Förum upp í skóg og vinnum saman í hópum að verkefnum sem öll tengjast vistfræði – athugunum á lífverum – flokkun og tegundasamsetningu og – fjölbreytileika. Reynum að átta okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.
- Hugtakavinna (frumframleiðandi, neytandi, sundrandi, ólífrænt, einföld lífvera, flókin lífvera, samlífi.
-
Velja eina lífveru, lýsa útliti, mæla, teikna, merkja. Hvar lifir, hvernig nærist og hreyfir hún sig.
-
Einn fermetri – hvaða lífverur og áætla þéttleika út frá rannsókn og/eða talningu
-
Stærð skógarins. Hvernig er best að mæla? Gerið skynsama áætlun á stærð.
-
Finnið ykkar eftirlætisstað. Hlustið og skynjið, lýsið upplifun. Má teikna, gera ljóð eða texta.
- Hringrás kolefnis og tenging við ljóstillifun.
Skila til kennara í lok tímans.