23. nóvember 2017 Upprifjun efnafræði á Dal

Stutt verkefni sem tengist efnafræðinni.

…reynið nú – munið að lotukerfið er hér til hliðar á síðunni undir gagnlegt.

1. Hver er munurinn á frumeind og sameind?
2. Af hvaða sameindum er mest í andrúmslofti? Ritaðu heiti þeirra og efnatákn.
3. Hver er munurinn á frumefni og efnasambandi með tilliti til frumeinda?
4. Hvað er efnablanda?
5. Frumeind er samsett úr þrenns konar öreindum. Hvað heita þær?
6. Hver er massi róteindar?
7. Hver er hleðsla rafeindar?
10. Hvað er sætistala?
11. Hver er sætistala a) kalíns (K), b) bróms (Br) og c) kvikasilfurs (Hg)?

Skila svörum inn á bloggið.

Þegar þetta er búið er um að gera að skella sér í PhET forritið byggja frumeind og svo FÁ æfingin sem er gagnleg.

Einnig er hægt að fara á tölvustöðvar frá því á þriðjudag……fullt í boði 😉

21. nóvember 2017 Upprifjun efnafræði – stöðvavinna

2

 1. sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
 2. Þrautir  sjá qr….
 3. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara spurningum 9-2, 9-3 og 9-4
 4. Byggjum frumeindir með molymod
 5. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
 6. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu – krossglíman sívinsæla – orð af orði verkefni  krossgáta
 7. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar eða 5 atriði sem þú vissir ekki um…..
 8. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
 9. Bók – bls. 38 súlfíðjón….
 10. Tölva  jónir PhET sýrur og basar
 11. Spurningaleikur – hugtök og skilgreiningar
 12. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
 13. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
 14. Athugun – eðlismassi.

20. nóvember 2017 Efnafræðiupprifjun

Nýr hlekkur byrjar í dag.  Efnafræði.

Þessa viku notum við í upprifjun.  Svo tekur við nýtt námsefni og tilraunir því tengdar.

Byrjum á efnajöfnum, jónum og sýrustigi.  Gerum sýrustigstilraun.

Þá tekur við umfjöllun um eiginleika efna og efnahvörf.  Verðum með tilraunastöðvavinnu með þurrís.

Síðasta tilraun verður fílatannkrem og þá fjöllum við um varma í efnahvörfum, útvermið, innvermið og lögmál Hess.

Sem sagt margt merkilegt framundan og auðvitað skýrslugerð “masteruð”

Í tímanum í dag skoðum við nearpod-kynningu  upprifjun á efnafræði með áherslu á frumeind og lotukerfi.

 

6.-9. nóvember 2017 Umræðufundur

skipulag vikunnar:

Byrjum á að klára umræðuverkefni síðustu viku.

á morgun verður Afhent könnun sem á að skila aftur sem fyrst……. í síðasta lagi á fimmtudag.

Fimmtudagurinn nýtist í að gera upp þennan hlekk og skila inn á bloggið.

Nýr hlekkur byrjar í svo í næstu viku.  Þar sem við rifjum upp efnafræði frá 8.bekk og bætum við….

 • áhersla á að stilla efnajöfnur
 • hraða efnahvarfa – útvermið og innvermið
 • sýrustig – sýrur og basa

Erfðir og erfðaefni

Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma.

Tengist t.d. frumulíffræði, þroskunarfræði og þróunarfræði, ennfremur nýtist í flokkunarfæði

Saga erfðafræðinnar

Gamlar hugmyndir 400 f. Kr. – 350 f. Kr.

Hippokrates – faðir læknisfræðinnar

Aristóteles – náttúrufræðingurinn

Erfðafræðin er ung fræðigrein

1865 – niðurstöður Mendels

1900 – niðurstöður Mendels enduruppgötvaðar

1953 – útlit DNA kemur í ljós

2002 – erfðamengi mannsins kemur í ljós

Gregor Mendel oft sagður faðir erfðafræðinnar.

Munkur sem gerði tilraunir með ræktun garðertuplantna (baunagrös).

Vissi ekkert um litninga eða gen, en setti fram kenningar og dó án þess að fá viðurkenningu fyrir verk sín.

Tilraunir Mendels en hann notaði baunaplöntur.  Blómið hefur bæði fræfla (kk) og frævu (kvk) og þegar frjókorn lenda á fræni hefur frævun átt sér stað og í kjölfarið verður frjóvgun (egg og frjó renna saman) sem mynda fræ.

 1. 1.Fræ lágvaxinna plantna gaf eingöngu lágvaxnar plö
 2. 2.Fræ af hávöxnum plöntum gáfu aðeins af sér hávaxnar plöntur
 3. 3.aðrar gáfu bæði hávaxnar og lágvaxnar plöntur.

Eftir margendurteknar tilraunir vissi Mendel að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur æxlast saman fengi hann aðeins hávaxnar afkvæmisplöntur. 

Sterkari eiginleikinn er kallaður ríkandi en

sá eiginleiki sem virðist hverfa víkjandi.

·          Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum.  H fyrir háan vöxt plantna,

·          Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum, h fyrir lágan vöxt plantna.

P-kynslóðin    foreldrakynslóð

F1-kynslóðin   fyrstu afkomendur

F2-kynslóðin   næstu afkomendur

Tilgáta Mendes:

Hvor foreldrisplanta hefur eitt par af erfðaþáttum (genapar). Einstaklingar sem hafa eins gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. HH eða hh, kallast kynhreinir eða arfhreinir.

Einstaklingar sem hafa ólík gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. Hh, kallast kynblendingar eða arfblendnir.

Rannsóknir á DNA

James D. Watson og Francis Crick hlutu nóbelsverðlaunin árið 1962 fyrir að útskýra uppbyggingu DNA.  Rannsóknir á DNA hafa leitt til framfara t.d. með ræktun á nytjaplöntum og húsdýrum og ný lyf hafa verið fundin upp. DNA uppgötvaðist vegna vinnu Gregors Mendel seint á 19 öld.

 DNA

 • er grunnefni erfða og því eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar.  
 • er spírallaga  stórsameind úr Deoxýríbósakjarnsýru
 • geymir upplýsingar sem þarf til að búa til prótín
 • varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna

Erfðaeiginleikar eru varðveittir í litningum

Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu

Í venjulegri líkamsfrumu eru litningarnir í pörum

Litningar skiptast í margar erfðaeiningar sem sem kallast gen.

Í hverju geni eru upplýsingar um myndun prótína.

DNA og prótínmyndun

Upplýsingarnar í DNA sameindunum eru tákanaðar með fjórum bókstöfum.  Röð bókstafanna felur í sér hvaða amínósýrur raðast saman í myndun mismunandi prótína.

Prótin geta m.a.verið byggingarefni, boðefni eða ensím

Gen eru misvirk í frumum og þess vegna eru frumugerðirnar misjafnar, en allar frumur í sama einstaklingi hafa sama DNA mengið.

Frá kynslóð til kynslóðar

Við stækkum vegna þess að frumurnar fjölga sér.  Við venjulega frumuskiptingu (mítósu) eftirmynda DNA sameindirnar sig sjálfar.

Við myndun kynfrumna skipta frumurnar sér með sérstakri skiptingu (meiósu) sem kallast rýriskipting.  Þá myndast frumur sem eru með helmingi færri litninga en móðurfruman.

Í okkur eru u.þ.b. 30.000 gen og raðast þau á 46 litninga í frumukjarna nær allra frumna líkamans. 

Kynfrumurnar eru undantekning með 23 litningar. Þegar kynfrumur sameinast við frjóvgun verður til okfruma með fullskipaðan fjölda litninga, (46 litninga; 23 úr eggfrumu móður og 23 úr sáðfrumu föður.)

Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því það er í sama sæti á samstæðum litningi.

Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri.

Kynákvörðun: X- og Y-litningarnir ákvarða kyn einstaklingsins, þessir litningar kallast kynlitningar.

Allir karlar hafa XY litninga og allar konur XX.

 

Lögmál erfðanna.

Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur

Annað genið er frá móður og hitt frá föður

Við samruna kynfrumna fá afkvæmin gen fyrir tiltekinn eiginleika frá sitt hvoru foreldrinu.

Gen fyrir tiltekinn eiginleika frá öðru foreldrinu er í tilteknu sæti á öðrum litningnum. 

Gen fyrir sama eiginleikann frá hinu foreldrinu er í sama sæti á hinum litningnum.

Eiginleikar, sem ráðast af ríkjandi geni, koma alltaf fram. Nægir að genið erfist frá öðru foreldrinu.

Eiginleikar sem ráðast af víkjandi geni, koma bara fram ef afkvæmið hefur fengið genið frá báðum foreldrum.

Lögmálið um aðskilnað segir að við rýriskiptingu skiljast samstæðir litningar að þannig að hver kynfruma fær aðeins aðra genasamsætu í hverju pari í hverju genasæti.

Lögmálið um óháða samröðun segir að hver genasamsæta erfist óháð öllum öðrum, nema þær séu á sama litningi.

Líkindi eru líkur á því að eitthvað gerist og er mikið notað í erfðafræði. 

Til þess að reikna þær út eru oft notaðar svokallaðar reitatöflur.

Svipgerð: er greinilegt, oftast sjáanlegt einkenni lífveru.  Hvernig arfgerðin kemur fram.

Arfgerð:  genauppbygging lífverunnar.  Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).

Arfgerð

svipgerð

SS

svört

Fyrstu þrjú dýrin hafa sömu svipgerð en ólíka arfgerð.

Ss

svört

sS

svört

ss

hvít

Síðasta dýrið hefur ólíka arfgerð og ólíka svipgerð en hin þrjú dýrin.

Arfgerð ræðst við frjóvgun, þegar sáðfruma rennur saman við eggfrumu.  Þessari arfgerð heldur einstaklingurinn út alla sína ævi, því við getur ekki skipt út genum og fengið ný.

Svipgerð er hinsvegar alltaf að breytast.

·          Húðlitur okkar dökknar þegar við förum til sólarlanda

·          Hárið lýsist á sumrin hjá sumum

·          Við stækkum er við eldumst og hrörnum að lokum

Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær.

Fjölgena erfðir Flestir eiginleikar hjá hverjum einstaklingi ráðast af mörgum genasamsætum. 

Sumir eiginleikar lífvera byggjast líka á samspili milli gena og umhverfis.

Húðlitur ræðst til dæmis af samstarfi fjögurra genapara, hvert í sínu sæti á litningasamstæðu.

Mismunandi möguleikar á samsetningu þessara átta stöku gena leiða til allra þeirra mismunandi afbrigða af húðlit sem þekkjast hjá fólki.

Margfaldar genasamsætur: þá koma fleiri en tvær genasamsætur til greina í tilteknu sæti,

þ.e.samsætur þar sem fleiri en tvö gen koma til greina í sæti, þótt hver einstaklingur sé aðeins með tvö gen, eitt frá hvoru foreldri.

ABO blóðflokka manna eru dæmi um margfaldar genasamstæður.

Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk.

Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldrinu og B gen frá hinu verður það í AB blóðflokki því að A og B genin eru jafnríkjandi.

Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu.

O genið er því víkjandi.

Einstaklingur sem erfir O gen annars vegar og A gen hins vegar verður þess vegna með A blóð. Sá sem erfir O gen og B gen verður með B blóð.

Erfðagallar

Ef fjöldi litninga verður ekki réttur eftir frjóvgunina getur fósturvísirinn dáið eða afkvæmið orðið óeðlilegt á einhver hátt. Stundum kemur fyrir að villa leynist í byggingu gens sem erfist,  gölluð gen erfast á milli ættliða.

Erfðasjúkdómar stafa af gölluðum genum sem ganga að erfðum.  Heilbrigðir foreldrar geta eignast  afkvæmi með erfðasjúkdóm ef gallinn er á víkjandi geni.  Afkvæmið hefur þá fengið gallaða genið frá báðum foreldrum sínum.

            Dæmi um arfgenga sjúkdóma eða erfðasjúkdóma:

Marblæði

Sigðkornablóðleysi

Dreyrasýki

 

 

 

Óaðskilnaður samstæðra litninga

Einstaka sinnum mistekst aðskilnaður litningapara í rýriskiptingunni. Þegar slíkt gerist er talað um óaðskilnað litninga og hefur í för með sér að líkamsfrumur erfa ýmist fleiri eða færri litninga en eðlilegt er. T.d. downsheilkenni (þrístæða á 21. litningapari). Til að komast að erfðagöllum í tíma er hægt að framkæma legvatnsástungu.  Þá er örlítið af legvatni fjarlægt og frumur fóstursins rannsakað.

Kyntengdar erfðir

Allir karlar hafa XY litninga og allar konur XX.

·          X litningar bera m.a. gen sem ekki hafa neitt með kyneinkenni að gera.

·          Y litningar hafa aftur á móti fá ef nokkur gen sem stjórna ekki karlkyneinkennum.

Hvert gen— jafnvel víkjandi gen— sem er á X litningi ákvarðar eiginleika í karlmanni sem erfir genið. Það er vegna þess að það er ekkert samsvarandi gen á Y litningnum.

Slík gen kallast kyntengd gen og eiginleikarnir kyntengdir þar sem þeir erfast frá foreldrum til barna með kynlitningi.

Þar sem konur erfa tvo X litninga koma áhrif víkjandi gens á öðrum þeirra ekki fram ef ríkjandi samsætt gen er á hinum X litningnum.

Margir sjúkdómar eru vegna samspils erfða og umhverfis.  Þátt erfða annars vegar og umhverfis hins vegar er best að meta í einstaklingum sem hafa sömu eða svipaða erfðaeiginleika.  t.d. eineggja tvíburum.

Ef galli kemur fram í erfðaefninu er talað um stökkbreytingu.  Stökkbreyting í líkamsfrumum getur valdið krabbameini eða öðrum sjúkdómum.  Stökkbreytingar ganga því aðeins að erfðum að þær verði í kynfrumum.

Erfðatækni

Uppgötvanir á 20. öld

·          Kynlitningar:  Karlar XY og konur XX

·          Ófullkomið ríki:  Gen sem eru hvorki ríkjandi né víkjandi.

·          Litningakenningin:  Erfðaþættirnir eru í litningunum.

·          Stökkbreytingar:  Skyndilegar breytingar á eiginleikum vegna breytinga í einstökum genum eða heilum litningum. Stökkbreytingar í kynfrumum getur leitt til þess að breytingin berst til næstu kynslóðar.

Uppgötvanir á 21. öld

·          Erfðatækni: aðferð þar sem gen eða DNA-bútar frá einni lífveru eru fluttir í aðra.  Þar með eru komnar erfðabættar lífverur.

·          Genasplæsing bútur úr DNA keðju manns splæstur í DNA keðju annarrar lífveru.

·          Klónun – Einræktun

·          Framleiðsla insúlíns

·          Genalækningar þegar reynt er að flytja starfhæf gen inn í frumur sjúklings.

·          DNA- greiningar,

·          Genapróf og genakort.

·          Genabankar

·          Stofnfrumurannsóknir

Erfðafræði og matvæli

Kynbætur plantna og dýra byggjast á því að æxlað er saman einstaklingum með eiginleika sem menn vilja að komi fram hjá afkvæmunum.

Kynbætur og ræktun byggjast á því að erfðafræðilegur breytileiki sé mikill, t.d. að plöntutegundir búi yfir mörgum og mismunandi eiginleikum.

Genafjölbreytileiki er varðveittur í genabönkum.

Getum búið til lífverur með algerlega nýja eiginleika.

 

 

24. október 2017 Erfðfræði-stöðvavinna.

Ótrúlega margt í boði – sumt sama og síðast en líka nokkuð af nýjum spennandi stöðvum sem tengjast blóðflokkum.  Vandaðu valið og mundu að skila á blogginu.

 1. Lítil spjöld – hugtök og skilningur – spurningaleikur
 2. Lifandi vísindi nýjasta tölublaðið 11/2017 fullt af spennandi fréttum t.d. Verksmiðjuframleitt blóð bls. 11, Genaklippur bls. 21 og Rækta ofurdýr bls. 39……..svo má kíkja í eldri blöð eins og 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 3. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 4. Tölva – ríkjandi og víkjandi , baunir  Mendels í stuttu myndbandi – gera orðalista ensk/íslenskt.
 5. Verkefnahefti – erfðafræði
 6. Connect four ——————————–>
 7. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 8. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 9. Tölva – erfðafræðihugtök
 10. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance – FCS Biology
 11. Sjálfspróf – upprifjun 4-2 og 4-3 Maður og náttúra
 12. Verkefni paraðu samanpunnett squares  -og hér og hér og jafnvel hér
 13. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum – krossglíma
 14. Tölva – DNA myndun
 15. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 16. Tölva – genetics 101
 17. Tölva – réttur blóðflokkur! – blóðgjafaleikurinn
 18. Verkefni – kynbundnar erfðir
 19. Tölva – fræðslumynd

Kahoot erfðafræði 1 og erfðafræði 2

17. október 2017 Erfðafræði frh.

Kennari ekki á svæðinu en þið hjálpist að og vinnið í verkefnablöðum sem búið er að afhenda.  Til stuðnings er

Og ef þetta er ekki nóg fyrir tvöfaldan tíma þá er hér verkefni um ríkjandi eiginleika sem bekkurinn getur leyst í sameiningu,

3. október 2017 Stöðvavinna – upprifjun frumulíffræði

Stöðvavinna  upprifjun frumulíffræði
 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Verkefni – frumulíffræði
 7. Tölva –cell game
 8. Tölva cell games og animal cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Tölva – Er allt gert úr frumum?
 12. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 13. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 14. Tölva – Frumuskipting.
 15. Tölvur – DNA afritun
 16. Módel af frumu – vinna með leir og læra frumulíffærin
 17. Rannsóknarvinna í smásjá – sæðisfrumur úr nauti

28. september 2017 könnun

Könnun úr námsefninu – ég ber ábyrgð/hvað get ég gert og einnig úr CO2 heftinu sem við notuðum í lesskilningsþjálfun í síðustu viku.  Þið byrjuðuð á þriðjudag og nú er að klára með stæl.

Hjálpargögn eru hin ýmsu……t.d…………..

…. bækur sem liggja frammi – Maður og náttúra

….heftið hans Einars Sveinbjörnssonar um CO2

….veraldarvefurinn og þá bendi ég sérstaklega á ýmsar slóðir sem ég hef sett inn á heimasíðuna síðustu vikur 

og svo má spjalla saman og hjálpast að.

 Miðum við að hún klárist í þessari viku og allar upplýsingar eru hér inn á padlet.

Velja fjórar ? til að svara, senda svo til kennara gydabjork@fludaskoli.is og muna að merkja könnun 28.9.2017

konnun8102015

Það má  nota öll hugsanleg gögn til að leita lausna.

Ég bið samt um að þið skilið hvert um sig, senda lausnir í tölvupósti eða deila skjalinu með mér – subject könnun 28.9.2017

Gangi ykkur vel:)

26. september 2017 Umræður – verkefni – blogg og könnun

Margt í boði í dag.

Byrjum á naflaskoðun og umræðu um kynningar gærdagsins.

Gerum stutt verkefni úr námsefninu Framtíðin í okkar höndum.

Ræðum myndina sem horft var á í fyrra Before the flood-trailer og rifjum upp

Skoðum nemendablogg.

Seinni tíminn verður í tölvuveri þar sem þið byrjið á könnun úr þessu námsefni.  Miðum við að hún klárist í þessari viku og allar upplýsingar eru hér inn á padlet.

14. september 2017 í tilefni af degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru verður næsta laugardag 16. september.

Ræðum um íslenska náttúru með áherslu á  fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni. DSC08403

Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.

Birki

Plöntuvefsjá

Flóra Íslands

Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga

Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu

 

14. september 2017 Líffræðilegur fjölbreytileiki

Nokkrir í fríi í dag – réttarstemning í sveitinni.

Upplagt að nýta tímann til að skoða fróðleik um líffræðilegan fjölbreytileika (lífbreytileika)

 1. Hvað er líffræðilegur fjölbreytileiki?  ..og nákvæmari útskýring hér
 2. Vefur Umhverfisstofnunar Evrópu Skoðaðu vefinn.  Hvað finnur þú um líffræðilegan fjölbreytileika – bara skoða og hugsa – ekki svara skriflega.
 3. Alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika -eða Áratugur lífbreytileika.
 4. Af hverju er lífbreytileiki mikilvægur?
 5. Þegar hingað er komið átt þú að geta svarað því hvort líffræðilegur fjölbreytileiki er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að hafa áhyggjur af?
 6. Hvernig getur þú tengt Þjórsárver og það sem þú hefur lært um þau við umræðuna um líffræðilegan fjölbreytileika?
 7. Myndband um líffræðilegan fjölbreytileika Eftir að hafa skoðað myndina – hvað fannst þér merkilegast?

12. september 2017 Ég ber ábyrgð

Verkefni þessarar viku og næstu……….ég ber ábyrgð.

Samskipti manns og náttúru hafa verið í brennidepli hjá okkur.

Nú fá hópar ákveðin viðfangsefni sem þeir útfæra og kynna fyrir hinum.

Þið leggið höfuð í bleyti – hvernig ber einstaklingurinn ábyrgð?

Kynning má vera á fjölbreyttu formi, en munið að tímamörk eru lok næstu viku.

Ýmsar bækur og blöð í boði í stofu og svo er veraldarvefurinn opinn 😉  og ekki gleyma færslum síðustu vikna hér á heimasíðunni.

umhverfisstofnun

ruv – loftslagsbreytingar

ýmsar áhugaverðar krækjur

12. september 2017 Loftslagsbreytingar.

Við skoðum mynd um loftslagsbreytingar og svörum laufléttum spurningum.   Þessi mynd fylgir námsefninu sem Einar Sveinbjörnsson á veðurvaktinni hefur haft umsjón með.  Vegleg vefsíða með ýmsu efni.

Vindum okkur svo í gagnvirkan lestur úr CO2 heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar. Unnið í hópum og styðjumst við aðferðarfræði sem er kynnt á vef Orð af orði

11. september 2017 Maður og náttúra

Þessa viku ræðum við um aukin gróðurhúsaáhrif, þynningu ósonlags, öfgar í veðurfari, loftmengun, ofauðgun og fleira sem ógnar jörðinni vegna áhrifa mannsins. 3624359066_b20fc93a9c_b

Byrjum á að skoða

 Jörð í hættu!? – Geta til aðgerða

Skoðum vefsíðu Einars – Framtíðin í okkar höndum

Hvaða lausnir eru í sjónmáli?

Að elska jörðina

HOME mynd frá 2009  trailer með íslensku tali á nams.is

Skoðum líka ýmsar fréttir i….

og svo er auðvitað sjálfsagt að kíkja á frábærar bloggsíður nemenda.

7. september 2017 Hringrásir efna og orkuflæði

Tungufellsdalur

Hringrásir efna og orkuflæði.

images

Einstaklingsverkefni í tölvuveri.  Þið megið velja eitt eða fleiri.  

Óskað er eftir góðum svörum, útskýringum, myndum og dæmum.  

Skil í  lok tíma 😉  inn á bloggsíðu – verkefnabanka.

 

 1. Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis.  Finndu myndir til stuðnings.
 2. Gerðu fæðupýramíða og lýstu orkuflæðinu eftir því sem ofar dregur.  Nefndu dæmi um vistkerfi og lífverur.
 3. Lýstu nokkrum fæðukeðjum, segðu hvaða lífverur eru fremstar, nefndu dæmi um nokkra toppneytendur og útskýrðu af hverju toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna.
 4. Hvaða hætta steðjar að kóralrifjum á jörðinni. 

Hægt er að nota bókina Maður og náttúra og tengla sem hafa verið settir inn á færslur síðustu vikna.

5. september 2017 Ljóstillifun og bruni.

Stöðvavinna

Ljóstillifun og bruni

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Inquire into life – photosynthesis bls. 134
 10. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 11. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 12. Orð af orði – krossgátur, orðarugl ofl.
 13. Lifandi vísindi.
 14. Blue planet in danger smáforrit í spjaldi.

4. september 2017 Vistkerfi

Byrjum á að klára kynningar á danmerkurverkefninu

FYRIRLESTUR, UMRBÆÐUR OG VERKEFNI

Vid Heklu

 Ræðum um vistkerfi og samspil lífvera og lífvana umhverfis.  Förum yfir nokkur hugtök sem þarf að hafa á hreinu. Fjöllum sérstaklega um líffræðilega fjölbreytni og náttúruval.

Skoðum skóga á Íslandi, helstu gróðurlendi og stöðuvötn.

ræðum um mikilvægi hafsins sem stærsta vistkerfisins og hvernig ósnortin náttúra er í hættu.

istock hafstranda001

Ramsarsamingur votlendi á Norðurlöndunum

Stefnumörkun um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi 

Náttúra norðursins

 

31. ágúst 2017 Fyrsti bloggtíminn

Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.

Umfjöllun er Danmerkurferð.  Ræða lífríki, jarðfræði, umhverfisvitund………eða það sem ykkur finnst markvert.  Endilega að deila með öðrum myndum og minningum.

Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!

Gangi ykkur sem allra best.

 

28. ágúst 2017 Fyrsti tíminn-velkomin heim ;)

Farið yfir skipulag og áherslur.

Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.

Í þessum hlekk nýtum við okkur bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir Maður og náttúra. Mikil áhersla á umhverfisfræði  um tengsl manns og náttúru, umhverfismál og erfðafræði.

Við nýtum tímann í dag og reyndar þessa viku til að segja frá Danmerkurferð, rifja upp og tengja upplifunina við hugtök og fyrri vitneskju.

Forside

og svo er hægt að skella sér í stutt …..

Påskequiz: Er du ægspert på æg?

Kannski er hægt að hræra fullyrðingasúpu í lok tímans.  Hvað er satt, hvað er ósatt og er eitthvað óljóst?………………..

Það lifa ljón í Danmörku!

Maður dettur úr rússibana ef ekki væru öryggisbelti!

Danmörk er flöt – engin fjöll þar!

Það vaxa fleiri plöntutegundir í Danmörku en á Íslandi og aðalástæðan er að þar er hærri meðalárshiti! o.s.frv.

 

18. apríl 2017 Æxlun

Fyrirlestrartími og umræður.

Fjölgun lífvera fer fram með æxlun.  Nokkur hugtök:

Kynlaus æxlun

 • Frumuskipting (mítósa)Frjósemi minnkar
  Knappskot
  Gróæxlun

Vaxtaæxlun
Klónun

Kynæxlun
Karlkyn og kvenkyn
Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
Samruni litninga úr tveimur einstaklingum – Okfrumafstur2

 • æxlunarfæri karla og kvenna,
 • tíðarhringur, 
 • frjóvgun,
 • kynfrumur helstu einkenni og sérstaða
 • getnaðarvarnir
 • meðganga 
 • stofnfrumur

 

LOKAMAT – próf

Seinnihluta maímánaðar verður lokapróf í náttúrufræði. Prófafyrirkomulag er nýtt og hafa nemendur ekki tekið þátt í svipuðu verkefni áður í skólanum.  Það verður kynnt vel og nemendur fá að sjá sýnidæmi og spurningar.

Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef.  Nemendur hafa aðgang að tölvuveri og spjaldtölvum.  Þetta er einstaklingsverkefni.    Miðað er við að prófið sé skriflegt og á að skila til kennara í lok tímans.  Ef nemendur vilja skila munnlega verður að ákveða það a.m.k. degi fyrir prófdag.  Þegar nemendur mæta í próf draga þeir spurningar úr ákveðnum flokkum.  Allir verða að draga eina spurningu úr hverjum flokki en þeir eru sjö alls.  Nemendur eiga að svara fimm spurningum og geta því valið fimm af sjö en sleppt tveimur.

Eftirfarandi er haft til viðmiðunar í spurningum:

Að nemendur geti….

 • útskýrt hvernig tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni.
 • rökstutt afstöðu sína og niðurstöður af aðgerðum er varða náttúru og samfélag.
 • metið og greint upplýsingar um vísinda og tækniþróun
 • úrskýrt áhrif tækniþróunar á daglegt líf fólks
 • tekið afstöðu til siðferðilegra þátta
 • beitt algengum hugtökum og heitum náttúrugreina í ólíku samhengi
 • útskýrt  texta um náttúrufræði, umorðað hann, tjáð sig og túlkað myndefni.
 • nefnt dæmi í umhverfi sínu og gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru.
 • gert grein fyrir eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélagsins og útskýrt með dæmum.

 

 

 

LOKAMAT – tilraun

Með tilraunum og skýrslugerð eru nemendur þjálfaðir í vísindalegri vinnu.  Nauðsynlegt er að temja sér góðar umgengnisvenjur, einbeitingu, öguð vinnubrögð og hæfni til samstarfs. Það þroskar nemendur og undirbýr þá fyrir líf og störf.

Nemendur í Flúðaskóla hafa framkvæmt margar tilraunir bæði stórar og smáar og oft skilað greinargerðum og einnig skýrslum samkvæmt kúnstarinnar reglum.  Því er upplagt að leggja upp með tilraun og skýrslugerð sem hluta af lokaverkefni.

Athugunin verður framkvæmd nú í lok apríl og á að skila skýrslu viku síðar.  Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi.  Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.

Upplýsingar um hópa og tilraunir 

LOKAMAT – rannsóknarverkefni

Vísindavaka er góð leið til að fá nemendur til að yfirfæra þekkingu sína í náttúrufræðum á hversdagsleg fyrirbæri og hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms.  Nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Það er hefð fyrir því í Flúðaskóla að nemendur taki þátt í vísindavöku og eru fyrstu vikur ársins nýttar til þess.  Því hafa útskriftarnemar tekið þátt í slíku a.m.k. tvisvar á jafnmörgum árum og fengið leiðbeinandi umsögn.

Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum  matslista.  Nemendur framkvæma og útskýra eigin athuganir, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.  Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, vísindaleg vinnubrögð, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.

Verkefnið verður unnið á tveimur vikum í byrjun árs og er það fyrsta af lokaverkefnunum.  Meginþema verður náttúra og samfélag og er gott að hafa að leiðarljósi að niðurstöður geti nýst nærsamfélaginu.

 

 

LOKAMAT

Í nýrri aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni.

Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D.  A lýsir framúrskarandi hæfni,  B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem nemandi uppfyllir ekki hæfniviðmið í C.

Lokamat er staða nemendar í námsgrein við lok skólagöngu.  Þetta er samræmd einkunnagjöf og byggir á matsviðmiðum sem koma fram í námsskrá en eru ekki tölur, normaldreifðar eða hlutfallseinkunnir.  Námsmat í vetur hefur tekið mið af hæfniviðmiðum og verið fjölbreytt leiðbeinandi mat (kennara, samnemenda, sjálfsmat) byggt á matslistum.  Lokamatið er ekki byggt á meðaltali verkefna vetrarins.

Samkvæmt námskrá er skólum gefið nokkuð frelsi til að framkvæma námsmat en mikilvægt er að nota fjölbreyttar aðferðir við söfnun gagna og fá sem gleggstar upplýsingar um hvar nemandi stendur við lok grunnskólagöngu.  Nánari upplýsingar um námsmat við lok grunnskóla er hægt að finna á vef menntamálastofnunar. 

Lokamat í náttúrufræði í Flúðaskóla þetta vorið er fjórþætt og verður framkvæmt á síðustu vikum skólaársins.  Notuð eru skýr viðmið og nemendur fá afhenta matslista í byrjun sem gott er að hafa til hliðsjónar.  Þar kemur fram hvaða matsþættir eru skoðaðir í hverju verkefni.
LOKAMAT YFIRLIT

Byrjað verður á námsmatsverkefnum í byrjun sumars þann 24. apríl n.k. og lokaskil verða mánuði síðar 23. maí.  Nákvæmar dagsetningar verða settar inn síðar þar sem miðað er við að samræma vel lokaverkefni í öllum fögum til að dreifa verkefnum.

Dagatal fyrir apríl og maí. Verkefni og skiladagar.

Nánar um hvert verkefni:

Hugtakakort

Rannsóknarverkefni

Tilraun

Próf

 

 

LOKAMAT – hugtakakort

Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.

Einstaklingsvinna.  Nemendur hafa fengið þjálfun í gerð hugtakakorta enda skólinn í þróunarverkefninu Orð af orði þar sem hugarkort hafa verið kennd og notuð.  Auk þess hefur hver hlekkur í náttúrufræðinni síðustu þrjú ár byrjað á hugtakakortum.  Því er ákveðið að allir nemendur vinni og skili vel útfærðu korti sem gert er í kringum eitt valið hugtak.  Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu.  Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu, umræður og kortið hengt upp.

Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar

Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):

Gerfiefni Fruma Eðlismassi Jarðvegseyðing
Vatn Lífhvolf Sjávarföll Rafsegulróf
Efnahvörf Náttúruvernd Bylgjur Rafmagn
Úthljóð Ljóstillifun Náttúruval Frumbjarga
Segulsvið Endurnýting Úrgangur Sjálfbærni
Frumefni Varmi Lotukerfi Jarðvegur
Lífvera Smitsjúkdómar Vistheimt Hafstraumar
Vistkerfi Hringrásir efna Okfruma Eldgos
Líftækni Auðlindir Búsvæði Þyngdarkraftur
Jarðhiti Þróun Tegund Gróðurhúsaáhrif

AVATAR

Við notum tímana í þessari fyrstu skólaviku á nýju ári til að horfa á Avatar.

Ný aðalnámskrá leggur áherslu á sjálfbærni sem grunnþátt menntunar.  Nemendur eiga að geta horft til framtíðar, vita að allir eru ábyrgir og því þarf að þekkja og skilja náttúruna.  Þá fyrst er hægt að takast á við ágreiningsefni og álitamál.  Mörg hæfniviðmið ólíkra greinasviða eru tengd þessu og miða að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál og efla gagnrýna hugsun, gildismat og rökræður.   Ágæt leið til að nálgast þessi viðmið er að horfa á kvikmyndina Avatar og spyrja spurninga sem skapa umræður.

Kennari er ekki á svæðinu en áður en sýningar hefjast vil ég að þið skoðið eftirfarandi vel.

90x55x2-Great-leonopteryxAvatar gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Á Pandóru býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Þetta eru friðsamar verur sem lifa í sátt við umhverfi sitt og sýna náttúrunni virðingu. Þetta er hefðbundið þema – ást og græðgi – vondir menn og gott fólk.

En það er líka verið að fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbæra þróun og náttúruauðlindir. Avatar

Við horfum á myndina í gegnum sérstök gleraugu 😉 og höfum í huga stjörnufræði, eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði.

Tenglar og myndbönd

Mögulegar og ómögulegar ????

sem koma upp í hugann á meðan að myndin rúllar….

… hvenær gerist myndin?

… hvernig er lofthjúpurinn samsettur?  er súrefni? er eldur?

… eftir hverju eru mennirnir að slægjast á Pandóru? 

… hverjar eru eiginlegar auð lindir tunglsins?

… hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?

… svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á Jörð?  … Hvað er líkt og hvað ólíkt?

… hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?

… hve langt er til Pandóru frá Jörðinni?

… hver er munur á tungli, reikistjörnu og sól?

… er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?

 Lykilhugtök……..

…vistkerfi……sjálfbærni…..stjörnulíffræði……auðlindanýting……lífbreytileiki……vistspor…….

og fyrir kennara: