Category Archives: Fréttir 10. bekkur
14. nóvember 2017 Lokum öðrum hlekk.
Síðasti tíminn í hlekk 2 (og eini þessa viku – menningarferð og skákmót)
Skoðum áherslur, blogg og fréttir.
Umræða um námsmat og næstu vikur.
Evo-Devo (Despacito Biology Parody) | A Capella Science
13. nóvember 2017 Menningarferð
Menningarferð til höfuðborgarinnar.
9. nóvember 2017 Könnun og blogg
Nemendur ljúka könnun frá því á þriðjudag og skila.
Hægt að nota tímann í tölvuveri og gera samantekt fyrir 2. hlekk.
Efnafræðisveifla byrjar í næstu viku.
6.-9. nóvember 2017 Umræðufundur
skipulag vikunnar:
Byrjum á að klára umræðuverkefni síðustu viku.
á morgun verður Afhent könnun sem á að skila aftur sem fyrst……. í síðasta lagi á fimmtudag.
Fimmtudagurinn nýtist í að gera upp þennan hlekk og skila inn á bloggið.
Nýr hlekkur byrjar í svo í næstu viku. Þar sem við rifjum upp efnafræði frá 8.bekk og bætum við….
- áhersla á að stilla efnajöfnur
- hraða efnahvarfa – útvermið og innvermið
- sýrustig – sýrur og basa
2. nóvember 2017 Undirbúningur fyrir umræður
24. október 2017 Erfðfræði-stöðvavinna.
Ótrúlega margt í boði – sumt sama og síðast en líka nokkuð af nýjum spennandi stöðvum sem tengjast blóðflokkum. Vandaðu valið og mundu að skila á blogginu.
- Lítil spjöld – hugtök og skilningur – spurningaleikur
- Lifandi vísindi nýjasta tölublaðið 11/2017 fullt af spennandi fréttum t.d. Verksmiðjuframleitt blóð bls. 11, Genaklippur bls. 21 og Rækta ofurdýr bls. 39……..svo má kíkja í eldri blöð eins og 12/2014 Erfðavísar eða 8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
- Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
- Tölva – ríkjandi og víkjandi , baunir Mendels í stuttu myndbandi – gera orðalista ensk/íslenskt.
- Verkefnahefti – erfðafræði
- Connect four ——————————–>
- Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
- Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
- Tölva – erfðafræðihugtök
- Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance – FCS Biology
- Sjálfspróf – upprifjun 4-2 og 4-3 Maður og náttúra
- Verkefni paraðu saman – punnett squares -og hér og hér og jafnvel hér
- Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum – krossglíma
- Tölva – DNA myndun
- Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
- Tölva – genetics 101
- Tölva – réttur blóðflokkur! – blóðgjafaleikurinn
- Verkefni – kynbundnar erfðir
- Tölva – fræðslumynd
Kahoot erfðafræði 1 og erfðafræði 2
23. október 2017 Mannerfðafræði
Skoðum kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir
Blóðbankinn
Má B gefa A?
Mistök!
Komið að kyntengdum erfðum. Leysum þrautir því tengdar.
Gerum upprifjanir í bókinni.
Og fréttir og fróðleikur…
19. október 2017 Erfðafræði á Dal
Verðum í tölvuveri og festum í sessi lögmál erfðafræðinnar.
Hægt að skoða hlekki sem hafa verið kynntir í síðustu færslum.
Ef þið viljið takast á við strembnara – æfa ensku hugtökin þá er….
virtual lab
spurningarleikur flæktur í körfubolta……
Drag and drop,
Létt kahoot í lok tíma
17. október 2017 Erfðafræði frh.
Kennari ekki á svæðinu en þið hjálpist að og vinnið í verkefnablöðum sem búið er að afhenda. Til stuðnings er
- Nearpod-kynning erfðafræðihugtök og lögmál erfðafræðinnar.
- Bækur í stofu Maður og náttúra (hægt að gera sjálfspróf 4-1 og 4-2)
- skoðað myndbönd og gera krossglímur eða glósa.
- erfdir.is
- flipp flipp
- videóglósur frá Gauta Eiríkssyni 4-1 4-2 reitatafla
- khan academy
- LearnGenetics
Og ef þetta er ekki nóg fyrir tvöfaldan tíma þá er hér verkefni um ríkjandi eiginleika sem bekkurinn getur leyst í sameiningu,
Lögmál erfðafræðinnar
12. október 2017 Erfðafræði á Dal
10. október 2017 Lögmál og hugtök í erfðafræði
ÁFRAM ERFÐAFRÆÐI Í DAG.
SKOÐUM LÖGMÁL.
HUGTÖK EINS OG:
RÍKJANDI OG VÍKJANDI
SVIPGERÐ OG ARFGERÐ
ARFHREINN OG ARFBLENDINN
KÍKJUM Á NOKKRAR STAÐREYNDIR UM ERFÐIR
STUTT VERKEFNI Í GAGNVIRKUM LESTRI
Verkefnavinna
SKOÐUM NEMENDABLOGG, FRÉTTIR.
9. október 2017 Erfðafræði
Fyrirlestur erfðafræðihugtök og lögmál erfðafræðinnar.
Glósuvinna og hugtakakort.
Skoðum myndbönd og fréttir…..
… erfðavísindi hjá Lifandi vísindum
erfdir.is kennsluvefur í erfðafræði
5. október 2017 Frumulíffræðin rifjuð upp á Dal
Fínt að nýta þennan tíma í tölvuveri til að skoða tölvustöðvar sem voru í boði í síðustu stöðvavinnu. Margt mjög fróðlegt um frumu og frumuskiptingar.
3. október 2017 Stöðvavinna – upprifjun frumulíffræði
Stöðvavinna upprifjun frumulíffræði
-
Tölvur – cells alive
-
Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
-
Tölva – flipp um frumukenningar ofl. flokkun lífvera horfa og gera krossglímu.
-
Verkefni – Þú ert meira en þú heldur stærðfræði í bland við líffræðina.
-
Smásjá – plöntufruma
-
Verkefni – frumulíffræði
-
Tölva –cell game
-
Tölva cell games og animal cell game
-
Tölva – cellsalive hve stór er? stærðir (ipad-vænt)
-
Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
-
Tölva – Er allt gert úr frumum?
-
Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
-
Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
-
Tölva – Frumuskipting.
-
Tölvur – DNA afritun
-
Módel af frumu – vinna með leir og læra frumulíffærin
-
Rannsóknarvinna í smásjá – sæðisfrumur úr nauti
2. október 2017 Hlekkur 2 byrjar með upprifjun
Fyrirlestur um frumur – upprifjun á námsefni frá því í 8. bekk
og leggjum áherslu á frumuskiptingu.
nearpodkynning XKOJZ
28. september 2017 könnun
Könnun úr námsefninu – ég ber ábyrgð/hvað get ég gert og einnig úr CO2 heftinu sem við notuðum í lesskilningsþjálfun í síðustu viku. Þið byrjuðuð á þriðjudag og nú er að klára með stæl.
Hjálpargögn eru hin ýmsu……t.d…………..
…. bækur sem liggja frammi – Maður og náttúra
….heftið hans Einars Sveinbjörnssonar um CO2
….veraldarvefurinn og þá bendi ég sérstaklega á ýmsar slóðir sem ég hef sett inn á heimasíðuna síðustu vikur
og svo má spjalla saman og hjálpast að.
Miðum við að hún klárist í þessari viku og allar upplýsingar eru hér inn á padlet.
Velja fjórar ? til að svara, senda svo til kennara gydabjork@fludaskoli.is og muna að merkja könnun 28.9.2017
Það má nota öll hugsanleg gögn til að leita lausna.
Ég bið samt um að þið skilið hvert um sig, senda lausnir í tölvupósti eða deila skjalinu með mér – subject könnun 28.9.2017
Gangi ykkur vel:)
26. september 2017 Umræður – verkefni – blogg og könnun
Margt í boði í dag.
Byrjum á naflaskoðun og umræðu um kynningar gærdagsins.
Gerum stutt verkefni úr námsefninu Framtíðin í okkar höndum.
Ræðum myndina sem horft var á í fyrra Before the flood-trailer og rifjum upp
Skoðum nemendablogg.
Seinni tíminn verður í tölvuveri þar sem þið byrjið á könnun úr þessu námsefni. Miðum við að hún klárist í þessari viku og allar upplýsingar eru hér inn á padlet.
25. september 2017 Kynningar
Í boði verða frábærar kynningar sem tengjast samspili manns og náttúru.
19. september 2017 framhald á ég ber ábyrgð
Nú er lokatíminn til að klára verkefnið Ég ber ábyrgð. Höfum tölvuverið til afnota.
Kynningar klárar, gott að æfa sig og munið að skoða vel matslistann.
14. september 2017 í tilefni af degi íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru verður næsta laugardag 16. september.
Ræðum um íslenska náttúru með áherslu á fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.
Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.
Plöntuvefsjá
Flóra Íslands
Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga
Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu
14. september 2017 Líffræðilegur fjölbreytileiki
Nokkrir í fríi í dag – réttarstemning í sveitinni.
Upplagt að nýta tímann til að skoða fróðleik um líffræðilegan fjölbreytileika (lífbreytileika)
- Hvað er líffræðilegur fjölbreytileiki? ..og nákvæmari útskýring hér
- Vefur Umhverfisstofnunar Evrópu Skoðaðu vefinn. Hvað finnur þú um líffræðilegan fjölbreytileika – bara skoða og hugsa – ekki svara skriflega.
- Alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika -eða Áratugur lífbreytileika.
- Af hverju er lífbreytileiki mikilvægur?
- Þegar hingað er komið átt þú að geta svarað því hvort líffræðilegur fjölbreytileiki er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að hafa áhyggjur af?
- Hvernig getur þú tengt Þjórsárver og það sem þú hefur lært um þau við umræðuna um líffræðilegan fjölbreytileika?
- Myndband um líffræðilegan fjölbreytileika Eftir að hafa skoðað myndina – hvað fannst þér merkilegast?
12. september 2017 Ég ber ábyrgð
Verkefni þessarar viku og næstu……….ég ber ábyrgð.
Samskipti manns og náttúru hafa verið í brennidepli hjá okkur.
Nú fá hópar ákveðin viðfangsefni sem þeir útfæra og kynna fyrir hinum.
Þið leggið höfuð í bleyti – hvernig ber einstaklingurinn ábyrgð?
Kynning má vera á fjölbreyttu formi, en munið að tímamörk eru lok næstu viku.
Ýmsar bækur og blöð í boði í stofu og svo er veraldarvefurinn opinn 😉 og ekki gleyma færslum síðustu vikna hér á heimasíðunni.
12. september 2017 Loftslagsbreytingar.
Við skoðum mynd um loftslagsbreytingar og svörum laufléttum spurningum. Þessi mynd fylgir námsefninu sem Einar Sveinbjörnsson á veðurvaktinni hefur haft umsjón með. Vegleg vefsíða með ýmsu efni.
Vindum okkur svo í gagnvirkan lestur úr CO2 heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar. Unnið í hópum og styðjumst við aðferðarfræði sem er kynnt á vef Orð af orði
11. september 2017 Maður og náttúra
Þessa viku ræðum við um aukin gróðurhúsaáhrif, þynningu ósonlags, öfgar í veðurfari, loftmengun, ofauðgun og fleira sem ógnar jörðinni vegna áhrifa mannsins.
Byrjum á að skoða
Jörð í hættu!? – Geta til aðgerða
Skoðum vefsíðu Einars – Framtíðin í okkar höndum
Hvaða lausnir eru í sjónmáli?
HOME mynd frá 2009 trailer með íslensku tali á nams.is
Skoðum líka ýmsar fréttir i….
og svo er auðvitað sjálfsagt að kíkja á frábærar bloggsíður nemenda.
7. september 2017 Hringrásir efna og orkuflæði
Tungufellsdalur
Hringrásir efna og orkuflæði.
Einstaklingsverkefni í tölvuveri. Þið megið velja eitt eða fleiri.
Óskað er eftir góðum svörum, útskýringum, myndum og dæmum.
Skil í lok tíma 😉 inn á bloggsíðu – verkefnabanka.
Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis. Finndu myndir til stuðnings.
Gerðu fæðupýramíða og lýstu orkuflæðinu eftir því sem ofar dregur. Nefndu dæmi um vistkerfi og lífverur.
Lýstu nokkrum fæðukeðjum, segðu hvaða lífverur eru fremstar, nefndu dæmi um nokkra toppneytendur og útskýrðu af hverju toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna.
Hvaða hætta steðjar að kóralrifjum á jörðinni.
Hægt er að nota bókina Maður og náttúra og tengla sem hafa verið settir inn á færslur síðustu vikna.
5. september 2017 Ljóstillifun og bruni.
Stöðvavinna
Ljóstillifun og bruni
- Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
- Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
- Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
- Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
- Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
- Lesskilningur – vistkerfið
- Kolefni skolen i norden
- Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
- Inquire into life – photosynthesis bls. 134
- Yrkjuvefurinn – tölvustöð
- Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
- Orð af orði – krossgátur, orðarugl ofl.
- Lifandi vísindi.
Blue planet in danger smáforrit í spjaldi.
4. september 2017 Vistkerfi
Byrjum á að klára kynningar á danmerkurverkefninu
FYRIRLESTUR, UMRBÆÐUR OG VERKEFNI
Ræðum um vistkerfi og samspil lífvera og lífvana umhverfis. Förum yfir nokkur hugtök sem þarf að hafa á hreinu. Fjöllum sérstaklega um líffræðilega fjölbreytni og náttúruval.
Skoðum skóga á Íslandi, helstu gróðurlendi og stöðuvötn.
ræðum um mikilvægi hafsins sem stærsta vistkerfisins og hvernig ósnortin náttúra er í hættu.
Ramsarsamingur votlendi á Norðurlöndunum
Stefnumörkun um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi
31. ágúst 2017 Fyrsti bloggtíminn
Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.
Umfjöllun er Danmerkurferð. Ræða lífríki, jarðfræði, umhverfisvitund………eða það sem ykkur finnst markvert. Endilega að deila með öðrum myndum og minningum.
Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!
Gangi ykkur sem allra best.
29. ágúst 2017 Danmörk ~ Ísland
Hópavinna Hugtök Samanburður
- Vistkerfi og lífríki
- Jarðfræði
- Umhverfisvitund
28. ágúst 2017 Fyrsti tíminn-velkomin heim ;)
Farið yfir skipulag og áherslur.
Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.
Í þessum hlekk nýtum við okkur bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir Maður og náttúra. Mikil áhersla á umhverfisfræði um tengsl manns og náttúru, umhverfismál og erfðafræði.
Við nýtum tímann í dag og reyndar þessa viku til að segja frá Danmerkurferð, rifja upp og tengja upplifunina við hugtök og fyrri vitneskju.
og svo er hægt að skella sér í stutt …..
Kannski er hægt að hræra fullyrðingasúpu í lok tímans. Hvað er satt, hvað er ósatt og er eitthvað óljóst?………………..
Það lifa ljón í Danmörku!
Maður dettur úr rússibana ef ekki væru öryggisbelti!
Danmörk er flöt – engin fjöll þar!
Það vaxa fleiri plöntutegundir í Danmörku en á Íslandi og aðalástæðan er að þar er hærri meðalárshiti! o.s.frv.
18. apríl 2017 Æxlun
Fyrirlestrartími og umræður.
Fjölgun lífvera fer fram með æxlun. Nokkur hugtök:
Kynlaus æxlun
Vaxtaæxlun
Klónun
Kynæxlun
Karlkyn og kvenkyn
Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
Samruni litninga úr tveimur einstaklingum – Okfruma
- æxlunarfæri karla og kvenna,
- tíðarhringur,
- frjóvgun,
- kynfrumur helstu einkenni og sérstaða
- getnaðarvarnir
- meðganga
- stofnfrumur
Gleðilega páska
Gleðilega páska
6. apríl 2017 Kynningar
Nú er ekki seinna vænna en klára kynningar um orkukosti.
Páskafrí framundan.
4. apríl 2017 Leiksýning
Sýning á Draumahöllinni fyrir nemendur í nágrannaskólunum.
3. apríl 2017 Dans
Síðasti danstíminn í vetur.
AVATAR
Við notum tímana í þessari fyrstu skólaviku á nýju ári til að horfa á Avatar.
Ný aðalnámskrá leggur áherslu á sjálfbærni sem grunnþátt menntunar. Nemendur eiga að geta horft til framtíðar, vita að allir eru ábyrgir og því þarf að þekkja og skilja náttúruna. Þá fyrst er hægt að takast á við ágreiningsefni og álitamál. Mörg hæfniviðmið ólíkra greinasviða eru tengd þessu og miða að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál og efla gagnrýna hugsun, gildismat og rökræður. Ágæt leið til að nálgast þessi viðmið er að horfa á kvikmyndina Avatar og spyrja spurninga sem skapa umræður.
Kennari er ekki á svæðinu en áður en sýningar hefjast vil ég að þið skoðið eftirfarandi vel.
Avatar gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Á Pandóru býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Þetta eru friðsamar verur sem lifa í sátt við umhverfi sitt og sýna náttúrunni virðingu. Þetta er hefðbundið þema – ást og græðgi – vondir menn og gott fólk.
En það er líka verið að fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbæra þróun og náttúruauðlindir. 
Við horfum á myndina í gegnum sérstök gleraugu 😉 og höfum í huga stjörnufræði, eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði.
Tenglar og myndbönd
- Avatar og raunveruleikinn! Frétt um báxít-vinnslu í Niyamgiri-fjalli á Indlandi.
- Pandora Discovered stutt kynning á tunglinu Pandora.
- Pandorapedia heimasíða með ítarlegum upplýsingum um flóru og fánu á tunglinu Pandóra, meira að segja tungumál og þýðingar.
- wikia-movies með ýmsum upplýsingum
- Er möguleiki á að finna tungl eins og Pandora? grein frá Center for Astrophysics frá Harvard-Smithsonian
- Á space.com er grein þar sem velt er upp hvað getur staðist vísindalega og hvað ekki.
- Stutt myndband á news.discovery.com Avatar: Science Behind Pandora
- Naturalnews frétt um myndina
- Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna? spurning og svar af vísindavef HÍ.
- Listi með fleiri bíómyndum um ævintýri í geimnum
- Avatar – lífið á Pandora Harvard Education …….
- tæknin og myndin………space.com……discovery news.
Unobtanium
Mögulegar og ómögulegar ????
sem koma upp í hugann á meðan að myndin rúllar….
… hvenær gerist myndin?
… hvernig er lofthjúpurinn samsettur? er súrefni? er eldur?
… eftir hverju eru mennirnir að slægjast á Pandóru?
… hverjar eru eiginlegar auð lindir tunglsins?
… hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?
… svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á Jörð? … Hvað er líkt og hvað ólíkt?
… hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?
… hve langt er til Pandóru frá Jörðinni?
… hver er munur á tungli, reikistjörnu og sól?
… er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?
Lykilhugtök……..
…vistkerfi……sjálfbærni…..stjörnulíffræði……auðlindanýting……lífbreytileiki……vistspor…….
og fyrir kennara:
- Kennsluhugmyndir og verkefni The Global Avatar Project
- The Henry Ford verkefnasafn og kennsluhugmyndir tengdar myndinni