4. desember 2017 Stjörnuskoðunarforrit

Hér er padletinn sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.

Þið skoðið listana yfir forritin og skiptið á milli ykkar til að rannsaka nánar. Þið fáið gátlista til að meta forritin – nokkuð strembið og sumt á alls ekki við en þið merkið við það sem þið treystið ykkur til.

Á mánudaginn næsta verðið þið búin að kynna ykkur þetta vel og segið frá kostum og göllum. Matslisti: smáforrit   Svo veljum við 2-3 til að hlaða niður og nýta okkur.

Endum tímann á að skoða aðeins Stellarium forritið sem verður svo á dagskrá á fimmtudag í tölvuverinu.

 

 

29. nóvember 2017 Jarðeðlisfræði í hlekk 3

Við ætlum að nota tímana fram að jólafríi til að skoða betur hvaða fyrirbæri við sjáum á himninum.

Kíkjum á tunglið í næstu viku en núna er upplagt að skoða smáforrit sem gætu nýst við stjörnuskoðun.

Svo er stutt nearpod-kynning um stjörnuskoðun.

Þá er í boði stöðvavinna sem verður framhald af eftir viku.

 1. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62
 2. Bók – Himingeimurinn – bls. 115-116
 3. Stjörnur á google.sky
 4. Hnöttur – stjörnumerki
 5. Föndur – plastglös og stjörnumerki
 6. Bók – Alheimurinn  stjörnumerkin
 7. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 12 2016 bls 30 Smástirni til Tunglsins.
 8. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
 9. Bók – Jörðin – bls. 58 Horft frá Jörðu.
 10. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
 11. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
 12. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
 13. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi
 14. Tölva – NASA vefur
 15. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 16. Tölva – Sólkerfið
 17. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 18. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu og orðarugl ofl.

Hér er padlet sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.

 

23. nóvember 2017 Tunglið á Dal

Kennari ekki á svæðinu en þið ætlið að nýta tímann í að fræðast um tunglið. Þetta er einstaklingsverkefni sem þið skilið inn á bloggið.

Byrjið að fræðast um Tunglið okkar.

Eftir þessa fræðslu getið þið tekið saman smá pistil um tunglið og skilað inn á bloggið.  (Flokka í hlekk 3 og verkefni)

Svo er hægt að kíkja á þessa æfingu frá PhET lunar landing  og hér er verkefnablað með Lunar landing PhET sem þarf ekki að prenta út bara svara spurningum inn á bloggið.

Ef tími er til má æfa sig í fingrasetningu – senselang

Þeir sem eiga eftir að klára myndband um skaðsemi reykinga geta notað hluta af tímanum til að ganga frá því og setja inn á fb-síðu bekkjarins í náttúrufræðinni.

Sem sagt fullt af verkefnum – gangi ykkur vel 😉

15. og 22. nóvember 2017 Eiming og fræðslumynd

Helmingur bekkjar gerir fræðslumyndband um skaðsemi reykinga.Hinn hluti er í tilraun….Hópaskipting

smoking-ingredients

 • hópur 1,2,3 í eimingu 15.11 og gerir fræðslumyndband  22.11
 • hópur 4,5,6  að gera fræðslumyndband  15.11 og í eimingu 22.11

BYRJUM Á AÐ FRÆÐAST UM EFNIN OG ÁHRIF ÞEIRRA Á LÍKAMANN.

GERUM TILRAUN ÞAR SEM VIÐ EIMUM SÍGARETTU.

Glærur frá landlæknisembættinu

Efnin í tóbak

Rafrettur

Munntóbak

Áhrif nikótíns

Staðan á Íslandi

 Það má byrja að gera skýrslu í tímanum en við ætlum að helga fimmtudeginum  23. nóvember skýrslugerð.  Fyrirmæli um hvernig skýrslurnar eu unnar eru vinstra megin á aðalsíðu náttúrufræðinnar undir skýrslur.

 Uppsetning á tækjum:eiming

 Vísindavefurinn:

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? 

Hvaða áhrif hefur nitótín á líkamann?

Rafrettur og læknafélag Íslands

Neftóbak Hvaða efni eru í neftóbaki?

Myndband Mottumars

 

 

 

9. nóvember 2017 Frumefnakynning og UT með meiru.

Notum annan tímann í frumefnakynninguna – það er skiladagur ;o Margir búnir að setja sín verkefni inn á padlet og þeir geta nýtt tímann í að blogga eða æfa fingrasetningu.  Mögulega kíkja á þessa framhaldsskólaæfingu í sætistölu, massatölu og hleðslu frumeindar.

Í UT munum við læra ýmislegt um O365 í tölvum og æfa nokkra þætti.

 

6. nóvember 2017 Efnafræði er skemmtileg.

NOTUM ÞESSA KENNSLUSTUND TIL AÐ KÍKJA Á NOKKUR SMÁFORRIT Í SPJÖLDUNUM SEM HJÁLPA OKKUR AÐ SKILJA EFNAFRÆÐINA BETUR.

Fínt að skoða PhET forritin í efnafræði sérstaklega building an atom

Two Atoms

Two atoms are walking down the street.

One atom says to the other,

“Hey! I think I lost an electron!”

The other says,

“Are you sure?”

“Yes, I’m positive!”

source: http://www.jokes4us.com/miscellaneousjokes/schooljokes/chemistryjokes.htm

25. október 2017 Efnafræðistöðvar

 1. Athugun – matarsalt og leysni – bls. 56 í Efnisheiminum.
 2. sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
 3. Þrautir  sjá qr….2
 4. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara spurningum 9-2, 9-3 og 9-4
 5. Athugun – matarlitur í heitu og köldu vatni bls. 28 í Efnisheimi
 6. Byggjum frumeindir með molymod
 7. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
 8. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu – krossglíman sívinsæla – orð af orði verkefni  krossgáta
 9. Athugun – eldspýta bls. 46 og 63 í Efnisheimi.
 10. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar eða 5 atriði sem þú vissir ekki um…..
 11. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
 12. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
 13. Spjöld – NOVA leikurinn.
 14. Athugun – kertalogi. bls. 16 og 69 í Efnisheimi.
 15. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.

19. október 2017 Lotukerfið á Tungufellsdal

Verkefni kynning á frumefni.

við notum þennan tíma til að kynna okkur lotukerfið og hin ýmsu frumefni.

Svo er tilvalið að velja sér frumefni til að kynna sér sérstaklega vel og koma svo með fræðslu fyrir okkur hin ………prezi-kynning inn á þennan padlet  😉

Létt kahoot í lok tíma eða áskorun

18. október 2017 Efnafræðistöðvar

og í boði eru stöðvar af öllum stærðum og gerðum:
 1. Athugun – matarsalt og leysni – bls. 56 í Efnisheiminum. Tengt stöð 2.
 2. Tölva  sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.  Tengt stöð 1.
 3. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara  9-2, 9-3 og 9-4
 4. Tölva hugtök og mælieiningar og smá töff viðbót
 5. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í Efnisheiminum – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
 6. Orð af orði verkefni úr efnafræðinni.
 7. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
 8. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
 9. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
 10. Lifandi Vísindi nýjasta blaðið,  valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
 11. Athugun að laga te.
 12. Verkefni í  Efnisheiminum.  Spurningar til að svara
 13. Tölva phet forrit efnasambönd mólikúl – að byggja frumeind og skoða lögun og meira til.
 14. Athugun af hverju kemur móðan?
 15. Mólikúl – sameindir og efnasambönd- byggja og teikna.

16. október 2017 Efnafræði

Kynning, myndbönd og fréttir – léttur mánudagur 🙂

800px-Coloured_chemicals

Athugið allar glósur eru inn á O365 hópi 8. bekkjar

Kynnumst lotukerfinu.flugeldar

Listi yfir frumefnin eftir sætistölu

Nýtt frumefni —- nr. 115

Daniel Radcliff syngur lotukerfið

og svo líka  Tom Lehrer

enn ein útgáfan hér

Mr. Bean

 

brainiac  hvað er rétt og hvað er plat!

…. hvernig væri að heyra enn eitt lagið um lotukerfið

Sækjum NOVA  appið og byggjum frumeindir.

12. október 2017 Eðlismassi á Dal

Byrjum á að rifja upp eðlismassa.  Af hverju flýtur ís á vatni?

 • Efni eru mismunandi þétt í sér þau hafa mismunandi eðlismassa.  
 • Ís flýtur á vatni og járn flýtur í kvikasilfri. 
 • Eðlismassi er massi á rúmmál efnis: 
  • eðlismassi = massi / rúmmáli
  •  Eining eðlismassa er t.d.
   •  grömm á rúmsentimetra  g / cm3
   •  kílógrömm á rúmmetra  kg / m3
   •  grömm á millilítra g / ml

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Skoðið http://phet.colorado.edu/en/simulation/density

 • Fiktið svolítið í forritinu.
 • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
 • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
 • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
 • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
 • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

Setjið tengil inn á síðuna flokkað í verkefnabanka (og jafnvel bloggfærslu vikunnar), ásamt þessum spurningum og svörum við þeim.

11. október 2017 Efnafræðiverkefni

Notum þennan tíma til aðlab_glassware

 • klára kynningu mánudagsins.
 • gera verkefni um vísindalegar aðferðir
 • og annað einfalt um hamskipti, bræðslumark og suðumark
 • rifja upp tæki og tól
 • einföld tilraun – eðlismassi:
 1. Mælum massa steins og rúmmál og reiknum eðlismassa.
 2. Áhersla á nákvæmni og meðferð mæliniðurstaða sem þarf að setja upp í töflu.
 3. Finnum meðaltal og ef tækifæri gefst ræðum við mælingaróvissu og markverða stafi.

4. október 2017 Verkefnavinna fruma – hvað?

Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur,

Hópar:

 1. Andrea Ósk, Damian, Elína Ásta, Guðný Vala og Haukur
 2. Hjörtur Snær, Hringur,  Ingibjörg Bára og Lára
 3. Margrét Inga, Óskar Snorri, Sigrún Angela og Sonja Ýr
 4. Valdimar Örn, Vignir Öxndal, Þorbjörg Guðrún og Þórey Þula

Verkefni dagsins (tvöfaldu tími) er að gera spennandi kynningu á frumunni. 

Skapandi og skemmtilegt til að loka fyrsta hlekk. 

Leikið, sungið, túlkað, rappað eða hvernig sem hentar hópnum best.

Þið notið að sjálfsögðu nýju græjurnar!

Miðum við að sýna á morgun.  Best að skila inn á FB-hópinn.

Gangi ykkur sem allra best og hlakka til á morgun – að sjá afraksturinn.

27. september 2017 Stöðvavinna fruma

Nokkrar stöðvar í boði.

Vöndum vinnu og skilum vinnuplaggi í lok tímans.

 1. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.

 2. Verkefni – Þú ert meira en þú heldur – smá stærðfræði í boði.

 3. Bók – Inquery into –  Life – skoðum myndir – litaleikur og þjálfun í ensku 😉

 4. Verkefni – frumusamfélagið.

 5. Tölva – Er allt gert úr frumum?

 6. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)

 7. Teikna upp frumu.

 8. Tölva cell games og animal cell game

 9. Smásjá – tilbúið sýni   / dýrafruma og plöntufruma eða útbúa sjálf sýni og skoða plöntufrumu og grænukornin.

 10. Flipp um frumuna og líkamann, horfa og gera krossglímu.
 11. Hugtakavinna

 12. Stuttmynd um frumu.

 13. Smásjá.

 

13. september 2017 í tilefni dags íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru verður næsta laugardag 16. september.

Þess vegna er upplagt að nýta góða veðrið – fara upp í skóg og ræða um íslenska náttúru með áherslu á  fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.

DSC08403

Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.

Birki

Fjalldrapi

PLÖNTUVEFSJÁ

FLÓRA ÍSLANDS

Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga

Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu og hér má finna   bækling pdf

Förum svo í létta leiki í lok tímans jafnvel hægt að skella sér í alías-keppni úr hugtökum dagsins 😉

11. september 2017 Frumulíffræði

Byrjum á smá skýjamyndun 

stemcelldifferentiaionHvað eru frumur?  Rifjum upp frumur líkamans.  Hver er munur á dýrafrumum og plöntufrumum?

Skoðum smáforrit sem gætu nýst okkur í þessum hlekk.

Uppbygging, líffæri og starfsemi.

Glósur hafa verið sendar í 8.bekkjarhóp á O365

og kóði fyrir nearpodkynningu er DZHMB

Fruma og vefir

Hér fyrir neðan eru slóðir inn á allskonar vefi sem tengjast efninu.

glærukynningblodfrumur_150902

Kynning á frumum

asap um frumur og mannslíkamann

frumurapp!

….

Blóð
mynd vísindavefnum.

4. september 2017 Maður og náttúra – ljóstillifun

Í tímanum í dag verður stuttur fyrirlestur,

bætum hugtakakortið, umræður og stutt verkefni í bland.

Ræðum um sjálfbæra þróun og hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni. 

Lífsafkoma okkar byggist á því að ganga vel um auðlindir. 

Vistkerfi byggja á samspili lífveranna innbirðis og við lífvana umhverfi. 

Skoðum dæmi um það sem fæðukeðjur hafa raskast.  Krían í miklum erfiðleikum.

Kynnumst hugtakinu fjölbreytileiki lífvera og hugleiðum mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytileika tegunda og vistgerða. 

Skoðum vef umhverfisstofnunar.

Rifjum upp hver eru einkenni lífs og hvaða starfsemi fer fram í öllum lífverum.

Förum vel yfir ljóstillifunarferlið.  Nú er bara að læra efnajöfnuna .

 Syngjum! og röppum

popparar

31. ágúst 2017 Skoðum bloggsíður nemenda

Kennari ekki á svæðinu en þið notið tímann til að hita ykkur upp því nú styttist í að þið byrjið að blogga.

Það er upplagt að skoða bloggsíður nemenda í 9. og 10. bekk.  

Þar sem við erum að læra um vistkerfi og fjölbreytileika lífríkis eru hér nokkur myndbönd og tenglar sem upplagt er að skoða:

vistkerfi – vendikennsla

 

vistkerfi örstutt myndband ísl.

BrainPOP UK – Food Chains

BBC Planet Earth – hoppípolla Sigurrós.  

Gangi ykkur vel.

30. ágúst 2017 Stöðvavinna í skóginum.

rttarverkefni_017Förum upp í skóg og vinnum saman í hópum að verkefnum sem öll tengjast vistfræði – athugunum á lífverum – flokkun og tegundasamsetningu og – fjölbreytileika.  Reynum að átta okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.

 •  Hugtakavinna (frumframleiðandi, neytandi, sundrandi, ólífrænt, einföld lífvera, flókin lífvera, samlífi.
 • uti9bekk
  Velja eina lífveru, lýsa útliti, mæla, teikna, merkja.  Hvar lifir, hvernig nærist og hreyfir hún sig.
 • Einn fermetri – hvaða lífverur og áætla þéttleika út frá rannsókn og/eða talningu
 • Stærð skógarins.  Hvernig er best að mæla? Gerið skynsama áætlun á stærð.
 • Finnið ykkar eftirlætisstað.  Hlustið og skynjið, lýsið upplifun.  Má teikna, gera ljóð eða texta.
 • Hringrás kolefnis og tenging við ljóstillifun.

Skila til kennara í lok tímans.

23. ágúst 2017 Fyrsti dagurinn er skógardagur

Byrjum inni. Kynningar á báða bóga. Rætt verklag og umgengni í stofu og í útinámi. Afhent námsáætlun og fyrsti hlekkur kynntur VISTFRÆÐI.

Stutt stöðumat úr hugtökum sem tengjast vistfræðinni.

Svo færum við okkur út og gerum nokkur verkefni tengd vistfræðinni.

Mögulega verður hluti af tímanum nýttur í þátttöku í skógardegi sem helgaður er tiltekt í skóginum og viðhaldi af ýmsu tagi.  

Nýtt skólaár byrjar vel í góðu veðri með nýjum félögum.

 

Upplýsingar til foreldra og forráðamanna nemenda í 8. bekk  (Einnig sent í Mentorpósti.)

22. maí 2017 Fuglar

jadrakan

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 

tölvuvíðsjá í boði til að rannsaka fjaðrir og eggjaskurn.

BÆTUM Á HUGTAKAKORTIÐ.

SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA

quizup um íslenska fugla

visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum nýuppfærðan og glæsilegan fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér

24. maí 2017 Ferðasprek ofl. fínt

Byrjum tímann á að skoða afrakstur gærdagsins.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

 • verum vakandi
 • skoðum flóru og fánu
 • hlustum og upplifum
 • notum hugmyndaflugið

Síðan tekur við stöðvavinna sem dreifist á nokkra daga, en fínt að byrja í dag ef tími er til.

Pælum í fortíð og framtíð.  Framkvæmum, sköpum og skipuleggjum.

Áherslur á…

 • …náttúrulega ferla, hringrásir efna og flæði orku.
 • …framleiðslu, dreifingu og nýting orku.
 • …þarfir lífvera í vistkerfum og samspil manns og náttúru.

8.-17. maí 2017 Náttúrulífsmynd

Hópar ákveðnir  – upplýsingar finnið þið hér á padlet.

MUNIÐ AÐ HAFA Í HUGA VINNUFERLIÐ.  GÆTI VERIÐ:

 1. HUGMYNDAVINNA

 2. HANDRIT – RISSA UPP SÖGUBORÐ – ATBURÐIR

  1. KYNNING

  2. ATBURÐARÁS

  3. NIÐURLAG

 3. UNDIRBÚNINGUR – SVIÐSMYNDIR – TÖKUR – BÚNINGAR – HLUTVERK – VIÐMÆLENDUR

 4. FRAMKVÆMD – TÆKNISNILLINGAR (HLJÓÐ, LÝSING, SJÓNARHORN)

 5. EFTIRVINNSLA – KLIPPING, HLJÓÐ, TEXTAR

 6. ÚTGÁFA SÝNING.

3. maí 2017 Úti áskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

 • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

 • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

 • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á FB-HÓPINN.  

GANGI YKKUR VEL.

26. apríl 2017 Verkefnavinna í skóginum

Byrjum á að ræða dag jarðar.
Síðan tekur við  verkefnavinna í skóginum.
 • Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera. 
 • Skoðum sérstaklega skógarbotninn.
 • Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)
 • orð náttúrunnar
 • Rifjum upp frá því í haust.
 • Pælum í ýmsum hugtökum:
 • Hvað er einföld lífvera?  En flókin?
 • Skoðum skipulagsstig.
 • Leikir og spjall.