Maí 2018 Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

Könnun úr hlekk 6. Jarðfræði og líffræði í þema.

Könnun 12.apríl 2018

Stutt könnun úr námsefni þessa hlekks.

Nearpod-könnun í eina kennslustund.

Öll hjálpargögn leyfð 😉

Áhersluatriði:

Þjórsá

vatnaskil

vatnasvið

Flokkun vatnsfalla

jökulá-dragá-lindá

fossar

fossberar

jöklar

hjarnjökull-skriðjökull

jökulurð

grettistak

innri og ytri öfl

flekaskil

myndun Íslands

heitur reitur

eldstöðvar

kvikuhólf

hraun – gjóska

vistfræði

fæðukeðja

fæðuvefur

neytandi

sundrandi

frumbjarga

ófrumbjarga

fæðupýramídi

öndun og ljóstillifun

jafnvægi í vistkerfi

Þjórsárver

friðland

rústir

vistkerfi Þjórsárvera og sérstaða

fléttur/skófir

fuglar og dýr í friðlandinu.

Myndasprettur

Aukaverkefni fyrir orkubolta      ……………. 
…vinna saman tvö eða þrjú í hóp
…skella sér út í blíðuna og taka myndir  
…myndirnar eiga að tákna/túlka hugtök úr þessum hlekk
…má taka 4 myndir af mismunandi hugtökum
…senda inn á facebook hóp bekkjarins
…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 4 og ath. ekki sitt eigið
…hver má svo læka við 4 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið
…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

Könnun febrúar 2018 bylgjur, hljóð og ljós

Áhersluatriði / hugtök og skilgreiningar   

Má hafa með sér útfyllt hugtakakort.

Gangi ykkur vel 

Hvað er bylgja?
bylgjur sem þurfa efni til að ferðast í
bylgjur sem þurfa ekki burðarefni
Langsbylgja
þverbylgja
Einkenni bylgja (kunna mynd)

wavebylgja

lögun bylgna
öldudalur
öldutoppur
útslag (sveifluvídd)
bylgjulengd
tíðni
Hertz (Hz)
Hljóðbylgjur
þétting og þynning bylgjubera
hraði hljóðsins
hljóðstyrkur
Desibil (dB)
tónhæð
hljómblær
úthljóð
herma
dopplerhrif
bergmálsmælingar 

Ljós, helstu áhersluatriði eru:

 • bylgjufræðin – bylgjulengd, tíðni, útslag
 • þverbyglja – langsbylgja
 • rafsegulrófið
 • rafsegulrfi
 • skoða vel mynd þar sem orka, tíðni og bylgjulengd er sýnt
 • gammageislar
 • röntgengeislar
 • sýnilegt ljós – skoða vel mismunandi bylgjulengdir lita
 • örbylgjur
 • útvarpsbylgjur
 • ljós berst um tómarúm – enginn bylgjuberi
 • hraði ljóssins
 • ljósár
 • ljós hegðar sér bæði eins og agnir og bylgja – tvíeðlis ljóss
 • linsa (safnlinsa og dreifilinsa) 
 • prisma

prisma

Látum þetta gott heita en hvet ykkur til að líta á glósur, hugtakakort og heimasíðu.