Vefsíðan verður ekki uppfærð og nýtt í náttúrufræðikennslu þetta skólaár.
Vefsíðan verður ekki uppfærð og nýtt í náttúrufræðikennslu þetta skólaár.
Síðasta hlekk skólaársins er lokið. Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.
Skólastarfið hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti. Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki. Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum.
Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.
Sumarkveðja
Gyða Björk
Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.
Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins.
Og nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans.
Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.
Dagur jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1970 í Bandaríkjunum og síðan þá hefur 22. apríl verið dagur umhverfisfræðslu um allan heim. earthday.org Hér má sjá þróunina í sjónum frá 1970 – 2018 Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar.
Þemað í ár er plastmengun. #plasticpollution Rökin fyrir valinu er hægt að sjá hér í pistli frá Guðrúnu Bergmann sem birtist á mbl.is
Plöntum trjám … í tilefni dagsins
Hvernig segjum við til hamingju með dag Jarðar á hinum ýmsu tungumálum!
Afrikaans: Gelukkige Aard Dag
Arabic: Yawm El-Ard (Arabic Letters) يوم الأرض
Dutch: Tag Der Erde
Bulgarian: Den Na Zemyata….………. og meira hér
Hér er hægt að skoða eigin plastnotkun plastic-calculator/ og gera heit um að minnka notkun plastumbúða.
Planet pals – skemmtilegur vefur.
Allir hópar vinna í sýnum verkefnum.
Sjáumst í næstu viku og á fimmtudag þ.e. þann 8. mars ætlum við að klára myndirnar og skila inn á padlet.
19. febrúar – 6. apríl 2018
Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi. Til dæmis koma við sögu Heklueldar, Þjórsárver og Fjalla-Eyvindur.
Við skiptum þessu niður á 5 vikur. Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn eftir páska.
Nemendur í 10. bekk unnu svipað verkefni þegar þeir voru í 8. bekk og því munu þeir víkka sjóndeildarhringinn og fjalla um sérstöðu Íslands út frá áðurnefndum áhersluþáttum og skerpa á umhverfi, skipulagi og auðlindum með sjálfbærni að leiðarljósi.
Hæfniviðmið að nemandi geti
unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tökum gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því,
skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta
Næstu vikur – fram að páskafríi leggjum við áherslu á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.
Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.
Við skiptum þessu niður á 5 vikur. Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.
Nemendur í 10. bekk taka fyrir svipaða þætti en horfa víðara og skoða allt Ísland og tengja við þessi sömu fræði.
Hopandi íshellur og hækkun sjávar visir.is
Örplast í íslensku vatni mbl.is
windy.com lægðin í beinni
Nýtt – Ísland og samsung mbl.is MYNDBAND
Gamalt – Sigurrós Hoppípolla Planet Earth
National Geographic Photo of the Day – best of January 2018
Metan sem ökutækjaeldsneyti visir.is
Valentínusarmynd NASA:
SpaceX visir.is spacex.com bein útsending frá Tesla car in space
Bitcoin gröftur visir.is
Svangir hvítabirnir mbl.is
Hönnun – nýsköpun hjá IKEA visir.is
Skóli og atvinnulíf vísir.is
facebook Science Insider
Úps………..fellum tré! facebook
9. flokkur bikarmeistarar TIL HAMINGJU DRENGIR viðtal við Eyþór Orra karfan.is
DNA greiningar í íslenskum lögreglurannsóknum visir.is
Kraftar náttúrunnar í myndum – árið 2017 mbl.is
Hvað ef kóralrifin í hafinu myndu hverfa? fb
Aldursgreining hælisleitenda visir.is
Stjörnufræði-dagatal ársins 2018 fb
Áhrif Holuhrauns-gossins á umhverfið mbl.is
Árið 2050 spá um meira plast í sjónum en fiska buisness insider
og myndband sem upplýsir um málið world economic forum
Nefúði við spilafíkn mbl.is
Ofurmáni Stjörnufræðivefurinn
Ofurmáni myndir mbl.is
Plastmengun mbl.is
Loftmengun- fresta landsleik visir.is
Blásýra Praljak mbl.is
Líf í geimnum fb Science Insider
Skotvopnanotkun í geimnum fb Science Insider
Hvað er í fréttum?…
…Jarðskjálftar á Íslandi veðurstofan
…Ketill í Öræfajökli veðurstofan
…Öræfajökull málefni á mbl.is
Eitt og annað ……
…MH sigraði í Boxinu mbl.is og meira um Boxið hjá Háskólanum í Reykjavík
…nýsköpun frá Interesting Engineering
… erfðafræði! Evo-Devo (Despacito Biology Parody) | A Capella Science
…kæruleysi í kynlífi mbl.is
…Viral Style – Chemistry Periodic Table Wall Clock
…google earth og furðuleg fyrirbæri viral thread
…What happens when you crack your joints?
5 facts icelandic soccer heavy.comMagnað efnahvarf FB buzzfeed nifty science
Eldar í Kaliforníu mbl.is
Sólúr FB
Sáðfruma leynir á sér iflscience.com
Spider silk FB Science Nature Page
Asparglytta áberandi mbl.is
Gel inn – plástur út hvatinn
Grænland og hækkun yfirborðs sjávar Washington Post
Loftslagsbreytingar…..the guardian
Lítill fiskur veldur heilabrotum…..mbl.is
extinction blog ………. tegundir sem hafa dáið út – myndband
Ný tækni – ávextir ferskir í 1000 daga!? ……. tech news
Síðasta hlekk skólaársins er lokið.
Skólastarfið hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti. Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði. Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun. Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.
Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar.
Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla,
hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.
Sumarkveðja
Gyða Björk
ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM. SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT INN Á PADLET –>>>>>
SKYLDUVERKEFNI:
GÓÐA SKEMMTUN!
Fjölbreytileiki lífvera.
Kennari ekki á svæðinu en þið vinnið saman í hópum. Farið út og takið myndir af fjölbreytileika lífveranna. Flokkið lífverur, merkið myndir og skellið inn á FB hópinn. Sömu hópar og voru í bakteríu/veiru verkefninu í byrjun hlekks. Gangi ykkur vel í blíðunni.
Hér eru leiðbeiningar um skýrslugerð
…. frá MH
… frá FS
og frá Flúðaskóla:
Framkvæmdadagur |
Nafn tilraunar |
Hópur Nafn höfundar Samstarfsmenn |
Inngangur (markmið):
Passa upp á heimildir.
Framkvæmd:
Niðurstöður:
Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.
Heimildir:
Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.
Undirritun:
Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.