Þá er komið að því…..áskorun ársins 2017….
Öllum hópum úthlutað ákveðnu þema og
gefin 1 kennslustund til að koma sér í karakter.
ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM. SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT INN Á PADLET –>>>>>
SKYLDUVERKEFNI:
- Hópmyndband upp við vatnstank við að mæla rúmmál hans
- Kennslumyndband af dansi
- Rapplag um ykkar þema
- Viðtal við ferðamann við gömlu laugina um gömlu laugina
ÖNNUR VERKEFNI – flest framkvæmd utandyra, VELJA 8:
- Fréttaskot úr Hreppnum
- Taka viðtal við álf.
- Eftirherma að eigin vali – þematengt.
- Könnun hjá þremur garðyrkjubændum. Hverjar eru þrjár vinsælustu tegundirnar?
- Norðurlöndin – fánar í krít.
- Selfie við hæsta tréð í skóginum.
- Búa til listaverk úr náttúrunni muna þemað.
- Hvað veit Jóhanna aðstoðarskólastjóri um Costco?
- Hvað getið þið tekið marga enska hreima?
- Stærsta sápukúlan.
- Flytja rómantískt ættjarðarlag til heimabyggðarinnar.
- Gera góðverk hjá eldri borgurum
- Baulaðu nú búkolla mín fyrir leikskólalbörnin
- Leika frægt atriði úr kvikmynd í anda þemans, á ensku/dönsku
- Leikþáttur með legóköllum á framandi tungu
- Farða hópfélaga með bundið fyrir augun
- Greiða galagreiðslu í hópfélaga með innblæstri af þemanu.
BÓNUSSPURNINGAR – VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI
- Fimm góð ráð til að heilla kennarann.
- Hvernig skrifar maður heitið á þessu?…………………………….->
GÓÐA SKEMMTUN!