Ritgerð

Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.

Hvað er heimildaritgerð?

•  Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
•  Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.

•  Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
•  Þú verður að gera  minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.

Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
•  Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.

•  Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
•  Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um.  Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
•  Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni.  Ekki vitna í heimildir í inngangi.
•  Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.

Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
•  Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
•  Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.

Hvað er lokaorð/niðurlag
•  Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
•  Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.

Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.

Beinagrindur rafbók

Uppbygging ritgerðar

Hvernig á að skrifa góða ritgerð?

Námstækni – ritgerðir

Heimir rafbók

Leiðbeiningar um heimildaskráningu