Smásjá

Með berum augum er ekki hægt að sjá hluti sem eru minni en 0.1 mm og ef á að skoða 

smasja2

eitthvað minna er smásjá handhæg.  Til eru tvær aðalgerðir af smásjám;

ljóssmásjá og rafeindasmásjá.

 

Ljóssmásjár nota mismunandi hluta hins sýnilega ljóss og eru til nokkrar mismunandi tegundir; ljós-, myrkur-, fasa- og flúorljóssmásjá.

Í rafeindasmásjánni eru notaðar elektrónur í stað ljósgeisla.

Lærum að vinna með hefðbundna smásjá.

Kíkjum á ólíkar gerðir ljóssmásjár – gamlar og nýrri.

  • Bygging smásjár.   Hvað er hvað á smásjánni?
  • Hvernig stillum við birtu, stækkun? Hvað ber að varast?
  • Hvað er burðargler og þekjugler?
  • Hver er stækkunin?  Millimetrapappír skoðaður.
  • Hvernig gerum við smásjársýni?
  • Gerum sýni og skoðum stafi.  Glanspappír, dagblað og ljósrit – er einhver munur?
  • Skoðum mannshár í smásjá, útbúum sýni, teiknum upp og finnum stækkunina.

myndband um notkun

….skoðað í smásjá

….er hægt að breyta snjallsíma í smásjá?

One thought on “Smásjá

  1. Pingback: 27. september 2017 Stöðvavinna fruma | Náttúrufræði Flúðaskóla

Comments are closed.