26. september 2017 Umræður – verkefni – blogg og könnun

Margt í boði í dag.

Byrjum á naflaskoðun og umræðu um kynningar gærdagsins.

Gerum stutt verkefni úr námsefninu Framtíðin í okkar höndum.

Skoðum nemendablogg.

Seinni tíminn verður í tölvuveri þar sem þið byrjið á könnun úr þessu námsefni.  Miðum við að hún klárist í þessari viku og allar upplýsingar eru hér inn á padlet.

14. september 2017 í tilefni af degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru verður næsta laugardag 16. september.

Ræðum um íslenska náttúru með áherslu á  fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni. DSC08403

Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.

Birki

Plöntuvefsjá

Flóra Íslands

Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga

Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu