur  – skerpun enn frekar á efnafræðinni, smá jarðfræði og stjörnufræði í bland.

Góða skemmtun

Hlekkur 2

Featured

Efna- eðlis og erfðafræði 2. október – 17. nóvember

lecture

Við gerum tilraunir og lærum að skila vandaðri skýrslu eftir kúnstarinnar reglum. 

Efnafræðin er í öndvegi hjá 8. bekk.

Nemendur í 9. bekkur tileinkar sér eðlisfræði krafta og hreyfingar og

nemendur í 10. bekkur halda áfram í líffræði með áherslu á erfðafræðina.

 

Hlekkur 1

Featured

   22. ágúst – 6. októberBetula-pubescens-downy-leaves

umhverfi og útinám – vistkerfi, dýrafræði, erfðir og þróun

Í þessum fyrsta hlekk skólaársins verður áhersla á umhverfi og líffræði.
Við ræðum hringrásir efna og samspil manns og náttúru. 
Áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika.  
Við fræðumst um vistkerfi, fæðukeðjur og samskipti lífvera. 
Sumir skoða plöntur, aðrir fugla og önnur dýr.  
Rannsóknarvinna, verkefni og leikir í bland.

Næstu vikur fer námið mikið fram utandyra og nýtum við okkur skólaskóginn og nærumhverfið.

Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri. 

 

 

 

 

Ritgerð

Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.

Hvað er heimildaritgerð?

•  Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
•  Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.

•  Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
•  Þú verður að gera  minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.

Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
•  Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.

•  Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
•  Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um.  Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
•  Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni.  Ekki vitna í heimildir í inngangi.
•  Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.

Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
•  Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
•  Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.

Hvað er lokaorð/niðurlag
•  Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
•  Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.

Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.

Beinagrindur rafbók

Uppbygging ritgerðar

Hvernig á að skrifa góða ritgerð?

Námstækni – ritgerðir

Heimir rafbók

Leiðbeiningar um heimildaskráningu

Ritgerðarvinna

Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.

Hvað er heimildaritgerð?

•  Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
•  Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.

•  Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
•  Þú verður að gera  minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.

Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
•  Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.

•  Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
•  Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um.  Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
•  Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni.  Ekki vitna í heimildir í inngangi.
•  Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.

Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
•  Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
•  Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.

Hvað er lokaorð/niðurlag
•  Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
•  Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.

Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.

Beinagrindur rafbók

Uppbygging ritgerðar

Hvernig á að skrifa góða ritgerð?

Námstækni – ritgerðir

Heimir rafbók

Leiðbeiningar um heimildaskráningu