Heimaverkefni fimmtudaginn 11. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Lýstu vísindalegri aðferð.
  2. Hvers vegna er yfirleitt bara ein breyta í hverri tilraun?
  3. Segjum svo að eðlisfræðingur þurfi að greina óþekkt efni.  Hvort kemur honum að meiri notum að mæla massa efnisins eða eðlismassa? Útskýrðu svarið.
  4. Fjallaðu um hvers vegna eru rannsóknarstofur mikilvægar í vísindum?
  5. Hvað er SI einingakerfi og hvers vegna er nauðsynlegt að samræma mælieiningar í vísindinum?
  6. Mælikvarði á efnismagn hlutar er
    a.  eðlismassi.
    b.  massi.
    c.  rúmmál.
    d.  þyngd.
  7. Þú hefur tvo jafnstóra kubba úr frumefni. Þú veist ekki rúmmál þeirra en veist hins vegar að hitastig hlutanna er það sama. Hver eftirfarandi aðferða er besta leiðin til að skera úr um hvort þeir eru úr sama efninu og hvaða frumefni er a.  athuga hvort þeir leiði rafmagn og mæla massa hlutanna
    b.  mæla massa hlutanna
    c.  mæla rúmmál og massa hlutanna
    d.  mæla þyngdarkraftinn sem verkar á þá