12. október 2017 Eðlismassi á Dal

Byrjum á að rifja upp eðlismassa.  Af hverju flýtur ís á vatni?

 • Efni eru mismunandi þétt í sér þau hafa mismunandi eðlismassa.  
 • Ís flýtur á vatni og járn flýtur í kvikasilfri. 
 • Eðlismassi er massi á rúmmál efnis: 
  • eðlismassi = massi / rúmmáli
  •  Eining eðlismassa er t.d.
   •  grömm á rúmsentimetra  g / cm3
   •  kílógrömm á rúmmetra  kg / m3
   •  grömm á millilítra g / ml

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Skoðið http://phet.colorado.edu/en/simulation/density

 • Fiktið svolítið í forritinu.
 • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
 • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
 • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
 • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
 • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

Setjið tengil inn á síðuna flokkað í verkefnabanka (og jafnvel bloggfærslu vikunnar), ásamt þessum spurningum og svörum við þeim.

11. október 2017 Efnafræðiverkefni

Notum þennan tíma til aðlab_glassware

 • klára kynningu mánudagsins.
 • gera verkefni um vísindalegar aðferðir
 • og annað einfalt um hamskipti, bræðslumark og suðumark
 • rifja upp tæki og tól
 • einföld tilraun – eðlismassi:
 1. Mælum massa steins og rúmmál og reiknum eðlismassa.
 2. Áhersla á nákvæmni og meðferð mæliniðurstaða sem þarf að setja upp í töflu.
 3. Finnum meðaltal og ef tækifæri gefst ræðum við mælingaróvissu og markverða stafi.

4. október 2017 Verkefnavinna fruma – hvað?

Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur,

Hópar:

 1. Andrea Ósk, Damian, Elína Ásta, Guðný Vala og Haukur
 2. Hjörtur Snær, Hringur,  Ingibjörg Bára og Lára
 3. Margrét Inga, Óskar Snorri, Sigrún Angela og Sonja Ýr
 4. Valdimar Örn, Vignir Öxndal, Þorbjörg Guðrún og Þórey Þula

Verkefni dagsins (tvöfaldu tími) er að gera spennandi kynningu á frumunni. 

Skapandi og skemmtilegt til að loka fyrsta hlekk. 

Leikið, sungið, túlkað, rappað eða hvernig sem hentar hópnum best.

Þið notið að sjálfsögðu nýju græjurnar!

Miðum við að sýna á morgun.  Best að skila inn á FB-hópinn.

Gangi ykkur sem allra best og hlakka til á morgun – að sjá afraksturinn.