Maí 2018 Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

9. maí 2018 Útiáskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

  • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

  • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

  • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á padlet  

GANGI YKKUR VEL.

3. maí 2018 Plöntugreining

Kennari ekki á svæðinu en þið reddið ykkur. Unnið í spjaldtölvum.

Fyrst er að skoða vel Plöntuvefinn fræðast um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun Hvaða plöntur þekkir þú?

Þá er upplagt að skella sér út.

Verkefnið er myndasprettur og hugtökin sem unnið er með eru tengd plöntum/plöntuhlutum/plöntugreiningu.

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…a.m.k. þrjú hugtök sem tengjast plöntum og plöntugreiningu 

…túlkaðu og/eða táknaðu.

…15 sek. fyrir hvert hugtak. 

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 3 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka“ við 3 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

24. maí 2017 Ferðasprek ofl. fínt

Byrjum tímann á að skoða afrakstur gærdagsins.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Síðan tekur við stöðvavinna sem dreifist á nokkra daga, en fínt að byrja í dag ef tími er til.

Pælum í fortíð og framtíð.  Framkvæmum, sköpum og skipuleggjum.

Áherslur á…

  • …náttúrulega ferla, hringrásir efna og flæði orku.
  • …framleiðslu, dreifingu og nýting orku.
  • …þarfir lífvera í vistkerfum og samspil manns og náttúru.

8.-17. maí 2017 Náttúrulífsmynd

Hópar ákveðnir  – upplýsingar finnið þið hér á padlet.

MUNIÐ AÐ HAFA Í HUGA VINNUFERLIÐ.  GÆTI VERIÐ:

  1. HUGMYNDAVINNA

  2. HANDRIT – RISSA UPP SÖGUBORÐ – ATBURÐIR

    1. KYNNING

    2. ATBURÐARÁS

    3. NIÐURLAG

  3. UNDIRBÚNINGUR – SVIÐSMYNDIR – TÖKUR – BÚNINGAR – HLUTVERK – VIÐMÆLENDUR

  4. FRAMKVÆMD – TÆKNISNILLINGAR (HLJÓÐ, LÝSING, SJÓNARHORN)

  5. EFTIRVINNSLA – KLIPPING, HLJÓÐ, TEXTAR

  6. ÚTGÁFA SÝNING.

3. maí 2017 Úti áskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

  • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

  • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

  • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á FB-HÓPINN.  

GANGI YKKUR VEL.

26. apríl 2017 Verkefnavinna í skóginum

Byrjum á að ræða dag jarðar.
Síðan tekur við  verkefnavinna í skóginum.
  • Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera. 
  • Skoðum sérstaklega skógarbotninn.
  • Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)
  • orð náttúrunnar
  • Rifjum upp frá því í haust.
  • Pælum í ýmsum hugtökum:
  • Hvað er einföld lífvera?  En flókin?
  • Skoðum skipulagsstig.
  • Leikir og spjall.