Með tilraunum og skýrslugerð eru nemendur þjálfaðir í vísindalegri vinnu. Nauðsynlegt er að temja sér góðar umgengnisvenjur, einbeitingu, öguð vinnubrögð og hæfni til samstarfs. Það þroskar nemendur og undirbýr þá fyrir líf og störf.
Nemendur í Flúðaskóla hafa framkvæmt margar tilraunir bæði stórar og smáar og oft skilað greinargerðum og einnig skýrslum samkvæmt kúnstarinnar reglum. Því er upplagt að leggja upp með tilraun og skýrslugerð sem hluta af lokaverkefni.
Athugunin verður framkvæmd nú í lok apríl og á að skila skýrslu viku síðar. Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi. Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð. Áherslur koma fram á þessu matsblað sem haft verður til viðmiðunar. Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.
Pingback: LOKAMAT (í vinnslu) | Náttúrufræði Flúðaskóla
,