Skýrslur

Skýrslur

Hér eru leiðbeiningar um skýrslugerð

…. frá MH

frá FS

og frá Flúðaskóla:

Framkvæmdadagur

Nafn tilraunar

Hópur

Nafn höfundar

Samstarfsmenn

Inngangur (markmið):

  • Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina.
  • Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunnar.
  • Fræðileg umfjöllun.
  • Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér.

Passa upp á heimildir.

Framkvæmd:

  • Áhöld og efni: Hér eru talin upp þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar
  • Vinnulýsing: Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar og hvernig áhöldin eru sett upp. Athugaðu að vinnulýsingin á ekki að vera nákvæm endurritun á leiðbeiningum vinnuseðils.

Niðurstöður:

Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.

  • Reynið að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, Nota skal töflur og línurit eins og kostur er, sömuleiðis eiga allir útreikningar að koma fram undir þessum lið, ásamt þeim stærðfræðilegu formúlum sem notaðar eru við útreikninganna.
  • Svör við spurningum – ályktanir
  1. Hér skal svara þeim spurningum sem kunna að vera á vinnuseðli.
  2. Hér skal greina frá hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum tilraunarinnar og hvernig/hvort markmiði hafi verið náð.
  • Ef eitthvað hefur farið öðruvísi en búist var við er reynt að útskýra hversvegna.

Heimildir:

Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.

Undirritun:

Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.

  • Hvar og hvenær skrifað
  • Undirskrift þess/þeirra sem skrifa skýrsluna⨪