12. mars og fram að páskum

Þessa viku og þá næstu hvílum við okkur á hefðbundnu skólastarfi og glímum við skemmtileg verkefni þar sem árshátíðin er efst á baugi.

 • Undankeppni skólahreysti mánudag 12. mars
 • Árshátíð yngsta- og miðstigs miðvikudag 14. mars
 • Árshátíð unglinga miðvikudagskvöld 21. mars
 • Skólahreysti fimmtudag 22. mars.
 • Aukasýning á leikriti fimmtudagskvöld 22. mars.
 • Skólasýning á leikriti föstudagsmorgun 23. mars…………
 • ….. og svo er komið páskafrí með meiru 😉

8. mars 2018 Blogg á Tungufellsdal

Kennari ekki á svæðinu en þið nýtið tímann í tölvuveri.  Nú er upplagt að blogga vel fyrir fyrstu viku í hlekk 6.  Skoða færslur og krækjur:

 1.  10. bekkur Vatnajökulsþjóðgarður og þriðjudagsstöðvavinna
 2.    9. bekkur Þjórsárstofa, glósupakkinn og stöðvavinna

Hafið í huga:

 • viðfangsefni
 • hugtök
 • myndir og myndbönd 
 • fréttir sem hægt er að tengjast umfjöllun vikunnar
 • heimildir og rétthafar efnis
 • OG muna eftir stöðvavinnu.

Blogging 201:PodCamp Pittsburgh 6

6. mars 2018 Ísland og jarðfræðin

Byrjið tímann sjálfstætt þar sem kennari er seinn.  Upplagt að skoða færsluna frá því í síðustu viku um Vatnajökulsþjóðgarð

Jörðin – Eldfjallaeyjan Ísland

Skoðum stuttlega sögu jarðar.  Flott yfirlit hjá stjörnufræðivefnum þaðan sem þessi mynd  er tekin:innri gerd jardar

Spyrjum spurninga:

Verkefnavinna / stöðvar í boði allt eftir því sem vindurinn blæs. Muna að skila afrakstri tímans inn á bloggið.

Eftirfarandi stöðvar í boði:

 1. Tölva – náttúrufræðistofnun og jarðfræði
 2. Google Earth nota þekju fyrir eldfjöll – þarf fartölvu með forritinu uppsettu.
 3. Myndir – loftmyndir af jörðinni – umræður.
 4. Hrafntinna 
 5. Íslenskar eldstöðvar – frá Veðurstofu Íslands
 6. Bók – Jörðin – bls 151-156 – Hvar er mest hætta af jarðskjálftum á Íslandi og hver er ástæðan?  
 7. NASA Earth Observatory425px-Cavansite-indi-13c
 8. Baggalútur
 9. Frétt – Hlýnun jarðar gæti aukið…. ruv.is
 10. Steinasafn – skoða og greina.
 11. Teikna – Jörðin bls. 201 – vatns og gosherir – skoða, teikna, útskýra.
 12. Jarðhræringar um allan heim – Hvar voru … í nótt? Síðustu viku? Síðasta mánuð ?
 13. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
 14. Steindir – eðalsteinar nýjar íslenskar steindir
 15. Friðlýstir steinar  – Náttúrufræðstofnun
 16. Silfurberg – hvað er svona merkilegt við það?

5. mars 2018 Nýr hlekkur Ísland

 HUGTAKAKORT, ÍSLANDSKORT OG UMRÆÐUR.

Map of Iceland in 1791 by Reilly 076

þar sem áhersla næstu vikur verður:

– náttúra – jarðfræði – eðlisfræði – líffræði – umhverfi –

– skipulag – auðlindir – samfélag –  

– tækni – náttúruvernd – orka – hamfarir –

Meginmarkmiðið er að efla grundvallarskilning á náttúru Íslands.  Við skoðum myndum og mótun landsins, ytri og innri öfl.  Áhersla á myndunarsögu landsins, þróun gróðurfars, sérkenni íslenskrar náttúru til sjós og lands.  Veltum fyrir okkur umhverfisþáttum og setjum í samhengi við jarðsögu landsins.

Til stuðnings nýtum við okkur meðal annars

 • Litróf náttúrunnar – Maður og náttúra
 • Um víða veröld – Jörðin6ffec9e2ad9b8d18544e1a4d214f7513
 • Landafræði; maðurinn, auðlindirnar, umhverfið
 • Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands
 • nýja bók eftir Snorra Baldursson um
  lífríki Íslands.
 • Auk þess sækjum við fróðleik á bókasafn og í netheim.

Um að gera að velta upp spurningum eins og ….

…hvað er náttúra?

…hvað er umhverfi?

…er íslenskt vatn íslenskt?

…hvernig mótar maður landið?

…menningarlandslag, hvað er það?

…hver á Dettifoss?

…á ég að hreinsa fjöruna?

1. mars 2018 Vatnajökulsþjóðgarður

https://goo.gl/images/yb1P4P

https://goo.gl/images/yb1P4P

Horfum á fræðslumynd um Vatnajökulsþjóðgarð.

„Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands (14.141 ferkílómetrar í ágúst 2017) og er á meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu.

Þjóðgarðar eru friðlýst svæði sem teljast sérstæð vegna náttúrufars eða sögulegrar helgi. Sérstaða Vatnajökulsþjóðgarðs felst einkum í fjölbreytilegum landslagsformum sem samspil eldvirkni, jarðhita, jökuls og vatnsfalla hafa skapað.“

 

Kortavefsjá