Starfskynningar hjá 9. og 10. bekk í dag.
Category Archives: Fréttir 9. bekkur
28. nóvember 2017 Stöðvavinna stjörnufræði
Vinna saman tvö og tvö – eða einstaklingsvinna ef vill. Muna að skila inn á bloggið
-
Stjörnufræðivefurinn fréttir
-
Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
-
Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
-
Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
-
Lifandi vísindi nr 12/2017 Draumaverksmiðja NASA bls. 32-36 eða Eldgos í geimnum bls. 54
- Verkefni – lokahnykkurinn bls. 98-99 Eðlisfræði 3
-
Bók – Eðlisfræði 3 – uppgötvanir
- Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
- Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi – samantekt
-
Galíleió – sjónaukinn. Lærum að nota – skoðum…
- Tölva – NASA vefur
- Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48, Orkulind stjarna bls. 48 eða bls. 51 Af hverju lýsa reikistjörnur.
- Tölva – HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
- Verkefni – Lotukerfið. Frumefnin og stjörnunar.
- Tölva – myndband ævi sólstjörnu
- Tölva – Sólkerfið
- Bók – Eðlisfræði 3 – Kjarnorka
- Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
- Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
- Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu orðarugl og gátur.
23. nóvember 2017 Verkefnavinna á Dal
Einstaklingsverkefni í stjörnufræði.
Þið voruð öll búin að velja viðfangsefni og nú er bara að nýta tímann vel.
Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur 😉
21. nóvember 2017 Hlekkur 3
Stjörnufræði
Hugtakakort fyrir hlekk þrjú.
Afhent stjörnskoðunarkort 😉
Skoðum hvaða bækur við munum styðjast að hluta til við t.d. ný bók sem er bara til
rafræn Eðlis- og stjörnufræði og nýta okkur mikið vefinn stjörnuskodun.is Kynning á stóru glærukynningarverkefni sem verður einstaklingsvinna.
og annað fallegt….
Sigurrós Hoppípolla í félagi við BBC planet earth
Fróðleikur….
Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.
Þróun stjarna frá How stuff works.
Vefur BBC um stjörnufræði
HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
og annað fróðlegt
Fræðist um Galileo Galilei. Nú eru liðin rúm 400 ár frá því að Galileó beindi sjónauka sínum að tunglinu og teiknaði það sem fyrir augu bar. Þetta markaði upphaf stjörnufræðiathugana hans sem báru góðan ávöxt. Og hér eru fréttir af karli! Fann fingur og tönn Galileos
20. nóvember 2017 Amnesty International
koma í heimsókn til 9. og 10. bekkjar í dag og það hittist á náttúrufræðitíma.
16. nóvember 2017 Skákmót
Halldórsmót í skák
14. nóvember 2017 Lokum hlekk tvö
Síðasti tíminn í hlekk 2 (og eini þessa viku – menningarferð og skákmót)
Tími til að klára verkefni og skýrslur.
Skoðum áherslur, blogg og fréttir.

https://jokideo.com/first-physics-law-of-cartoons/
13. nóvember 2017 Menningarferð
Menningarferð til höfuðborgarinnar.
9. nóvember 2017 Skýrslugerð
Tími til að klára skýrslu.
Síðan verður hist á sal og hópaskipting í miðvikudagsvali kynnt.
Þá tekur við rútuferð á Laugarvatn – Blítt og létt.
7. nóvember 2017 Eitt og annað ….. ;)
Tiltektardagur í eðlisfræðinni. Söfnum saman…
- óunnum verkefnum,
- myndböndum sem ekki var tími til að horfa á
- bloggfærslum sem gagn og gaman er að
- skýrslugerð
svo er upplagt að enda á eðlisfræði-alías
6. nóvember kraftar og lögmál
Afhentar skýrslur úr vinnutilraun. Farið yfir helstu atriði og athugasemdir.
Skoðum fróðleik um lögmál Newtons.
Vinnum í verkefnablöðum um krafta eða kíkjum á þessi verkefni
Glímum við dæmareiking af ýmsu tagi.
Sem sagt sitt lítið af hverju!
Lögmálin stutt fræðslumynd
2. nóvember 2017 Skýrslugerð – boltatilraun
KLÁRUM (A.M.K. KOMUMST LANGT MEÐ) SKÝRSLUNA UM hröðun.
- Munið að fara eftir kúnstarinnar reglum
- Leiðbeiningar hér á heimasíðunni undir gagnlegt
- Hvernig var þetta með baksturinn – kökuna og kremið?
2. nóvember 2017 Skýrslugerð
Skrifa skýrslu úr hraðatilraun þriðjudagsins. Skil eftir viku 😉
24. október 2017 Tilraun – massi, kraftur, vinna og afl.
Tilraunatími í dag og útreikingar tengdir krafti og afli. Kennari afhendir leiðbeiningarblað í byrjun tíma og aðstoðar við útreikninga. Notum formúlublaðið.
Reynum að komast langt með skýrslugerðina í tímanum. Skýrsluskil eftir viku.
23. október 2017 Eðlisfræði krafta
Fögnum ritgerðarskilum.
Skoðum blogg
Kíkjum á kynningu
Stutt verkefnavinna
Léttur tími 😉
17. október 2017 Eðlisfræði krafta
Kennari ekki á svæðinu en þið eruð sjálfbjarga og getið haldið áfram að vinna í nearpodkynningu gærdagsins. Það er markmið að klára sig í gegnum kynninguna að bls. 26. að hraða og ferð.
Til stuðnings er bókin Eðlisfræði 2 – hægt að gera sjálfspróf 1-2 og 1-3
Skoða videóglósur
Svo er fínt að skoða myndböndin frá í gær og gera kannski krossglímu upp úr því.
16. október 2017 Eðlisfræði krafta
Nearpodkynning um krafta eða til að kíkja á heima
Kíkjum á Eureka og lögmál eðlisfræðinnar
Rifjum upp krafta í straumefni, flug og þrýsting.
Eðlisfræði?
12. október 2017 Eðlismassi á Dal
Byrjum á að rifja upp eðlismassa. Af hverju flýtur ís á vatni?
- Efni eru mismunandi þétt í sér þau hafa mismunandi eðlismassa.
- Ís flýtur á vatni og járn flýtur í kvikasilfri.
- Eðlismassi er massi á rúmmál efnis:
- eðlismassi = massi / rúmmáli
- Eining eðlismassa er t.d.
- grömm á rúmsentimetra g / cm3
- kílógrömm á rúmmetra kg / m3
- grömm á millilítra g / ml
Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa
Skoðið http://phet.colorado.edu/en/simulation/density
- Fiktið svolítið í forritinu.
- Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
- Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
- Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
- Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
- Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?
Setjið tengil inn á síðuna flokkað í verkefnabanka (og jafnvel bloggfærslu vikunnar), ásamt þessum spurningum og svörum við þeim.
10. október 2017 Eðlisfræðistöðvar
Eðlisfræði er skemmtileg 😉
Muna að vanda vinnubrögð og skrifa hjá sér hvað er gert, setja mælingar upp í töflu og túlka niðurstöður.
- Lesskiliningur – Þyngd og massi, orð með sérstaka merkingu bls.14 í Eðlisfræði 2.
- Spjaldtölvur – exploriments Weight & Mass
- Tilraun massi – Æfa sig að mæla massa, læra á vogina og finna meðaltal.
- Klára sjálfspróf 3-1.
- Stærðfræði. Lærum að nota staðalformið.
- Tölva – SI einingakerfið og verkefnablað. Hægt að skoða betur SI kerfið hér
- Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla – þyngdarkraftur bls. 25-27 svara spurningum.
- Verkefni – Breytum km/klst í m/sek og öfugt. rasmus
- Lesskilningur. Lesið-spurt-svarað. Eðlis- og stjörnufræði 1 um einingakerfi og mælingar.
- Verkefni. Hver er þyngd þín?
- Tilraun eðlismassi steina – Finna eðlismassa tveggja steina. Endurtaka a.m.k. þrisvar sinnum. Meðaltalið gildir. Muna að nota réttar mælieiningar.
- Tölva – phet massi og þyngd
- Skekkjuvaldar í mælingum og fleiri verkefni
- Eðlismassi fastra efna og vökva – einfaldar mælingar og verkefni.
9. október 2017 Massi, rúmmál og eðlismassi
Hugtök sem verður að hafa á kristalstæru
MASSI
RÚMMÁL
EÐLISMASSi
ÞYNGD
Ætlum að skoða nokkur grundvallarhugtök eðlisfræðinnar áður en byrjað er á kraftaumfjöllun.
Nýtum okkur Eðlisfræði 1 bls. 66-68 (glósur á neti)
og Eðlisfræði 2 bls.14 – videóglósur
Lesskilningur og verkefni í bland við umræðu um fréttir vikunnar, bloggfærslur nemenda og ritgerðarhvatning 😉
5. október 2017 Ritgerðarvinna á Dal
Höldum ótrauð áfram……………………;P
3. október 2017 Nýr hlekkur – eðlisfræði krafta
Byrjum á nýjum og spennandi hlekk. Eðlisfræði krafta.
KYNNING Á HLEKKNUM, ÁÆTLUNUM OG VERKEFNUM.
NÝTT HUGTAKAKORT. LESSKILNINGUR. FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR.
Nearpodkynning SCPIH og smá menitmeter í bland.
Vísindaleg vinnubrögð- massi~þyngd – eðlismassi.
Umræður og verkefni.
2. október 2017 Blogg og umræður í lok fyrsta hlekks
Gott að nota þennan tíma til að fara yfir síðasta hlekk sem var langur og litríkur.
Hvernig væri að taka léttan alías!!
Förum yfir bloggið og ræðum ritgerð.
Á morgun mætið þið með spjaldtölvur – tilbúin í eðlisfræðina ;Þ
28. september 2017 Ritgerðarvinna á Dal
Nú er búið að ljúka hugtakakortinu og þá hefst ritgerðarvinnan af fullri alvöru.
Heimildirnar eru við hendina og nú er bara að skella sér í djúpu laugina.
Leiðbeiningar eru í matslistanum sem þið hafið fengið og hér á heimasíðu náttúrufræðinnar.
Viskuveitan er með leiðbeiningar um skráningu heimilda í word
26. september 2017 Stöðvavinna liðdýr
Teikning – Fullkomin og ófullkomin myndbreyting
- Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir
- Lifandi vísindi 10/2017 bls. 17 Fæða framtíðarinnar
- Sjálfspróf 6-5 Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur Sjálfspróf 6-6 Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
- Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
- Tölva/ipad – sjálfspróf úr 6. kafla
- Víðsjá – Hvernig eru skordýr byggð? Og jafnvel önnur dýr, veltur á framboði!
- Tölva – íslensk skordýr
- flipp skoða og……
- Verkefni – Skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs.
- Orð af orði – Dýr með sex fætur.
- Dýrin JPV útgáfan – skoða opnu – umræður
- Smásjársýni – tilbúin sýni til skoðunar.
- Tölva skoðum dýrin í dino-lite.
- Smásjá – vængur af flugu
- Lífshættir geitunga bls. 14-15 í hefti um geitunga á Íslandi
- Inquiry into life bls. 641 Arthropod diversity.
- Verkefni – Dásamleg eða ekki.
25. september 2017 Liðdýr
Nearpod-kynning um liðdýr.
Skordýr. krabbadýr og áttfætlur.
Skoðum þetta nánar í dag. Náttúrufræðistofnun.
Lítum á fréttir og fróðleik eins og vant er..
21. september 2017 Ritgerðarvinna – gagnlegar slóðir.
Nú er búið að ljúka hugtakakortinu og þá hefst ritgerðarvinnan af fullri alvöru.
Heimildirnar eru við hendina og nú er bara að skella sér í djúpu laugina.
Leiðbeiningar eru í matslistanum sem þið hafið fengið og hér á heimasíðu náttúrufræðinnar.
Neistar rafbók góðar leiðbeiningar bls. 96-113 um heimildaritun.
Viskuveitan er með leiðbeiningar um skráningu heimilda í word
19. september 2017 Kynning – ormar, ritgerðarundirbúningur og nemendablogg
Fjölbreyttur tími í dag. Byrjum á stuttri kynningu frá kennara um orma. Svo ræðum við ritgerð og hugtakakortaskil á fimmtudag.
Gefum okkur góðan tíma í að skoða nemendablogg
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er!
14. september 2017 í tilefni af degi íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru verður næsta laugardag 16. september.
Ræðum um íslenska náttúru með áherslu á fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.
Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.
Plöntuvefsjá
Flóra Íslands
Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga
Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu
14. september 2014 Ritgerðarvinna – skil á hugtakakorti
Gott að klára hugtakakortið í dag.
Setja inn á bloggið og senda kennara afrit í pósti.
Frábært að byrja á ritgerðinni sjálfri.
12. september 2017 Stöðvavinna lindýr og skrápdýr
- Sjálfspróf 6-3 bls. 81 Lífheimurinn
https://is.wikipedia.org/wiki/Sniglar
- Perlur í samlokum.
- bók Inquiry into life bls. 636-637 innri gerð lindýra og líka hægt að skoða töflu 30.2 bls. 638.
- Nat Geo Wild – spennandi myndbrot sníglar og krabbar sæbjúgu krossfiskar
- Hvernig eru kræklingar ræktaðir? Hvað ræður staðarvali?
- Smokkfiskar bls. 79 Lífheimurinn
- BBC Earth – hversu gáfaðir?
- Smithsonian Channel – Coconot Octopus gáfaðastur!,
- Eitraður kræklingur mbl.is MAST
- Dýrin bls. 538-545
- Ritgerðarvinna

https://en.wikipedia.org/wiki/Octopus
11. september 2017 Lindýr og skrápdýr
Betrumbætum hugtakakort jafnóðum;
- Lindýr, möttull, skráptunga, tálkn,
- sniglar, samlokur, smokkar, kolkrabbar, smokkfiskar.
Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu.
Skoðum blogg og fréttir….. svona eins og vant er!
Englar og djöflar og …. og enn frekari fróðleikur frá Vistey um vængsnigla og vængdoppur
Náttúrufræðistofnun Kópavogs – Lindýr
7. september 2017 Hugtakakort
Undirbúningsvinna af fullum krafti. Allir búnir að ákveða hvaða dýr þeir ætla að skrifa um og heimildir á hreinu. Núna er áhersla á að gera gott hugtakakort sem nýtist sem kaflaáherslur í sjálfri ritgerðinni. Miðað við að skila hugtakakortinu í næstu viku 😉
5. september 2017 Stöðvavinna í dýrafræði
Í boði eru eftirtaldar stöðvar:
- Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur? Frumbjarga og ófrumbjarga.
- Lifandi vísindi.
- Verkefni. Spurningar og svör. 6-2
- Nýjar tegundir 2017
- Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti. skoða og æviferill sjá bls. 134 í Almenn líffræði eftir Ólaf Halldórsson.
- Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
- Dýrin bls. 528-532. Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum? Eitthvað fleira forvitnilegt?
- Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
- Great Barrier Reef
- Lífið. Hydra – armslanga bls. 30
- Umræða. Hvað ógnar kóralrifjum? Ert þú ábyrgur?
- Blue planet in danger smáforrit í spjaldi
- Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
- Bók – enska. Inquiry into life bls. 629. Simple sponge anatomy.
4. september 2017 Svampdýr og holdýr
Svampdýr og holdýr
Stærsta kórallarif í heimi er hið mikla kóralrif undan austurströnd Ástralíu. Það er um 2.000 km á lengd og yfir 140 km á breidd og verður að teljast eitt magnaðasta og tegundaauðugasta vistkerfi jarðar. Það tekur kórallarif aldir eða árþúsundir að myndast og að öllum líkindum mynduðust helstu kórallarif sem við þekkjum í dag eftir lok síðustu ísaldar.
Þið bragðbætið glósurnar í fyrirlestrartíma – punktið á línurnar til hliðar allt það sem ykkur finnst mikilvægt.
Vil benda á mjög góðan vef hjá Námsgagnastofnun um námstækni – þar finnið þið margar mjög gagnlegar upplýsingar t.d. um glósutækni.
Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu. Sjá hér.
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er
31. ágúst 2017 Fyrsta blogg skólaársins
Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.
Umfjöllun um flokkun lífvera. Skoða fjölbreytileika og velta fyrir sér ritgerðarefni.
Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!
Gangi ykkur sem allra best.
29. ágúst 2017 flokkun lífvera
Byrjum inni og förum yfir ritgerðarvinnu sem framundan er. Skoðum fb-síðuna.
Nýtum góða veðrið og vinnum í hópum að verkefnum sem tengjast flokkun lífvera.
Áttum okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.
Umræður um hringrásir efna, nýtingu auðlinda og landnotkun.
Sjálfbærni, ofnýtingu, ofauðgun vatna og mengunarslys.
Virðing fyrir náttúrunni og hugmyndafræði Indjána.
28. ágúst 2017 Fyrsti hlekkur – dýrafræði
Byrjum tímann á að fara yfir skipulag vetrarins og afhent námsáætlun fyrir fyrsta hlekk.
Kynning á dýrafræði. Nýtum okkur námsbókina Lífheimurinn (mest 6. kafla)
Kynning flokkun lífvera.
Fréttir og fróðleikur um dýr….
Fallegri en allir hinir!
24. ágúst 2017 Fyrsti tíminn.
Farið yfir skipulag og áherslur.
Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.
Í þessum hlekk er áhersla á dýrafræði. Þeir sem vilja geta nýtt sér bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir
Lífheimurinn – 6. kafla.
Við verðum mikið útivið til að byrja með og nýtum okkur síðsumarblíðuna. Svo verður þetta svona hefðbundið, nearpod-kynningar, stöðvavinna, tilraunir og stærri verkefni eins og t.d. dýrafræðiritgerð.
Sem sagt margt spennandi framundan.
23. og 24. maí 2017 Fuglaskoðun
Fuglar
Verðum á vappi upp í skólaskógi og um Flúðir.
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
22. maí 2017 Fuglar
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? HVAÐ ER FJÖÐUR?
tölvuvíðsjá í boði til að rannsaka fjaðrir og eggjaskurn.
BÆTUM Á HUGTAKAKORTIÐ.
SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA
quizup um íslenska fugla
KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.
Opnum nýuppfærðan og glæsilegan fuglavef frá Menntamálastofnun
SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.
og svo er hægt að prófa að flokka…. og aðeins meira hér
18. maí 2017 Síðasti tími á Tungufellsdal
Frábær tími til að skoða bloggið sitt og gera upp veturinn.
Matslistar útfylltir og bloggið kvatt í bili.
15. maí 2017 úti
Fjölbreytileiki lífvera.
Kennari ekki á svæðinu en þið vinnið saman í hópum. Farið út og takið myndir af fjölbreytileika lífveranna. Flokkið lífverur, merkið myndir og skellið inn á FB hópinn. Sömu hópar og voru í bakteríu/veiru verkefninu í byrjun hlekks. Gangi ykkur vel í blíðunni.
11. maí 2017 Sveppaskýrsla
Sveppir og skýrslugerð
9. maí 2017 Vettvangsferð í Flúðasveppi.
Vettvangsferð í Flúðasveppi. Fáum leiðsögn hjá Eiríki Ágústssyni. Nemendur spyrja spurninga og punkta hjá sér upplýsingar um ræktunarferli sveppanna ásamt fleiru. Þegar við komum til baka í skólann verður tíminn notaður til að skrifa skýrslu um ferðina. Hægt verður að nýta tölvuverstíma á fimmtudag til að klára skýrsluna en skiladagur er eftir viku, þriðjudaginn 16. maí.
8. maí 2017 Sveppir
Þessi vika …. sveppir…. bætum við hugtakakortið og fræðumst um sveppi.
Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.
- Fjölbreytileiki sveppa
- sveppalíffræði Ágúst H. Bjarnason
- Vísindavefurinn um sveppi.
- Ríki sveppa
- Furðuleg fyrirbæri
4. maí 2017 Skýrslugerð
Nýtum þennan tíma til að gera flotta skýrslu úr smásjárskoðun þriðjudagsins.
2. maí 2017 Frumdýr og þörungar – kynning og tilraun
Enn og aftur kíkjum við á flokkunarfræðina.
Hvað er þetta með frumveruríkið?
Skoðum vefinn vistey.is t.d. hverastrýtu-myndband en hvað eru hverastrýtur?
Fornbakteríur…….forn hvað?
Nearpod-kynning RBIGH
Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?
Smásjárskoðun. Sýni úr Litlu-Laxá og Hellisholtalæk. Mjög mikið líf og fjör í sýnum. Ætlast er til að þið vinnið góða skýrslu úr þessari tilraun með fræðilegum inngangi, ljósmyndum eða teikningum, tegundagreiningu (muna latnesk heiti) og góðri samantekt.
Hvað einkennir grænþörunga? (vísindavefurinn)
Muna svo að skila skýrslu eftir viku 😉
25. og 27. apríl 2017 Verkefnavinna um kynsjúkdóma
KYNSJÚKDÓMAR AF VÖLDUM VEIRA OG BAKTERÍA.
- VERKEFNIÐ ER AÐ FRÆÐAST UM KYNSJÚKDÓMA, HVERNIG ÞEIR TENGJAST RÍKI DREIFKJÖRNUNGA OG FYRIRBÆRINU – VEIRU.
- VELJIÐ YKKUR SJÚKDÓM, FJALLIÐ UM SKAÐVALDINN, SMITLEIÐIR, EINKENNI, ÚTBREIÐSLU OG FORVARNIR.
- KOMIÐ UPPLÝSINGUM TIL SKILA HVERNIG SEM ÞIÐ TELJIÐ BEST.
- SKIPTIÐ MEÐ YKKUR VERKUM OG VINNIÐ SKIPULEGA Í TÍMANUM.
- STEFNUM AÐ KYNNINGU Á FIMMTUDAG.
GANGI YKKUR VEL.
Hægt að nýta meðal annars
24. apríl 2017 veirur og bakteríur
Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur. Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur. Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, nearpod-kynning, spurningar til að svara og verkefni við hæfi. Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.
nearpod-kynning sem er eingöngu glærur en ekki verkefni: TZDMK
- Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Vísindavefurinn
- Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Vísindavefurinn
- Fleiri bakteríur í ….
- Bakteríur og þróun spendýra!
Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.
glærur í nearpod: TZDMK
- Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?
- Stærðir!
- Skoðum uppbyggingu veira.
- Eru þær lifandi?
- Lærum um hvernig bakteríuveira fjölgar sér.
- Berum saman lífsferla veira og baktería.
- Rifjum upp hvað er dreifkjörnungur, frumuveggur og dvalargró.
- Skoðum flokkun baktería.
- Gera bakteríur gagn?
- Tengjum veirur og bakteríur við erfðatækni.
- Hvað er og hvernig virkar penisillin?
Skoðum myndbönd af netinu.
- Hættulegasta veira í heimi?
- Skæðari en talið var………ruv.is
- Útbreiðsla Zika …… visir.is og meira hér……..iflscience
- Hvað er ebóluveira?
- Sýkingavarnir
- þróun ebólu um ebolu og meira til
Nýjasta nýtt!! Veirur sem ráðast á bakteríur……….ifls
Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.
Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur
2.1 Bakteríur lifa alls staðar
- Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
- Hvað er þörungablómi?
- Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
- Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
- Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
- Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
- Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
- Skrifaðu um svarta dauða.
- Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?
2.2 Bakteríur í þjónustu manna
- Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
- Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
- Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
- Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
- Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?
- Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
- Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
- Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
- Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
- Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
- Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?