Verkefni bakteríur og veirur

Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.

Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur

2.1 Bakteríur lifa alls staðar

  1. Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
  2. Hvað er þörungablómi?
  3. Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
  4. Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
  5. Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
  6. Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
  7. Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
  8. Skrifaðu um svarta dauða.
  9. Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?

2.2 Bakteríur í þjónustu manna

  1. Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
  2. Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
  3. Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
  4. Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
  5. Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?

2.3 Veirur eru háðar lífverumimage-20160414-2629-1259kt3

  1. Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
  2. Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
  3. Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
  4. Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
  5. Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
  6. Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?

Könnun úr hlekk 6. Jarðfræði og líffræði í þema.

Könnun 12.apríl 2018

Stutt könnun úr námsefni þessa hlekks.

Nearpod-könnun í eina kennslustund.

Öll hjálpargögn leyfð 😉

Áhersluatriði:

Þjórsá

vatnaskil

vatnasvið

Flokkun vatnsfalla

jökulá-dragá-lindá

fossar

fossberar

jöklar

hjarnjökull-skriðjökull

jökulurð

grettistak

innri og ytri öfl

flekaskil

myndun Íslands

heitur reitur

eldstöðvar

kvikuhólf

hraun – gjóska

vistfræði

fæðukeðja

fæðuvefur

neytandi

sundrandi

frumbjarga

ófrumbjarga

fæðupýramídi

öndun og ljóstillifun

jafnvægi í vistkerfi

Þjórsárver

friðland

rústir

vistkerfi Þjórsárvera og sérstaða

fléttur/skófir

fuglar og dýr í friðlandinu.

Varmi – verkefni

Svara og skila inn í verkefnabankann á blogginu.  Annað hvort:

  1. Svara spurningum:
    1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi? Lýstu því hvernig varminn flyst í hverju tilviki um sig.
    2. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
    3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?
    4. Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?
    5. Hvaða tilgangi gegnir eingangrun?
    6. Hvaða tengsl eru milli vinnu, varma og orku? Útskýringar óskast.
  2. Eða takast á við  skapandi skrif

Stjörnufræði – kynningarverkefni

Þið skuluð gefa ykkur góðan tíma til að skoða stjörnufræðivefinn sem er svo gagnlegur.

pADLET FYRIR VERKEFNIÐ OG matslistA

Nú þarf að velja sér viðfangsefni til kynningar.  Munið þetta er einstaklingsverkefni. Þið fáið þrjár fimmtudaga til að vinna að þessu verkefni – kynningar heima fyrir 11. desember og svo verða nemendakynningar í þeirri viku 11.-15. des.

Margt hægt að velja til að fjalla um hér eru nokkrar tillögur (ath. ekki tæmandi)…

  • sól
  • Merkúr
  • Venus
  • Jörðin
  • Tunglið
  • Mars
  • Smástirnabeltið
  • Júpíter
  • Satúrnus
  • Úranus
  • Neptúnus
  • Plútó og félagar
  • Halastjörnur
  • Norðurljós
  • Geimrannsóknir
  • Geimferðir
  • Hubble-sjónaukinn
  • Ævi stjörnu, myndun og flokkun
  • Vetrarbrautin
  • Stjörnumerki

Sem sagt – margt í boði og nú er bara að velja – munið bara að tala saman – ekki velja það sama og einhver annar er með.

Hugtök kraftur

LÖGMÁL NEWTONS

LÖGMÁL BERNOULLIS

LÖGMÁL ARKIMEDESAR

AFL

EÐLISMASSI

FLOTKRAFTUR

LYFTIKRAFTUR

NEWTON

LÖGMÁL

HRAÐI

HREYFING

HRÖÐUN

KRAFTUR

TILRAUN

JÚL

NEWTON

LOFTMÓTSSTAÐA

ÞYNGDARKRAFTUR

MASSI

ÞYNGD

NÚNINGUR

TILGÁTA

VATT

VINNA

ÞRÝSTINGAR

ÞYNGDARLÖGMÁL

SAMANBURÐARTILRAUN

MÆLIEINING

SI-EININGAKERFIÐ

METRAKERFI

ORKA

VOG

BREYTA

KÍLÓGRAMM

 

 

Heimildaritgerð 9. bekkur

Heimildaritgerð í dýrafræði.

Nú er komið að dýrafræðiritgerðinni.  Nauðsynlegt að bera undir kennara val á viðfangsefni og huga vel að bóklegum heimildum áður en endanlega er ákveðið hvað skal skrifa um.  Nauðsynlegt er að hafa a.m.k. tvær skriflegar heimildir. 

Ritgerðina á að setja upp í tölvu og þið munuð geta nýtt fimmtudagstíma á Tungufellsdal næstu vikurnar.

Skiladagar:

Fyrir föstudag 22. september skila

  • hugtakakorti sem pdf skjali í tölvupósti til kennara og
  • inn á verkefnabanka á bloggi.

Fyrir föstudag 20. október  skila

  • útprentaðri  ritgerð til kennara í plastmöppu,
  • senda wordskjali í tölvupósti til kennara og
  • setja pdf útgáfu í verkefnabankann.  

Umfang ritgerðar er um 3 bls.  texti (words  1000 – 1600)

Leturgerð Times New Roman 12, línubil 1 ½ .

Ritgerðin á að vera uppsett skv. fyrirmælum inn á náttúrufræðisíðunni.

Skoða vel matslista sem þið fenguð og er einnig hér:  matsbladritgerd2016

 Það sem metið verður er:

  • Réttritun, málfar og framsetning.
  • Afmörkun efnis.
  • Uppbygging og samhengi.
  • Fræðileg umfjöllun.
  • Inngangur og lokaorð
  • Meðferð heimilda og heimildaskrá.
  • Notkun forrits.
  • Frágangur og útlit.
  • Annað.

  Gangi ykkur vel.

 Kveðja Gyða Björk.

Kræklingarækt á Íslandi

Úr rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar :

Staðarval
Umhverfisaðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti erfiðar fyrir kræklingarækt en margt  bendir þó til að söfnun kræklingalirfa verði ekki vandamál. Á þeim stöðum sem safnarar  hafa verið settir út á réttum tíma hefur mikill fjöldi kræklingalirfa sest á þá, en lagnaðarís
og ísrek getur valdið tjóni á búnaðinum sérstaklega á vestanverðu landinu. Hægt er að  koma í veg fyrir slíkt með því að sökkva búnaðinum á veturna. Hafís getur einnig valdið  tjóni í kræklingarækt. Mest er hættan á norðanverðum Vestfjörðum, síðan Norðurlandi og Austfjörðum. Þeir umhverfisþættir sem hafa mest áhrif á vöxt kræklings eru sjávarhiti og fæðuframboð en svifþörungar eru aðalfæðan. Sjávarhiti er hæstur við sunnanvert landið en fer minnkandi þegar farið er réttsælis í kringum landið. Það má því gera ráð fyrir minnstum vexti við austanvert landið. Á mörgum stöðum í heiminum þar sem  kræklingarækt er stunduð eru eitraðir svifþörungar verulegt vandamál. Ýmsar tegundir  eitraðra svifþörunga hafa fundist við Ísland en oftast í mjög litlu magni en á því gæti orðið breyting með aukinni sýnatöku.