4. desember 2017 Stjörnuskoðunarforrit

Hér er padletinn sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.

Þið skoðið listana yfir forritin og skiptið á milli ykkar til að rannsaka nánar. Þið fáið gátlista til að meta forritin – nokkuð strembið og sumt á alls ekki við en þið merkið við það sem þið treystið ykkur til.

Á mánudaginn næsta verðið þið búin að kynna ykkur þetta vel og segið frá kostum og göllum. Matslisti: smáforrit   Svo veljum við 2-3 til að hlaða niður og nýta okkur.

Endum tímann á að skoða aðeins Stellarium forritið sem verður svo á dagskrá á fimmtudag í tölvuverinu.

 

 

4. desember 2017 Efnajöfnur – lærum að stilla

Að stilla efnajöfnur.  groupima

Prufum að stilla efnajöfnur. Stutt kynning og svo æfum við okkur.
Hvarfefnin metan og súrefni verða að myndefnunum koldíoxíði og vatni.

efnajafa3

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

efnajafna4

Ragnar Þór Pétursson og Þormóð Loga Björnsson  vendikennslu í náttúrufræði.  

Þið getið náð ykkur í frí forrit  t.d. Chemical Balancer eða Chem. Equation til að æfa ykkur en vefsíðurnar eru betri t.d.

http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm

https://phet.colorado.edu/en/simulation/balancing-chemical-equations

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

Æfing frá Sigurlaugu Kristmannsdóttur

Stutt myndband – Áslaug Högnadóttir

og annað á ensku – að stilla efnajöfnu

29. nóvember 2017 Jarðeðlisfræði í hlekk 3

Við ætlum að nota tímana fram að jólafríi til að skoða betur hvaða fyrirbæri við sjáum á himninum.

Kíkjum á tunglið í næstu viku en núna er upplagt að skoða smáforrit sem gætu nýst við stjörnuskoðun.

Svo er stutt nearpod-kynning um stjörnuskoðun.

Þá er í boði stöðvavinna sem verður framhald af eftir viku.

  1. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62
  2. Bók – Himingeimurinn – bls. 115-116
  3. Stjörnur á google.sky
  4. Hnöttur – stjörnumerki
  5. Föndur – plastglös og stjörnumerki
  6. Bók – Alheimurinn  stjörnumerkin
  7. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 12 2016 bls 30 Smástirni til Tunglsins.
  8. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
  9. Bók – Jörðin – bls. 58 Horft frá Jörðu.
  10. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
  11. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
  12. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
  13. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi
  14. Tölva – NASA vefur
  15. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
  16. Tölva – Sólkerfið
  17. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
  18. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu og orðarugl ofl.

Hér er padlet sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.

 

28. nóvember 2017 Sýrustig

180px-PHgildi    Fyrirlestur í dag um jónir og sýrustig.  Nokkuð strembið efni sem við reynum að tækla saman.

Skoðum …… Hvað eru jónir?Hvað er pH – gildi?

 

Súrnun sjávar

….meirihlutinn hefur áhyggjur

….Íslendingar hafa áhyggjur

….hafið og norðuslóðir

….hafið rís en miðin súrna

Jónatafla
Plúsjónir
Mínusjónir
ál
Al3+
brómíð
Br
ammoníum
NH4+
flúoríð
F
baríum
Ba2+
fosfíð
P3
blý (II)
Pb2+
fosfat
PO43
kalíum
K+
hýdroxíð
OH
kalsíum
Ca2+
hýdríð
H
járn (II)
Fe2+
joðíð
I
járn (III)
Fe3+
nítrat
NO3
kopar (II)
Cu2+
nítrit
NO2
liþíum
Li+
nítríð
N3
magnesíum
Mg2+
karbónat
CO32
mangan (II)
Mn2+
karbíð
C4
natríum
Na+
klóríð
Cl
silfur
Ag+
permanganat
MnO4
sink
Zn+
oxíð
O2
strontíum
Sr2+
súlfat
SO42
vetni
H+
súlfíð
S2
súlfít
SO32

 

 

 

 

 

 

 

28. nóvember 2017 Stöðvavinna stjörnufræði

Vinna saman tvö og tvö – eða einstaklingsvinna ef vill.   Muna að skila inn á bloggið

  1. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
  2. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
  3. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
  4. Lifandi vísindi nr 12/2017 Draumaverksmiðja NASA bls. 32-36 eða Eldgos í geimnum bls. 54
  5. Verkefni – lokahnykkurinn bls. 98-99 Eðlisfræði 3
  6. Bók – Eðlisfræði 3 – uppgötvanir 
  7. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
  8. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi – samantekt
  9. Galíleió – sjónaukinn.  Lærum að nota – skoðum…
  10. Tölva – NASA vefur
  11. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48, Orkulind stjarna bls. 48 eða bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
  12. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
  13. Verkefni  – Lotukerfið.  Frumefnin og stjörnunar.
  14. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
  15. Tölva – Sólkerfið
  16. Bók – Eðlisfræði 3 – Kjarnorka
  17. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
  18. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
  19. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur.

23. nóvember 2017 Upprifjun efnafræði á Dal

Stutt verkefni sem tengist efnafræðinni.

…reynið nú – munið að lotukerfið er hér til hliðar á síðunni undir gagnlegt.

1. Hver er munurinn á frumeind og sameind?
2. Af hvaða sameindum er mest í andrúmslofti? Ritaðu heiti þeirra og efnatákn.
3. Hver er munurinn á frumefni og efnasambandi með tilliti til frumeinda?
4. Hvað er efnablanda?
5. Frumeind er samsett úr þrenns konar öreindum. Hvað heita þær?
6. Hver er massi róteindar?
7. Hver er hleðsla rafeindar?
10. Hvað er sætistala?
11. Hver er sætistala a) kalíns (K), b) bróms (Br) og c) kvikasilfurs (Hg)?

Skila svörum inn á bloggið.

Þegar þetta er búið er um að gera að skella sér í PhET forritið byggja frumeind og svo FÁ æfingin sem er gagnleg.

Einnig er hægt að fara á tölvustöðvar frá því á þriðjudag……fullt í boði 😉

23. nóvember 2017 Tunglið á Dal

Kennari ekki á svæðinu en þið ætlið að nýta tímann í að fræðast um tunglið. Þetta er einstaklingsverkefni sem þið skilið inn á bloggið.

Byrjið að fræðast um Tunglið okkar.

Eftir þessa fræðslu getið þið tekið saman smá pistil um tunglið og skilað inn á bloggið.  (Flokka í hlekk 3 og verkefni)

Svo er hægt að kíkja á þessa æfingu frá PhET lunar landing  og hér er verkefnablað með Lunar landing PhET sem þarf ekki að prenta út bara svara spurningum inn á bloggið.

Ef tími er til má æfa sig í fingrasetningu – senselang

Þeir sem eiga eftir að klára myndband um skaðsemi reykinga geta notað hluta af tímanum til að ganga frá því og setja inn á fb-síðu bekkjarins í náttúrufræðinni.

Sem sagt fullt af verkefnum – gangi ykkur vel 😉

Stjörnufræði – kynningarverkefni

Þið skuluð gefa ykkur góðan tíma til að skoða stjörnufræðivefinn sem er svo gagnlegur.

pADLET FYRIR VERKEFNIÐ OG matslistA

Nú þarf að velja sér viðfangsefni til kynningar.  Munið þetta er einstaklingsverkefni. Þið fáið þrjár fimmtudaga til að vinna að þessu verkefni – kynningar heima fyrir 11. desember og svo verða nemendakynningar í þeirri viku 11.-15. des.

Margt hægt að velja til að fjalla um hér eru nokkrar tillögur (ath. ekki tæmandi)…

  • sól
  • Merkúr
  • Venus
  • Jörðin
  • Tunglið
  • Mars
  • Smástirnabeltið
  • Júpíter
  • Satúrnus
  • Úranus
  • Neptúnus
  • Plútó og félagar
  • Halastjörnur
  • Norðurljós
  • Geimrannsóknir
  • Geimferðir
  • Hubble-sjónaukinn
  • Ævi stjörnu, myndun og flokkun
  • Vetrarbrautin
  • Stjörnumerki

Sem sagt – margt í boði og nú er bara að velja – munið bara að tala saman – ekki velja það sama og einhver annar er með.

21. nóvember 2017 Hlekkur 3

Stjörnufræði 

ss-101027-MISP-15.ss_full

 

Hugtakakort fyrir hlekk þrjú.

Afhent stjörnskoðunarkort 😉

Skoðum hvaða bækur við munum styðjast að hluta til við t.d. ný bók sem er bara til

 

rafræn Eðlis- og stjörnufræði  og nýta okkur mikið vefinn stjörnuskodun.is  Kynning á stóru glærukynningarverkefni sem verður einstaklingsvinna.

og annað fallegt….

Sigurrós Hoppípolla í félagi við BBC planet earth

Fróðleikur….

Sólkerfið

Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.

Þróun stjarna frá How stuff works.

NASA vefur

Vefur BBC um stjörnufræði

HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina

myndband ævi sólstjörnu

lögmál Newtons í geimstöð

og annað fróðlegt

 galsjon

Fræðist um Galileo Galilei.   Nú eru liðin rúm 400 ár frá því að Galileó beindi  sjónauka sínum að tunglinu og teiknaði það sem fyrir augu bar. Þetta markaði upphaf stjörnufræðiathugana hans sem báru góðan ávöxt. Og hér eru fréttir af karli!  Fann fingur og tönn Galileos

21. nóvember 2017 Upprifjun efnafræði – stöðvavinna

2

  1. sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
  2. Þrautir  sjá qr….
  3. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara spurningum 9-2, 9-3 og 9-4
  4. Byggjum frumeindir með molymod
  5. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
  6. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu – krossglíman sívinsæla – orð af orði verkefni  krossgáta
  7. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar eða 5 atriði sem þú vissir ekki um…..
  8. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
  9. Bók – bls. 38 súlfíðjón….
  10. Tölva  jónir PhET sýrur og basar
  11. Spurningaleikur – hugtök og skilgreiningar
  12. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
  13. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
  14. Athugun – eðlismassi.

20. nóvember 2017 Efnafræðiupprifjun

Nýr hlekkur byrjar í dag.  Efnafræði.

Þessa viku notum við í upprifjun.  Svo tekur við nýtt námsefni og tilraunir því tengdar.

Byrjum á efnajöfnum, jónum og sýrustigi.  Gerum sýrustigstilraun.

Þá tekur við umfjöllun um eiginleika efna og efnahvörf.  Verðum með tilraunastöðvavinnu með þurrís.

Síðasta tilraun verður fílatannkrem og þá fjöllum við um varma í efnahvörfum, útvermið, innvermið og lögmál Hess.

Sem sagt margt merkilegt framundan og auðvitað skýrslugerð “masteruð”

Í tímanum í dag skoðum við nearpod-kynningu  upprifjun á efnafræði með áherslu á frumeind og lotukerfi.

 

Hlekkur 3

Featured

 Stjörnu-, eðlis- og efnafræði

 16. nóvember – 16.  desember

Jörðin –hringrás vatns – jarðfræðin – jarðsagan – eldgos – lofthjúpurinn –tunglið – árstíðir – sólkerfið – stjörnumerkin – alheimurinn 

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

jordin

  • 8. bekkur –  jörðin og tunglið – horfum til himins og lærum nokkur stjörnumerki.

  • 9. bekkur – stjörnufræði – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

  • 10. bekkur  – skerpun enn frekar á efnafræðinni, smá jarðfræði og stjörnufræði í bland.

Góða skemmtun

15. og 22. nóvember 2017 Eiming og fræðslumynd

Helmingur bekkjar gerir fræðslumyndband um skaðsemi reykinga.Hinn hluti er í tilraun….Hópaskipting

smoking-ingredients

  • hópur 1,2,3 í eimingu 15.11 og gerir fræðslumyndband  22.11
  • hópur 4,5,6  að gera fræðslumyndband  15.11 og í eimingu 22.11

BYRJUM Á AÐ FRÆÐAST UM EFNIN OG ÁHRIF ÞEIRRA Á LÍKAMANN.

GERUM TILRAUN ÞAR SEM VIÐ EIMUM SÍGARETTU.

Glærur frá landlæknisembættinu

Efnin í tóbak

Rafrettur

Munntóbak

Áhrif nikótíns

Staðan á Íslandi

 Það má byrja að gera skýrslu í tímanum en við ætlum að helga fimmtudeginum  23. nóvember skýrslugerð.  Fyrirmæli um hvernig skýrslurnar eu unnar eru vinstra megin á aðalsíðu náttúrufræðinnar undir skýrslur.

 Uppsetning á tækjum:eiming

 Vísindavefurinn:

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? 

Hvaða áhrif hefur nitótín á líkamann?

Rafrettur og læknafélag Íslands

Neftóbak Hvaða efni eru í neftóbaki?

Myndband Mottumars

 

 

 

Nóvembermolar

Featured

Eitt og annað ……

MH sigraði í Boxinu   mbl.is og meira um Boxið hjá Háskólanum í Reykjavík

nýsköpun frá Interesting Engineering

… erfðafræði! Evo-Devo (Despacito Biology Parody) | A Capella Science

kæruleysi í kynlífi  mbl.is

Viral Style – Chemistry Periodic Table Wall Clock

google earth og furðuleg fyrirbæri  viral thread

What happens when you crack your joints?

hreinsa sjóinn

 

 

Myndasprettur

Verkefni dagsins er……………. 
…vinna saman tvö eða þrjú í hóp
…skella sér út í blíðuna og taka myndir  
…myndirnar eiga að tákna/túlka hugtök úr þessum hlekk
…má taka 4 myndir af mismunandi hugtökum
…senda inn á facebook hóp bekkjarins
…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 4 og ath. ekki sitt eigið
…hver má svo læka við 4 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið
…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað
Aukaverkefni ef tími er til er að búa til rapp/tónlistarflipp úr hlekknum.

 

 

9. nóvember 2017 Frumefnakynning og UT með meiru.

Notum annan tímann í frumefnakynninguna – það er skiladagur ;o Margir búnir að setja sín verkefni inn á padlet og þeir geta nýtt tímann í að blogga eða æfa fingrasetningu.  Mögulega kíkja á þessa framhaldsskólaæfingu í sætistölu, massatölu og hleðslu frumeindar.

Í UT munum við læra ýmislegt um O365 í tölvum og æfa nokkra þætti.

 

6. nóvember 2017 Efnafræði er skemmtileg.

NOTUM ÞESSA KENNSLUSTUND TIL AÐ KÍKJA Á NOKKUR SMÁFORRIT Í SPJÖLDUNUM SEM HJÁLPA OKKUR AÐ SKILJA EFNAFRÆÐINA BETUR.

Fínt að skoða PhET forritin í efnafræði sérstaklega building an atom

Two Atoms

Two atoms are walking down the street.

One atom says to the other,

“Hey! I think I lost an electron!”

The other says,

“Are you sure?”

“Yes, I’m positive!”

source: http://www.jokes4us.com/miscellaneousjokes/schooljokes/chemistryjokes.htm

6.-9. nóvember 2017 Umræðufundur

skipulag vikunnar:

Byrjum á að klára umræðuverkefni síðustu viku.

á morgun verður Afhent könnun sem á að skila aftur sem fyrst……. í síðasta lagi á fimmtudag.

Fimmtudagurinn nýtist í að gera upp þennan hlekk og skila inn á bloggið.

Nýr hlekkur byrjar í svo í næstu viku.  Þar sem við rifjum upp efnafræði frá 8.bekk og bætum við….

  • áhersla á að stilla efnajöfnur
  • hraða efnahvarfa – útvermið og innvermið
  • sýrustig – sýrur og basa

Hugtök kraftur

LÖGMÁL NEWTONS

LÖGMÁL BERNOULLIS

LÖGMÁL ARKIMEDESAR

AFL

EÐLISMASSI

FLOTKRAFTUR

LYFTIKRAFTUR

NEWTON

LÖGMÁL

HRAÐI

HREYFING

HRÖÐUN

KRAFTUR

TILRAUN

JÚL

NEWTON

LOFTMÓTSSTAÐA

ÞYNGDARKRAFTUR

MASSI

ÞYNGD

NÚNINGUR

TILGÁTA

VATT

VINNA

ÞRÝSTINGAR

ÞYNGDARLÖGMÁL

SAMANBURÐARTILRAUN

MÆLIEINING

SI-EININGAKERFIÐ

METRAKERFI

ORKA

VOG

BREYTA

KÍLÓGRAMM

 

 

Efnafræðikönnun nóvember 2017

tákn

frumefni

efnasamband

efnablanda

formúlur efnajöfnur

hamur efnis

hamskipti

bræðslumark 

suðumark

öreind

massa öreinda

hleðsla öreinda

jónir

sætistala

massatala

Mendeleev

lota

flokkur

rafeindahvolf

gildisrafeind

eðallofttegundir

málmar

málmleysingjar

efnahvarf

hvarfefni

myndefni

atóm

hvarfgjarn

róteind

rafeind

nifteind

jákvæð hleðsla

engin hleðsla

neikvæð hleðsla

fast efni

fljótandi efni

gastegund

 lotukerfi

 

Erfðir og erfðaefni

Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma.

Tengist t.d. frumulíffræði, þroskunarfræði og þróunarfræði, ennfremur nýtist í flokkunarfæði

Saga erfðafræðinnar

Gamlar hugmyndir 400 f. Kr. – 350 f. Kr.

Hippokrates – faðir læknisfræðinnar

Aristóteles – náttúrufræðingurinn

Erfðafræðin er ung fræðigrein

1865 – niðurstöður Mendels

1900 – niðurstöður Mendels enduruppgötvaðar

1953 – útlit DNA kemur í ljós

2002 – erfðamengi mannsins kemur í ljós

Gregor Mendel oft sagður faðir erfðafræðinnar.

Munkur sem gerði tilraunir með ræktun garðertuplantna (baunagrös).

Vissi ekkert um litninga eða gen, en setti fram kenningar og dó án þess að fá viðurkenningu fyrir verk sín.

Tilraunir Mendels en hann notaði baunaplöntur.  Blómið hefur bæði fræfla (kk) og frævu (kvk) og þegar frjókorn lenda á fræni hefur frævun átt sér stað og í kjölfarið verður frjóvgun (egg og frjó renna saman) sem mynda fræ.

  1. 1.Fræ lágvaxinna plantna gaf eingöngu lágvaxnar plö
  2. 2.Fræ af hávöxnum plöntum gáfu aðeins af sér hávaxnar plöntur
  3. 3.aðrar gáfu bæði hávaxnar og lágvaxnar plöntur.

Eftir margendurteknar tilraunir vissi Mendel að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur æxlast saman fengi hann aðeins hávaxnar afkvæmisplöntur. 

Sterkari eiginleikinn er kallaður ríkandi en

sá eiginleiki sem virðist hverfa víkjandi.

·          Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum.  H fyrir háan vöxt plantna,

·          Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum, h fyrir lágan vöxt plantna.

P-kynslóðin    foreldrakynslóð

F1-kynslóðin   fyrstu afkomendur

F2-kynslóðin   næstu afkomendur

Tilgáta Mendes:

Hvor foreldrisplanta hefur eitt par af erfðaþáttum (genapar). Einstaklingar sem hafa eins gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. HH eða hh, kallast kynhreinir eða arfhreinir.

Einstaklingar sem hafa ólík gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. Hh, kallast kynblendingar eða arfblendnir.

Rannsóknir á DNA

James D. Watson og Francis Crick hlutu nóbelsverðlaunin árið 1962 fyrir að útskýra uppbyggingu DNA.  Rannsóknir á DNA hafa leitt til framfara t.d. með ræktun á nytjaplöntum og húsdýrum og ný lyf hafa verið fundin upp. DNA uppgötvaðist vegna vinnu Gregors Mendel seint á 19 öld.

 DNA

  • er grunnefni erfða og því eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar.  
  • er spírallaga  stórsameind úr Deoxýríbósakjarnsýru
  • geymir upplýsingar sem þarf til að búa til prótín
  • varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna

Erfðaeiginleikar eru varðveittir í litningum

Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu

Í venjulegri líkamsfrumu eru litningarnir í pörum

Litningar skiptast í margar erfðaeiningar sem sem kallast gen.

Í hverju geni eru upplýsingar um myndun prótína.

DNA og prótínmyndun

Upplýsingarnar í DNA sameindunum eru tákanaðar með fjórum bókstöfum.  Röð bókstafanna felur í sér hvaða amínósýrur raðast saman í myndun mismunandi prótína.

Prótin geta m.a.verið byggingarefni, boðefni eða ensím

Gen eru misvirk í frumum og þess vegna eru frumugerðirnar misjafnar, en allar frumur í sama einstaklingi hafa sama DNA mengið.

Frá kynslóð til kynslóðar

Við stækkum vegna þess að frumurnar fjölga sér.  Við venjulega frumuskiptingu (mítósu) eftirmynda DNA sameindirnar sig sjálfar.

Við myndun kynfrumna skipta frumurnar sér með sérstakri skiptingu (meiósu) sem kallast rýriskipting.  Þá myndast frumur sem eru með helmingi færri litninga en móðurfruman.

Í okkur eru u.þ.b. 30.000 gen og raðast þau á 46 litninga í frumukjarna nær allra frumna líkamans. 

Kynfrumurnar eru undantekning með 23 litningar. Þegar kynfrumur sameinast við frjóvgun verður til okfruma með fullskipaðan fjölda litninga, (46 litninga; 23 úr eggfrumu móður og 23 úr sáðfrumu föður.)

Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því það er í sama sæti á samstæðum litningi.

Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri.

Kynákvörðun: X- og Y-litningarnir ákvarða kyn einstaklingsins, þessir litningar kallast kynlitningar.

Allir karlar hafa XY litninga og allar konur XX.

 

Lögmál erfðanna.

Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur

Annað genið er frá móður og hitt frá föður

Við samruna kynfrumna fá afkvæmin gen fyrir tiltekinn eiginleika frá sitt hvoru foreldrinu.

Gen fyrir tiltekinn eiginleika frá öðru foreldrinu er í tilteknu sæti á öðrum litningnum. 

Gen fyrir sama eiginleikann frá hinu foreldrinu er í sama sæti á hinum litningnum.

Eiginleikar, sem ráðast af ríkjandi geni, koma alltaf fram. Nægir að genið erfist frá öðru foreldrinu.

Eiginleikar sem ráðast af víkjandi geni, koma bara fram ef afkvæmið hefur fengið genið frá báðum foreldrum.

Lögmálið um aðskilnað segir að við rýriskiptingu skiljast samstæðir litningar að þannig að hver kynfruma fær aðeins aðra genasamsætu í hverju pari í hverju genasæti.

Lögmálið um óháða samröðun segir að hver genasamsæta erfist óháð öllum öðrum, nema þær séu á sama litningi.

Líkindi eru líkur á því að eitthvað gerist og er mikið notað í erfðafræði. 

Til þess að reikna þær út eru oft notaðar svokallaðar reitatöflur.

Svipgerð: er greinilegt, oftast sjáanlegt einkenni lífveru.  Hvernig arfgerðin kemur fram.

Arfgerð:  genauppbygging lífverunnar.  Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).

Arfgerð

svipgerð

SS

svört

Fyrstu þrjú dýrin hafa sömu svipgerð en ólíka arfgerð.

Ss

svört

sS

svört

ss

hvít

Síðasta dýrið hefur ólíka arfgerð og ólíka svipgerð en hin þrjú dýrin.

Arfgerð ræðst við frjóvgun, þegar sáðfruma rennur saman við eggfrumu.  Þessari arfgerð heldur einstaklingurinn út alla sína ævi, því við getur ekki skipt út genum og fengið ný.

Svipgerð er hinsvegar alltaf að breytast.

·          Húðlitur okkar dökknar þegar við förum til sólarlanda

·          Hárið lýsist á sumrin hjá sumum

·          Við stækkum er við eldumst og hrörnum að lokum

Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær.

Fjölgena erfðir Flestir eiginleikar hjá hverjum einstaklingi ráðast af mörgum genasamsætum. 

Sumir eiginleikar lífvera byggjast líka á samspili milli gena og umhverfis.

Húðlitur ræðst til dæmis af samstarfi fjögurra genapara, hvert í sínu sæti á litningasamstæðu.

Mismunandi möguleikar á samsetningu þessara átta stöku gena leiða til allra þeirra mismunandi afbrigða af húðlit sem þekkjast hjá fólki.

Margfaldar genasamsætur: þá koma fleiri en tvær genasamsætur til greina í tilteknu sæti,

þ.e.samsætur þar sem fleiri en tvö gen koma til greina í sæti, þótt hver einstaklingur sé aðeins með tvö gen, eitt frá hvoru foreldri.

ABO blóðflokka manna eru dæmi um margfaldar genasamstæður.

Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk.

Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldrinu og B gen frá hinu verður það í AB blóðflokki því að A og B genin eru jafnríkjandi.

Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu.

O genið er því víkjandi.

Einstaklingur sem erfir O gen annars vegar og A gen hins vegar verður þess vegna með A blóð. Sá sem erfir O gen og B gen verður með B blóð.

Erfðagallar

Ef fjöldi litninga verður ekki réttur eftir frjóvgunina getur fósturvísirinn dáið eða afkvæmið orðið óeðlilegt á einhver hátt. Stundum kemur fyrir að villa leynist í byggingu gens sem erfist,  gölluð gen erfast á milli ættliða.

Erfðasjúkdómar stafa af gölluðum genum sem ganga að erfðum.  Heilbrigðir foreldrar geta eignast  afkvæmi með erfðasjúkdóm ef gallinn er á víkjandi geni.  Afkvæmið hefur þá fengið gallaða genið frá báðum foreldrum sínum.

            Dæmi um arfgenga sjúkdóma eða erfðasjúkdóma:

Marblæði

Sigðkornablóðleysi

Dreyrasýki

 

 

 

Óaðskilnaður samstæðra litninga

Einstaka sinnum mistekst aðskilnaður litningapara í rýriskiptingunni. Þegar slíkt gerist er talað um óaðskilnað litninga og hefur í för með sér að líkamsfrumur erfa ýmist fleiri eða færri litninga en eðlilegt er. T.d. downsheilkenni (þrístæða á 21. litningapari). Til að komast að erfðagöllum í tíma er hægt að framkæma legvatnsástungu.  Þá er örlítið af legvatni fjarlægt og frumur fóstursins rannsakað.

Kyntengdar erfðir

Allir karlar hafa XY litninga og allar konur XX.

·          X litningar bera m.a. gen sem ekki hafa neitt með kyneinkenni að gera.

·          Y litningar hafa aftur á móti fá ef nokkur gen sem stjórna ekki karlkyneinkennum.

Hvert gen— jafnvel víkjandi gen— sem er á X litningi ákvarðar eiginleika í karlmanni sem erfir genið. Það er vegna þess að það er ekkert samsvarandi gen á Y litningnum.

Slík gen kallast kyntengd gen og eiginleikarnir kyntengdir þar sem þeir erfast frá foreldrum til barna með kynlitningi.

Þar sem konur erfa tvo X litninga koma áhrif víkjandi gens á öðrum þeirra ekki fram ef ríkjandi samsætt gen er á hinum X litningnum.

Margir sjúkdómar eru vegna samspils erfða og umhverfis.  Þátt erfða annars vegar og umhverfis hins vegar er best að meta í einstaklingum sem hafa sömu eða svipaða erfðaeiginleika.  t.d. eineggja tvíburum.

Ef galli kemur fram í erfðaefninu er talað um stökkbreytingu.  Stökkbreyting í líkamsfrumum getur valdið krabbameini eða öðrum sjúkdómum.  Stökkbreytingar ganga því aðeins að erfðum að þær verði í kynfrumum.

Erfðatækni

Uppgötvanir á 20. öld

·          Kynlitningar:  Karlar XY og konur XX

·          Ófullkomið ríki:  Gen sem eru hvorki ríkjandi né víkjandi.

·          Litningakenningin:  Erfðaþættirnir eru í litningunum.

·          Stökkbreytingar:  Skyndilegar breytingar á eiginleikum vegna breytinga í einstökum genum eða heilum litningum. Stökkbreytingar í kynfrumum getur leitt til þess að breytingin berst til næstu kynslóðar.

Uppgötvanir á 21. öld

·          Erfðatækni: aðferð þar sem gen eða DNA-bútar frá einni lífveru eru fluttir í aðra.  Þar með eru komnar erfðabættar lífverur.

·          Genasplæsing bútur úr DNA keðju manns splæstur í DNA keðju annarrar lífveru.

·          Klónun – Einræktun

·          Framleiðsla insúlíns

·          Genalækningar þegar reynt er að flytja starfhæf gen inn í frumur sjúklings.

·          DNA- greiningar,

·          Genapróf og genakort.

·          Genabankar

·          Stofnfrumurannsóknir

Erfðafræði og matvæli

Kynbætur plantna og dýra byggjast á því að æxlað er saman einstaklingum með eiginleika sem menn vilja að komi fram hjá afkvæmunum.

Kynbætur og ræktun byggjast á því að erfðafræðilegur breytileiki sé mikill, t.d. að plöntutegundir búi yfir mörgum og mismunandi eiginleikum.

Genafjölbreytileiki er varðveittur í genabönkum.

Getum búið til lífverur með algerlega nýja eiginleika.

 

 

25. október 2017 Efnafræðistöðvar

  1. Athugun – matarsalt og leysni – bls. 56 í Efnisheiminum.
  2. sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
  3. Þrautir  sjá qr….2
  4. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara spurningum 9-2, 9-3 og 9-4
  5. Athugun – matarlitur í heitu og köldu vatni bls. 28 í Efnisheimi
  6. Byggjum frumeindir með molymod
  7. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
  8. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu – krossglíman sívinsæla – orð af orði verkefni  krossgáta
  9. Athugun – eldspýta bls. 46 og 63 í Efnisheimi.
  10. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar eða 5 atriði sem þú vissir ekki um…..
  11. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
  12. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
  13. Spjöld – NOVA leikurinn.
  14. Athugun – kertalogi. bls. 16 og 69 í Efnisheimi.
  15. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.