LOKAMAT – próf

Seinnihluta maímánaðar verður lokapróf í náttúrufræði. Prófafyrirkomulag er nýtt og hafa nemendur ekki tekið þátt í svipuðu verkefni áður í skólanum.  Það verður kynnt vel og nemendur fá að sjá sýnidæmi og spurningar.

Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef.  Nemendur hafa aðgang að tölvuveri og spjaldtölvum.  Þetta er einstaklingsverkefni.    Miðað er við að prófið sé skriflegt og á að skila til kennara í lok tímans.  Ef nemendur vilja skila munnlega verður að ákveða það a.m.k. degi fyrir prófdag.  Þegar nemendur mæta í próf draga þeir spurningar úr ákveðnum flokkum.  Allir verða að draga eina spurningu úr hverjum flokki en þeir eru sjö alls.  Nemendur eiga að svara fimm spurningum og geta því valið fimm af sjö en sleppt tveimur.

Eftirfarandi er haft til viðmiðunar í spurningum:

Að nemendur geti….

  • útskýrt hvernig tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni.
  • rökstutt afstöðu sína og niðurstöður af aðgerðum er varða náttúru og samfélag.
  • metið og greint upplýsingar um vísinda og tækniþróun
  • úrskýrt áhrif tækniþróunar á daglegt líf fólks
  • tekið afstöðu til siðferðilegra þátta
  • beitt algengum hugtökum og heitum náttúrugreina í ólíku samhengi
  • útskýrt  texta um náttúrufræði, umorðað hann, tjáð sig og túlkað myndefni.
  • nefnt dæmi í umhverfi sínu og gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru.
  • gert grein fyrir eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélagsins og útskýrt með dæmum.

 

 

 

One thought on “LOKAMAT – próf

  1. Pingback: LOKAMAT (í vinnslu) | Náttúrufræði Flúðaskóla

Comments are closed.