Vettvangsferð í Flúðasveppi. Fáum leiðsögn hjá Eiríki Ágústssyni. Nemendur spyrja spurninga og punkta hjá sér upplýsingar um ræktunarferli sveppanna ásamt fleiru. Þegar við komum til baka í skólann verður tíminn notaður til að skrifa skýrslu um ferðina. Hægt verður að nýta tölvuverstíma á fimmtudag til að klára skýrsluna en skiladagur er eftir viku, þriðjudaginn 16. maí.
Author Archives: Gyða Björk Björnsdóttir
8.-17. maí 2017 Náttúrulífsmynd
Hópar ákveðnir – upplýsingar finnið þið hér á padlet.
MUNIÐ AÐ HAFA Í HUGA VINNUFERLIÐ. GÆTI VERIÐ:
-
HUGMYNDAVINNA
-
HANDRIT – RISSA UPP SÖGUBORÐ – ATBURÐIR
-
KYNNING
-
ATBURÐARÁS
-
NIÐURLAG
-
-
UNDIRBÚNINGUR – SVIÐSMYNDIR – TÖKUR – BÚNINGAR – HLUTVERK – VIÐMÆLENDUR
-
FRAMKVÆMD – TÆKNISNILLINGAR (HLJÓÐ, LÝSING, SJÓNARHORN)
-
EFTIRVINNSLA – KLIPPING, HLJÓÐ, TEXTAR
-
ÚTGÁFA SÝNING.
8. maí 2017 Sveppir
Þessi vika …. sveppir…. bætum við hugtakakortið og fræðumst um sveppi.
Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.
- Fjölbreytileiki sveppa
- sveppalíffræði Ágúst H. Bjarnason
- Vísindavefurinn um sveppi.
- Ríki sveppa
- Furðuleg fyrirbæri
4. maí 2017 Bloggvinna á Dal eða….
Þessi fimmtudagur var ætlaður til að blogga eins og meistarar en veðrið er einstakt og því væri hægt að skoðaafrakstur gærdagsins og fara svo út í blíðuna og prófa heimspeki-náttúrufræði-leiki 😉
4. maí 2017 Skýrslugerð
Nýtum þennan tíma til að gera flotta skýrslu úr smásjárskoðun þriðjudagsins.
3. maí 2017 Úti áskorun
Veðrið er geggjað ….
þess vegna er í boði í dag…..
ÚTI-ÁSKORUN.
-
Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..
-
Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.
-
Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.
-
Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.
-
“Skógarselfie”
HÓPASTÆRÐ 2-3. SKIL INN Á FB-HÓPINN.
GANGI YKKUR VEL.
2. maí 2017 Frumdýr og þörungar – kynning og tilraun
Enn og aftur kíkjum við á flokkunarfræðina.
Hvað er þetta með frumveruríkið? Skoðum vefinn vistey.is t.d. hverastrýtu-myndband en hvað eru hverastrýtur?
Fornbakteríur…….forn hvað?
Nearpod-kynning RBIGH
Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?
Smásjárskoðun. Sýni úr Litlu-Laxá og Hellisholtalæk. Mjög mikið líf og fjör í sýnum. Ætlast er til að þið vinnið góða skýrslu úr þessari tilraun með fræðilegum inngangi, ljósmyndum eða teikningum, tegundagreiningu (muna latnesk heiti) og góðri samantekt.
Hvað einkennir grænþörunga? (vísindavefurinn)
Muna svo að skila skýrslu eftir viku 😉
27. apríl 2017 Bloggvinna á Tungufellsdal
Næstu fimmtudaga nýtum við tölvuverið til að snerpa á blogginu í náttúrufræði.
Hugtök, fróðleikur, fréttir og fleira forvitnilegt.
26. apríl 2017 Verkefnavinna í skóginum
Byrjum á að ræða dag jarðar.
Síðan tekur við verkefnavinna í skóginum.
- Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera.
- Skoðum sérstaklega skógarbotninn.
- Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)
- orð náttúrunnar
- Rifjum upp frá því í haust.
- Pælum í ýmsum hugtökum:
- Hvað er einföld lífvera? En flókin?
- Skoðum skipulagsstig.
- Leikir og spjall.
25. og 27. apríl 2017 Verkefnavinna um kynsjúkdóma
KYNSJÚKDÓMAR AF VÖLDUM VEIRA OG BAKTERÍA.
- VERKEFNIÐ ER AÐ FRÆÐAST UM KYNSJÚKDÓMA, HVERNIG ÞEIR TENGJAST RÍKI DREIFKJÖRNUNGA OG FYRIRBÆRINU – VEIRU.
- VELJIÐ YKKUR SJÚKDÓM, FJALLIÐ UM SKAÐVALDINN, SMITLEIÐIR, EINKENNI, ÚTBREIÐSLU OG FORVARNIR.
- KOMIÐ UPPLÝSINGUM TIL SKILA HVERNIG SEM ÞIÐ TELJIÐ BEST.
- SKIPTIÐ MEÐ YKKUR VERKUM OG VINNIÐ SKIPULEGA Í TÍMANUM.
- STEFNUM AÐ KYNNINGU Á FIMMTUDAG.
GANGI YKKUR VEL.
Hægt að nýta meðal annars
24. apríl 2017 …í réttri stærð!
24. apríl 2017 veirur og bakteríur
Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur. Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur. Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, nearpod-kynning, spurningar til að svara og verkefni við hæfi. Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.
nearpod-kynning sem er eingöngu glærur en ekki verkefni: TZDMK
- Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Vísindavefurinn
- Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Vísindavefurinn
- Fleiri bakteríur í ….
- Bakteríur og þróun spendýra!
Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.
glærur í nearpod: TZDMK
- Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?
- Stærðir!
- Skoðum uppbyggingu veira.
- Eru þær lifandi?
- Lærum um hvernig bakteríuveira fjölgar sér.
- Berum saman lífsferla veira og baktería.
- Rifjum upp hvað er dreifkjörnungur, frumuveggur og dvalargró.
- Skoðum flokkun baktería.
- Gera bakteríur gagn?
- Tengjum veirur og bakteríur við erfðatækni.
- Hvað er og hvernig virkar penisillin?
Skoðum myndbönd af netinu.
- Hættulegasta veira í heimi?
- Skæðari en talið var………ruv.is
- Útbreiðsla Zika …… visir.is og meira hér……..iflscience
- Hvað er ebóluveira?
- Sýkingavarnir
- þróun ebólu um ebolu og meira til
Nýjasta nýtt!! Veirur sem ráðast á bakteríur……….ifls
Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.
Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur
2.1 Bakteríur lifa alls staðar
- Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
- Hvað er þörungablómi?
- Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
- Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
- Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
- Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
- Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
- Skrifaðu um svarta dauða.
- Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?
2.2 Bakteríur í þjónustu manna
- Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
- Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
- Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
- Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
- Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?
- Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
- Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
- Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
- Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
- Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
- Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?
19. apríl 2017 Einkenni lífvera.
Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.
Við munum skoða gróður og dýr.
Greinum tré og fugla.
Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.
Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….
- skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.
- gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
- athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins
Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert?
Tíminn í dag byrjar inn á að skoða fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera. Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.
18. apríl 2017 Flokkun lífvera
Nýr hlekkur – líffræði
Í þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur– áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.
Í tímanum í dag gerum við hugtakakort jafnframt upprifjun um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.
Vísindaleg flokkun á Wikipedia
A Capella Science “The Surface Of Light” (Lion King Parody) Live
18. apríl 2017 Æxlun
Fyrirlestrartími og umræður.
Fjölgun lífvera fer fram með æxlun. Nokkur hugtök:
Kynlaus æxlun
Vaxtaæxlun
Klónun
Kynæxlun
Karlkyn og kvenkyn
Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
Samruni litninga úr tveimur einstaklingum – Okfruma
- æxlunarfæri karla og kvenna,
- tíðarhringur,
- frjóvgun,
- kynfrumur helstu einkenni og sérstaða
- getnaðarvarnir
- meðganga
- stofnfrumur
19. maí 2016 fugla hvað?…
FUGLAR.
HÖLDUM ÁFRAM MEÐ UMFJÖLLUN UM FUGLA.
Opnum fuglavefinn.
SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.
og svo er hægt að prófa að flokka…. og aðeins meira hér
Gleðilega páska
Gleðilega páska
6. apríl 2017 Tungufellsdalur
Siðasti tími fyrir páskafrí. Nýtist í að blogga feitt um þennan hlekk.
Má gera hugtakakort í tölvu, gera hugtakalista,
skilgreina og skila flottri samantekt.
6. apríl 2017 Kynningar
Nú er ekki seinna vænna en klára kynningar um orkukosti.
Páskafrí framundan.
6. apríl 2017 Ritgerð
Síðasti tíminn fyrir páskafrí.
Verðum í tölvuveri og þeir sem eiga eftir að skila ritgerða nýta tímann í að klára.
Aðrir geta bloggað um hlekk 6,
gert flott hugtakakort í tölvu,
fundið fréttir og fróðleik sem tengist umfjöllunarefninu.
5. apríl 2017 Jörðin II
Byrjum á að laga hugtakakortið úr þessum hlekk. Svo er upplagt að horfa á Earth II (fyrsti þáttur á sarpinum) þáttinn um eyjar. Gerum krossglímu og ræðum um Madagaskar og Galapagos. Kíkjum á fréttir og forvitnilegt. Munið svo að ritgerðum á að skila á morgun.
4. apríl 2017 Jörðin…
Þeir fáu nemendur sem ekki eru á æfingum fyrir leiksýningu kvöldsins munu slaka á og horfa á Earth II (fyrsti þáttur á sarpinum) þáttinn um eyjar. Gerum krossglímu og ræðum um Madagaskar og Galapagos.
4. apríl 2017 Leiksýning
Sýning á Draumahöllinni fyrir nemendur í nágrannaskólunum.
3. apríl 2017 Dans
Síðasti danstíminn í vetur.
3. apríl 2017 Þema Hvítá og umhverfið
Framtíð …
…Þingvalla
…Geysissvæðisins
…Kerlingafjalla
Hvað er
LOKAMAT – próf
Seinnihluta maímánaðar verður lokapróf í náttúrufræði. Prófafyrirkomulag er nýtt og hafa nemendur ekki tekið þátt í svipuðu verkefni áður í skólanum. Það verður kynnt vel og nemendur fá að sjá sýnidæmi og spurningar.
Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef. Nemendur hafa aðgang að tölvuveri og spjaldtölvum. Þetta er einstaklingsverkefni. Miðað er við að prófið sé skriflegt og á að skila til kennara í lok tímans. Ef nemendur vilja skila munnlega verður að ákveða það a.m.k. degi fyrir prófdag. Þegar nemendur mæta í próf draga þeir spurningar úr ákveðnum flokkum. Allir verða að draga eina spurningu úr hverjum flokki en þeir eru sjö alls. Nemendur eiga að svara fimm spurningum og geta því valið fimm af sjö en sleppt tveimur.
Eftirfarandi er haft til viðmiðunar í spurningum:
Að nemendur geti….
- útskýrt hvernig tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni.
- rökstutt afstöðu sína og niðurstöður af aðgerðum er varða náttúru og samfélag.
- metið og greint upplýsingar um vísinda og tækniþróun
- úrskýrt áhrif tækniþróunar á daglegt líf fólks
- tekið afstöðu til siðferðilegra þátta
- beitt algengum hugtökum og heitum náttúrugreina í ólíku samhengi
- útskýrt texta um náttúrufræði, umorðað hann, tjáð sig og túlkað myndefni.
- nefnt dæmi í umhverfi sínu og gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru.
- gert grein fyrir eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélagsins og útskýrt með dæmum.
LOKAMAT – tilraun
Með tilraunum og skýrslugerð eru nemendur þjálfaðir í vísindalegri vinnu. Nauðsynlegt er að temja sér góðar umgengnisvenjur, einbeitingu, öguð vinnubrögð og hæfni til samstarfs. Það þroskar nemendur og undirbýr þá fyrir líf og störf.
Nemendur í Flúðaskóla hafa framkvæmt margar tilraunir bæði stórar og smáar og oft skilað greinargerðum og einnig skýrslum samkvæmt kúnstarinnar reglum. Því er upplagt að leggja upp með tilraun og skýrslugerð sem hluta af lokaverkefni.
Athugunin verður framkvæmd nú í lok apríl og á að skila skýrslu viku síðar. Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi. Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð. Áherslur koma fram á þessu matsblað sem haft verður til viðmiðunar. Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.
LOKAMAT – rannsóknarverkefni
Vísindavaka er góð leið til að fá nemendur til að yfirfæra þekkingu sína í náttúrufræðum á hversdagsleg fyrirbæri og hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms. Nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.
Það er hefð fyrir því í Flúðaskóla að nemendur taki þátt í vísindavöku og eru fyrstu vikur ársins nýttar til þess. Því hafa útskriftarnemar tekið þátt í slíku a.m.k. tvisvar á jafnmörgum árum og fengið leiðbeinandi umsögn.
Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum matslista. Nemendur framkvæma og útskýra eigin athuganir, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn. Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, vísindaleg vinnubrögð, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.
Verkefnið verður unnið á tveimur vikum í byrjun árs og er það fyrsta af lokaverkefnunum. Meginþema verður náttúra og samfélag og er gott að hafa að leiðarljósi að niðurstöður geti nýst nærsamfélaginu.
Hæfniviðmið skólaárið 2016-2017
LOKAMAT
Í nýrri aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni.
Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D. A lýsir framúrskarandi hæfni, B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem nemandi uppfyllir ekki hæfniviðmið í C.
Lokamat er staða nemendar í námsgrein við lok skólagöngu. Þetta er samræmd einkunnagjöf og byggir á matsviðmiðum sem koma fram í námsskrá en eru ekki tölur, normaldreifðar eða hlutfallseinkunnir. Námsmat í vetur hefur tekið mið af hæfniviðmiðum og verið fjölbreytt leiðbeinandi mat (kennara, samnemenda, sjálfsmat) byggt á matslistum. Lokamatið er ekki byggt á meðaltali verkefna vetrarins.
Samkvæmt námskrá er skólum gefið nokkuð frelsi til að framkvæma námsmat en mikilvægt er að nota fjölbreyttar aðferðir við söfnun gagna og fá sem gleggstar upplýsingar um hvar nemandi stendur við lok grunnskólagöngu. Nánari upplýsingar um námsmat við lok grunnskóla er hægt að finna á vef menntamálastofnunar.
Lokamat í náttúrufræði í Flúðaskóla þetta vorið er fjórþætt og verður framkvæmt á síðustu vikum skólaársins. Notuð eru skýr viðmið og nemendur fá afhenta matslista í byrjun sem gott er að hafa til hliðsjónar. Þar kemur fram hvaða matsþættir eru skoðaðir í hverju verkefni.
Byrjað verður á námsmatsverkefnum í byrjun sumars þann 24. apríl n.k. og lokaskil verða mánuði síðar 23. maí. Nákvæmar dagsetningar verða settar inn síðar þar sem miðað er við að samræma vel lokaverkefni í öllum fögum til að dreifa verkefnum.
Dagatal fyrir apríl og maí. Verkefni og skiladagar.
Nánar um hvert verkefni:
LOKAMAT – hugtakakort
Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.
Einstaklingsvinna. Nemendur hafa fengið þjálfun í gerð hugtakakorta enda skólinn í þróunarverkefninu Orð af orði þar sem hugarkort hafa verið kennd og notuð. Auk þess hefur hver hlekkur í náttúrufræðinni síðustu þrjú ár byrjað á hugtakakortum. Því er ákveðið að allir nemendur vinni og skili vel útfærðu korti sem gert er í kringum eitt valið hugtak. Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu. Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu, umræður og kortið hengt upp.
Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar
Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):
Gerfiefni | Fruma | Eðlismassi | Jarðvegseyðing |
Vatn | Lífhvolf | Sjávarföll | Rafsegulróf |
Efnahvörf | Náttúruvernd | Bylgjur | Rafmagn |
Úthljóð | Ljóstillifun | Náttúruval | Frumbjarga |
Segulsvið | Endurnýting | Úrgangur | Sjálfbærni |
Frumefni | Varmi | Lotukerfi | Jarðvegur |
Lífvera | Smitsjúkdómar | Vistheimt | Hafstraumar |
Vistkerfi | Hringrásir efna | Okfruma | Eldgos |
Líftækni | Auðlindir | Búsvæði | Þyngdarkraftur |
Jarðhiti | Þróun | Tegund | Gróðurhúsaáhrif |
AVATAR
Við notum tímana í þessari fyrstu skólaviku á nýju ári til að horfa á Avatar.
Ný aðalnámskrá leggur áherslu á sjálfbærni sem grunnþátt menntunar. Nemendur eiga að geta horft til framtíðar, vita að allir eru ábyrgir og því þarf að þekkja og skilja náttúruna. Þá fyrst er hægt að takast á við ágreiningsefni og álitamál. Mörg hæfniviðmið ólíkra greinasviða eru tengd þessu og miða að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál og efla gagnrýna hugsun, gildismat og rökræður. Ágæt leið til að nálgast þessi viðmið er að horfa á kvikmyndina Avatar og spyrja spurninga sem skapa umræður.
Kennari er ekki á svæðinu en áður en sýningar hefjast vil ég að þið skoðið eftirfarandi vel.
Avatar gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Á Pandóru býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Þetta eru friðsamar verur sem lifa í sátt við umhverfi sitt og sýna náttúrunni virðingu. Þetta er hefðbundið þema – ást og græðgi – vondir menn og gott fólk.
En það er líka verið að fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbæra þróun og náttúruauðlindir.
Við horfum á myndina í gegnum sérstök gleraugu 😉 og höfum í huga stjörnufræði, eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði.
Tenglar og myndbönd
- Avatar og raunveruleikinn! Frétt um báxít-vinnslu í Niyamgiri-fjalli á Indlandi.
- Pandora Discovered stutt kynning á tunglinu Pandora.
- Pandorapedia heimasíða með ítarlegum upplýsingum um flóru og fánu á tunglinu Pandóra, meira að segja tungumál og þýðingar.
- wikia-movies með ýmsum upplýsingum
- Er möguleiki á að finna tungl eins og Pandora? grein frá Center for Astrophysics frá Harvard-Smithsonian
- Á space.com er grein þar sem velt er upp hvað getur staðist vísindalega og hvað ekki.
- Stutt myndband á news.discovery.com Avatar: Science Behind Pandora
- Naturalnews frétt um myndina
- Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna? spurning og svar af vísindavef HÍ.
- Listi með fleiri bíómyndum um ævintýri í geimnum
- Avatar – lífið á Pandora Harvard Education …….
- tæknin og myndin………space.com……discovery news.
- Unobtanium
Mögulegar og ómögulegar ????
sem koma upp í hugann á meðan að myndin rúllar….
… hvenær gerist myndin?
… hvernig er lofthjúpurinn samsettur? er súrefni? er eldur?
… eftir hverju eru mennirnir að slægjast á Pandóru?
… hverjar eru eiginlegar auð lindir tunglsins?
… hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?
… svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á Jörð? … Hvað er líkt og hvað ólíkt?
… hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?
… hve langt er til Pandóru frá Jörðinni?
… hver er munur á tungli, reikistjörnu og sól?
… er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?
Lykilhugtök……..
…vistkerfi……sjálfbærni…..stjörnulíffræði……auðlindanýting……lífbreytileiki……vistspor…….
og fyrir kennara:
- Kennsluhugmyndir og verkefni The Global Avatar Project
- The Henry Ford verkefnasafn og kennsluhugmyndir tengdar myndinni
Skýrslur
Skýrslur
Hér eru leiðbeiningar um skýrslugerð
…. frá MH
… frá FS
og frá Flúðaskóla:
Framkvæmdadagur |
Nafn tilraunar |
Hópur Nafn höfundar Samstarfsmenn |
Inngangur (markmið):
- Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina.
- Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunnar.
- Fræðileg umfjöllun.
- Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér.
Passa upp á heimildir.
Framkvæmd:
- Áhöld og efni: Hér eru talin upp þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar
- Vinnulýsing: Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar og hvernig áhöldin eru sett upp. Athugaðu að vinnulýsingin á ekki að vera nákvæm endurritun á leiðbeiningum vinnuseðils.
Niðurstöður:
Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.
- Reynið að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, Nota skal töflur og línurit eins og kostur er, sömuleiðis eiga allir útreikningar að koma fram undir þessum lið, ásamt þeim stærðfræðilegu formúlum sem notaðar eru við útreikninganna.
- Svör við spurningum – ályktanir
- Hér skal svara þeim spurningum sem kunna að vera á vinnuseðli.
- Hér skal greina frá hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum tilraunarinnar og hvernig/hvort markmiði hafi verið náð.
- Ef eitthvað hefur farið öðruvísi en búist var við er reynt að útskýra hversvegna.
Heimildir:
Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.
Undirritun:
Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.
- Hvar og hvenær skrifað
- Undirskrift þess/þeirra sem skrifa skýrsluna⨪
Ritgerð
Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.
Hvað er heimildaritgerð?
• Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
• Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.
• Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
• Þú verður að gera minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.
Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
• Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.
• Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
• Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um. Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
• Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni. Ekki vitna í heimildir í inngangi.
• Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.
Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
• Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
• Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.
Hvað er lokaorð/niðurlag
• Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
• Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.
Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.
Beinagrindur rafbók
Hvernig á að skrifa góða ritgerð?
Heimir rafbók
Ritgerðarvinna
Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.
Hvað er heimildaritgerð?
• Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
• Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.
• Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
• Þú verður að gera minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.
Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
• Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.
• Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
• Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um. Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
• Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni. Ekki vitna í heimildir í inngangi.
• Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.
Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
• Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
• Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.
Hvað er lokaorð/niðurlag
• Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
• Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.
Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.
Beinagrindur rafbók
Hvernig á að skrifa góða ritgerð?
Heimir rafbók