Heimildaritgerð 9. bekkur

Heimildaritgerð í dýrafræði.

Nú er komið að dýrafræðiritgerðinni.  Nauðsynlegt að bera undir kennara val á viðfangsefni og huga vel að bóklegum heimildum áður en endanlega er ákveðið hvað skal skrifa um.  Nauðsynlegt er að hafa a.m.k. tvær skriflegar heimildir. 

Ritgerðina á að setja upp í tölvu og þið munuð geta nýtt fimmtudagstíma á Tungufellsdal næstu vikurnar.

Skiladagar:

Fyrir föstudag 22. september skila

 • hugtakakorti sem pdf skjali í tölvupósti til kennara og
 • inn á verkefnabanka á bloggi.

Fyrir föstudag 20. október  skila

 • útprentaðri  ritgerð til kennara í plastmöppu,
 • senda wordskjali í tölvupósti til kennara og
 • setja pdf útgáfu í verkefnabankann.  

Umfang ritgerðar er um 3 bls.  texti (words  1000 – 1600)

Leturgerð Times New Roman 12, línubil 1 ½ .

Ritgerðin á að vera uppsett skv. fyrirmælum inn á náttúrufræðisíðunni.

Skoða vel matslista sem þið fenguð og er einnig hér:  matsbladritgerd2016

 Það sem metið verður er:

 • Réttritun, málfar og framsetning.
 • Afmörkun efnis.
 • Uppbygging og samhengi.
 • Fræðileg umfjöllun.
 • Inngangur og lokaorð
 • Meðferð heimilda og heimildaskrá.
 • Notkun forrits.
 • Frágangur og útlit.
 • Annað.

  Gangi ykkur vel.

 Kveðja Gyða Björk.