23. ágúst 2017 Fyrsti dagurinn er skógardagur

Byrjum inni. Kynningar á báða bóga. Rætt verklag og umgengni í stofu og í útinámi. Afhent námsáætlun og fyrsti hlekkur kynntur VISTFRÆÐI.

Stutt stöðumat úr hugtökum sem tengjast vistfræðinni.

Svo færum við okkur út og gerum nokkur verkefni tengd vistfræðinni.

Mögulega verður hluti af tímanum nýttur í þátttöku í skógardegi sem helgaður er tiltekt í skóginum og viðhaldi af ýmsu tagi.  

Nýtt skólaár byrjar vel í góðu veðri með nýjum félögum.

 

Upplýsingar til foreldra og forráðamanna nemenda í 8. bekk  (Einnig sent í Mentorpósti.)