23. janúar 2018 Varmi og eðlismassi

Orð af orði og hugtakavinna í dag.

Lesum í hópum um eðlismassa og varma í Eðlisfræði 1

Svo er fínt að spjalla:

  • Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.
  • Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
  • Hvar hitnar Jörðin mest?
  • Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
  • Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
  • Hvað er loftþrýstingur?
  • Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
  • Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
  • Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?

Veður á Íslandi.

  • Skoðaðu vef Veðurstofu Íslands
  • Hvað er mælt á veðurathugunarstöðvum?  (hugtök, mælieiningar, tækni til mælinga)
  • Skoðaðu veðurkort.

Skapandi skrif og varmi verkefni af kennsluvef í eðlisfræði