25. janúar 2018 Rafmagn á Dal vefur Orkuveitunnar

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
  2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
  3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

  1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
  2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
  3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
  4. En neikvæða?
  5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
  6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
  7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?

Og fyrir þá sem eru fljótir að vinna er þetta í boði….

Heimaverkefni fimmtudaginn 25. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
  2. Notaðu teikingu af hitabrúsa og lýstu því hvernig einangrun dregur úr varmatapi.
  3. Hvernig gengur að spjalla við vini á Tunglinu? Útskýrðu svarið þitt vel.
  4. Hvers vegna lærum við eðlisfræði? Hvernig getur hún verið
    gagnleg fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir mannkynið í heild?
  5. Hvaða gagn hefur mannkynið haft af kenningum Alberts
    Einsteins og hvaða áhrif höfðu þær á gang síðari heimsstyrjaldar?
  6. Um einingakerfi og mælingar 

    Settu rétt orð í eyðurnar. Orðin finnur þú í kaflanum Heimur eðlisfræðinnar

    Fyrir upphaf ______________ byltingarinnar árið 1789 voru þar í landi notaðir fjölmargir mismunandi kvarðar fyrir ______________ og massa en í kjölfar byltingarinnar var ákveðið að samræma _________________. Þá ákváðu Frakkar að nota lengd ákveðinnar málmstangar, ___________________________, sem undirstöðu lengdarmælinga og massa ákveðins málmsívalnings, viðmiðunarkílógrammsins, sem grunneiningu ______________________. _____________________ er sá tími frá því að sól er í suðurátt þangað til hún er næst í suðurátt. Sólarhringnum er síðan skipt upp í 24 ______________________, klukkustundinni skipt í 60 __________________ og mínútunni í 60 ____________________. Það eru kallaðar ___________________________ þegar sól er hæst á lofti. Einingarnar metri, sekúnda og ______________________ eru grunneiningar metrakerfisins og svokallaðs SI-kerfis. Flest hús á Íslandi eru hituð með ____________________. Með því að bora eftir heitu vatni eða gufu þá getum við flutt ____________________ úr jörðinni upp á yfirborðið þar sem við getum nýtt orkuna. Breytingarnar á hæð sjávar á milli flóðs og fjöru nefnast ___________________. Aðdráttarkraftar frá ___________________ og sólu hafa áhrif á sjávarföllin.

     

25. janúar 2018 Bylgjur á Dal

 VINNA MEÐ BYLGJUR, BYLGJULENGD OG TÍÐNI. 

SKOÐUM PHET – FORRITIN 

FARIÐ INN Á ÞENNAN TENGIL 

Lærið að búa til bylgjur með mismunandi lögun.

Mælið bylgjulengd og útslag.  Sjá samliðun og jafnvel hlusta.

Þegar þið hafið prófað getið þið reynt ykkur við Wave-game.

Fyrsta stig í leiknum er einfalt en hvernig gengur ykkur  þegar leikurinn þyngist?

og svo í lokin til fróðleiks….

24. janúar 2018 Bylgjur – hljóð

Fyrirlestur um hljóð Nearpod

Lærum m.a. um:

hljóðstyrk
tónhæð
úthljóð
dopplerhrif
hermu
hljómblæ

PhET – bylgjur

 

skoðum öpp   

  • Wave lab
  • Tone Generator
  • Decibel X
  • Sound Recorder
  • Physics Toolbox Sound Meter
 
hraðamælingar ný tækni  nú kemst enginn undan

23. janúar 2018 Rafmagn

Orð af orði.

  • Lesum í hópum um rafmagn í Eðlisfræði 1 
  • gagnvirkur lestur spurning-svar 3-5 lykilhugtök

Horfa á myndbönd kvistir og gera krossglímu úr lykilhugtökum

  • form orkunnar
  • orka varðveisla og umbreyting
  • hvað er rafmagn?

Svo er fínt að spjalla um eldingar.

  • Hvað er stöðurafmagn?
  • Hver er munurinn á einangrara og leiðara? Berðu saman eiginleika og til hvers má nota hvorn um sig?
  • Hvað er elding?
  • Hvað gerist þegar þrumur og eldingar verða?
  • Hvernig virkar eldingarvari?
  • Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir?
  • Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?
  • Hvort skynjar þú á undan þrumuna eða eldinguna? Hvers vegna?
  • Hverju breytir það ef eldingavari væri úr einangrara í stað leiðara?

Vísindavefurinn:

Kahoot um orku gott að æfa ensk hugtök

PhET stöðurafmagn

23. janúar 2018 Varmi og eðlismassi

Orð af orði og hugtakavinna í dag.

Lesum í hópum um eðlismassa og varma í Eðlisfræði 1

Svo er fínt að spjalla:

  • Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.
  • Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
  • Hvar hitnar Jörðin mest?
  • Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
  • Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
  • Hvað er loftþrýstingur?
  • Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
  • Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
  • Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?

Veður á Íslandi.

  • Skoðaðu vef Veðurstofu Íslands
  • Hvað er mælt á veðurathugunarstöðvum?  (hugtök, mælieiningar, tækni til mælinga)
  • Skoðaðu veðurkort.

Skapandi skrif og varmi verkefni af kennsluvef í eðlisfræði

22. janúar 2018 Orka – bylgjur

hlekkur 5 bylgjur

NÝR HLEKKUR um eðlisfræði 0rka og 8. bekkur lærir um

BYLGJUR af öllum stærðum og gerðum með áherslu á  HLJÓÐ OG  LJÓS.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP EÐLISFRÆÐI BYLGJU.

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Nýtum okkur námsefnið Eðlisfræði 1 kafla um Hljóð og Ljós

 LJóskassa vísindasmiðjunnar í verkefnavinnu

Kíkjum á þessa mynd frá Námsgagnastofnun

2014_Iquique_earthquake_NOAA_tsunami_travel_time_projection_2014-04-01Vísindavefurinn Hvað er Tsunamni?

heimild

SKOÐUM LÍKA JARÐSKJÁLFTANN SEM VARÐ Á INDLANDI 2004

OG OLLI FLÓÐBYLGJU….MEÐ ÓHUGNALEGUM AFLEIÐINGUM

veðurstofan 2004

fréttir af visir.is desember 2004 og mbl.is

the impossible

22. janúar 2018 Orka – rafmagn

Byrjum á nýjum hlekk með áherslu á orku, náttúru og umhverfi.

Rafmagn, segulmagn, formúlur og fjör fyrst á dagskrá.

Hugtakakort, glósur og nearpodkynning. 

                        Baráttan um fossana!

                          Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör

                        að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör,

                        að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,

                        svo hafin yrði í velldi fallsins skör.

                        – Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,

                        já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.

                        Hér mætti leiða líf úr dauðans örk

                        og ljósið tendra í húmsins eyðimörk

                        við hjartaslög þíns afls í segulæðum.

Dettifoss eftir Einar Benediktsson. –

Nýtum okkur bækurnar Eðlisfræði 1, 2 og 3 úr bókaflokknum litróf náttúrunnar og svo líka aðrar kennslubækur eins og “gömlu” orkubókina og framhaldsskóla kennsluefni.

Nýtum okkur þennan vef í hlekknum Norden i skolen

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?  vísindavefurinn

ljósið færir mönnum upplýsingar

…. rafmagnsleikir

22. janúar 2018 Orka – varmi

Notum Eðlisfræði 1 varmi og veður og námsvefur í Eðlisfræði hitastig og varmaorka  i þessum hlekk

KYNNING UM ORKU OG SVO ÁHERSLA Á VARMA.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP KVL-AÐFERÐ

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Lærum m.a. um:

hlekkur 5 varmi

myndir orkunnar

lögmál um varðveislu orkunnar

varmaorku

hraða sameinda

hita og varma

heat_transfervarmafluting:

  • varmaleiðni
  •  varmaburð
  • varmageislun

 

Eureka

 

Billie Nye

 rapplag um varmaflutning

 lightning-empire-state-building-141217

 

 

Heimaverkefni fimmtudaginn 18. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Þú tekur ísmola í hendina og ….
    1. hvaða breytingum tekur ísmolinn?
    2. Hvers vegna…?
    3. Hvaða orkumynd bræðir ísinn?
  2. Teldu upp a.m.k. sex ólíkar myndir orkunnar og gerðu grein fyrir í stuttu máli.
  3. Hiti er venjulega mældur í gráðum á celsíuskvarða.
    1. Hver er eining hitastigs í SI-einingakerfinu?
    2. Hverjir eru föstu viðmiðunarpunktarnir á celsíukvarða og kelvinkvarða?
    3. Hvert er bræðslumark vatns í °C og K?
    4. Hvað er alkul?
  4. Frostlögur er efni sem við notum hér til að varna því að vatn frjósi í kælikerfi bílvéla þegar kalt er í veðri.  Í heitum löndum er þetta sama efni notaði til að varna þvíi að vatnið hitni svo mikið að það sjóði. Hannaðu tilraun sem getur skorið úr því um hvort frostlögurinn hefur einhver áhrif á suðumark vatns. Gættu þess að í tilrauninni sé bæri samanburður og breyta.
  5. Skoðaðu hugtaka-teiknimyndirnar á þessari síðu.  Hvaða fullyrðing er réttust í hverri mynd? Rökstuddu svarið.

Fréttir í byrjun árs.

Featured

9. flokkur bikarmeistarar TIL HAMINGJU DRENGIR  viðtal við Eyþór Orra  karfan.is

DNA greiningar í íslenskum lögreglurannsóknum visir.is

Kraftar náttúrunnar í myndum – árið 2017 mbl.is

Heilsa kóralrifja  BBC

Hvað ef kóralrifin í hafinu myndu hverfa?  fb

Aldursgreining hælisleitenda visir.is

Stjörnufræði-dagatal ársins 2018 fb

Áhrif Holuhrauns-gossins á umhverfið  mbl.is

Árið 2050 spá um meira plast í sjónum en fiska buisness insider

og myndband sem upplýsir um málið  world economic forum

Nefúði við spilafíkn mbl.is

 

Heimaverkefni fimmtudaginn 11. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Lýstu vísindalegri aðferð.
  2. Hvers vegna er yfirleitt bara ein breyta í hverri tilraun?
  3. Segjum svo að eðlisfræðingur þurfi að greina óþekkt efni.  Hvort kemur honum að meiri notum að mæla massa efnisins eða eðlismassa? Útskýrðu svarið.
  4. Fjallaðu um hvers vegna eru rannsóknarstofur mikilvægar í vísindum?
  5. Hvað er SI einingakerfi og hvers vegna er nauðsynlegt að samræma mælieiningar í vísindinum?
  6. Mælikvarði á efnismagn hlutar er
    a.  eðlismassi.
    b.  massi.
    c.  rúmmál.
    d.  þyngd.
  7. Þú hefur tvo jafnstóra kubba úr frumefni. Þú veist ekki rúmmál þeirra en veist hins vegar að hitastig hlutanna er það sama. Hver eftirfarandi aðferða er besta leiðin til að skera úr um hvort þeir eru úr sama efninu og hvaða frumefni er a.  athuga hvort þeir leiði rafmagn og mæla massa hlutanna
    b.  mæla massa hlutanna
    c.  mæla rúmmál og massa hlutanna
    d.  mæla þyngdarkraftinn sem verkar á þá

4. janúar 2018 Rannsóknarverkefni – lokamat

Notum tímann í dag til að fara yfir bloggið og fylla út matslistann.

Síðan er kynning á lokamati því nú er fyrsta verkefnið að byrja sem er rannsóknarverkefni og er n.k. útfærsla á vísindavökunni.

Pælum og plottum……þið veljið ykkur sjálf saman í hópa og miðað er við að skil verði fimmtudaginn 18. janúar og alls ekki síðar!  Sem sagt öll næsta vika og mánudagur og þriðjudagur í þeirri næstu.

4. og 8. janúar 2018 Vísindavaka

Byrjum tímann á að fara yfir bloggið á haustönn.  Allir fá í hendur matslista, merkja með nafni og skoða svo bloggsíðuna sína vel og meta út frá listanum.  Skila til kennara og námsmatið liggur svo fyrir strax eftir helgina.  Þá verða öll verkefni komin inn á mentor og námsmat haustannar.

 

Vísindavaka 2018

Ræðum vísindalega aðferð og hefjum vísindavöku.  

Förum á flug….skoðum bækur og vefsíður.  Hvað á að rannsaka?

Skipulögð vinnubrögð óskast.  Nýtum okkur hugtakakortið 😉

 

Hver er rannsóknarspurningin?

Hvernig verður henni svarað?

Hver er breytan? Ein eða fleiri?

Hvernig verður verkefnið kynnt?

Pælum, lesum, vöfrum…. og ákveðum okkur.

Hópar settir saman…

…hugtakakort 

…rannsóknarspurning

…vinnuferli

…efni og áhöld

…afrakstur              ?hvað á að velja? 

  • skýrsla
  • dagbók
  • myndir
  • bæklingur
  • plakat
  • myndband

ló eða …..lær!!!

langar þig í te – ekki fyrir lofthrædda

SKRÍTIÐ OG SKONDIР NÝJU FÖTIN KEISARANS ….

Hlekkur 4

Featured

Hlekkur 4

Vísindavakan er 10 ára

4.- 19. janúar 2018

Þessi stutti hlekkur er tileinkaður vísindalegri aðferð og skemmtilegum tilraunum.  Þetta er í tíunda sinn sem við byrjum nýtt ár með vísindavöku.  Allir nemendur frá 5. bekk taka þátt, velja sig í hópa og framkvæma athuganir og tilraunir.  Hér er PADLET sem við söfnum öllum kynningum á.

10. bekkur nýtir þessar vikur í hluta af lokamati og hægt er að sjá nánar um rannsóknarverkefnið hér

Kynnumst vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.

Hvað er breyta?

Nemendur vinna saman tvö eða þrjú í hópi.

Finna upp á einhverju skemmtilegu til að rannsaka og prófa.

Framkvæma tilraun – útskýra og kynna niðurstöður með einhverjum hætti.

Við eigum skemmtilegar vikur í vændum 

 Matsblað finnur þú hér: visindavakan2018

Í stofunni eru margar bækur sem hægt er að glugga í og fá hugmyndir.

Og hér eru nokkrir tenglar sem hægt er að kynna sér:

Gleðileg jól

Gleðileg jól

jolaaaNemendur í 10. bekk gerðu margar tilraunir og skiluðu af sér skýrslum í desember. Hörkuvinna fram á síðasta dag en nú tekur við jólafrí og gleði.

Ykkur öllum þakka ég gott samstarf á liðnu ári.

Hittumst hress og endurnærð í janúar.

Jólakveðja,
Gyða Björk

14. desember 2017 Smáforrit og kynningar

Þar sem þetta er síðasti tíminn fyrir jól 

þá munum við nota  hann til að taka til – skila verkefnum, klára kynningar, skoða verkefni og blogg.

 

13. desember 2017 Stjörnumerkið mitt

Verkefni dagsins er að gera stutta kynningu á stjörnumerkinu ykkar.

Kynningin á að vera um stjörnumerkið og þið megið ráða hvort þið fylgið hefðbundnu tímatali skv. stjörnuspekinni eða finnið ykkar stjörnumerki út frá réttum dagsetningum  og þá gætu einhverjir verið í stjörnumerkinu Naðurvalda.

Þið megið nota hvaða kynningarforrit sem ykkur líkar best – en við höldum okkur við spjöldin.

Þetta er miðað við einstaklingsverkefni en auðvitað getur hvert merki valið að gera eina kynningu saman.

Það sem þarf að koma fram er:

  • staðsetning
  • útlit (hugmyndir)
  • goðsagnir/uppruni
  • björtustu stjörnurnar
  • djúpfyrirbæri
  • loftsteinadrífur

svo má bæta við stjörnuspá fyrir næsta ár…. 😉

Miðum við að þið klárið í tímanum en við ætlum að skoða afrakstur á mánudaginn.  Skila kynningu inn á padlet.

 

áhersluþættir efnafræði

 

Efnafræði

Frumeindakenningin

Grikkinn Demokrítus var uppi fyrir meira en 2000 árum, setti fram þá kenningu að efni væri búið til úr litlum eindum sem ekki var hægt að skipta í smærri eindir. Þessar eindir kallaði hann frumeindir eða Atóm. Grikkir gátu ekki sannreynt þessa kenningu og féll hún í gleymsku.

Hugmyndir um að allt efni væri gert úr 4 frumefnum: Jörð, vatni, lofti og eldi.

Englendingurinn John Dalton endurvakti svo þessa hugmynd um atómin í byrjun nítjándualdar og er hann talinn höfundur hennar í dag. Með rannsóknum sínum þróaði hann þá kenningu að: “All efni væri gert úr frumeindum (atómum) sem hallar væru eins í hverju frumefni um sig en mismunandi eftir frumefnum. Frumeindir mismunandi frumefna gætu síðan sameinast og myndað stærri eindir, sameindir.” Þessi kenning Daltons nefnist frumeindakenningin.

Frumeindir (atóm)  og sameindir

Efni eru búin til úr mjög litlum eindum sem kallast sameindir. Þessar eindir er hægt að kljúfa í frumeindir. Dæmi um sameindir eru vatn (H2O), sem eru tvö vetnisatóm og eitt súrefnisatóm.

Frumefnin eru rúmlega 100, en einungis 90 hafa fundist í náttúrunni en hin búin til í tilraunastofum. Frumefnum er raðað í lotukerfið.

Frumefni og efnasamband

Ef frumeindir efnis eru allar af sömu gerð kallast efnið frumefni.

Sameindir geta verið tvennskonar. Sumar þeirra eru úr frumeindum sem eru allar eins, t.d. óson (O3). En sumar eru samsettar úr ólíkum frumefnum. Hrein efni úr slíkum sameindum nefnast efnasamband, t.d. koltvíoxíð (CO2).

Efnaformúlur og byggingarformúlur

Efnaformúlur segja okkur úr hvaða efnum sameindir eru gerðar og í hvaða hlutföllum þau eru. Tökum vatn sem dæmi það hefur efnaformúluna H2O. Þessi formúla segir að það eru tvær vetnisfrumeindir (H) tengdar við eina súrefnisfrumeind (O). Litla talan aftan við skammstöfun frumeindar segir hversu margar slíkar frumeindir eru í efninu. Í sameindinni CO2 eru þá ein kolefnisfrumeind (C) og tvær súrefnisfrumeindir (O).

Byggingarformúla eru einföld teikning af líkani sameindar. Byggingar formúlur vetnis (H2) og súrefnis (O2) eru t.d.

H-H O=O

Strikin tvö sem tengja súrefnisatómin saman eru kölluð tvítengi.

Nöfn og tákn efnafræðinnar

Mál efnafræðinnar er alþjóðlegt og byggist oft á latínu. Mörg frumefni hafa þó líka séríslensk heiti. Nokkur algeng efni eru

Grískt eða latneskt   heiti Frumeindatákn Íslenskt heiti
Oxygen O Súrefni
Hydrogen H Vetni
Carbon C Kolefni
Nitrogen N Nitur
Sulfur S Brennisteinn
Phosforus P Fosfór
Chlorum Cl Kór
Natrium Na Natrín
Kalium K Kalín
Cuprum Cu Kopar
Ferrum Fe Járn
Calcium Ca kalsín

Hamur efnis

Flest efni geta verið ýmist föst, fljótandi eða gas. Hamur, ástand, efnis við tiltekinn hita fer eftir bræðslu og suðumarki.

Fast efni er oft nefnt storka (storknun), fljótandi efni er vökvi og loftkennt efni lofttegund eða gas. Þegar efni breytir um ham er talað um hamskipti.

Útfrá frumeindakenningunni er kenningin um hreyfingu sameindanna dregin. Samkvæmt henni er hiti ekkert annað en mælikvarði á hreyfiorku sameindanna. Hár hiti í efni þýðir í raun að sameindir efnisins eru á mikilli hreyfingu. Lægsti mögulegi hiti, alkul (-273°C), felur í sér að sameindir séu alveg kyrrar. Engin takmörk eru á mesta hita.

Efnahvörf

Efnahvarf felur í sér myndun nýrra sameinda. Ef við hugsum okkur að tvö ímynduð efni A2 og B2 (hvarfefni) sem er blandað saman og þá hefst efnahvarf (blöndun efnanna sem hverfa og ný myndast). Efnin sem myndast gætu verið AB og AB (myndefni) .

Leysni efna

Mörg efni er hægt að leysa upp í vökvum. Við þetta blandast efnin (föst efni eða gös) vökvanum. Hæfileiki vökva til að leysa efni er nefndur leysni. Leysni fastra efna í vökvum eykst eftir því sem vökvinn er hitaður, hægt er að leysa meira af fasta efninu í vökvanaum. Leysni gasa, hinsvegar, minkar þegar vökvinn er hitaður, hægt er að leysa minna af gasinu í vökvanum. Þetta sést greinilega þegar vatn er soðið og loftbólur myndast í því þegar það hitnar.

Lífræn efni eru þau efni sem samanstanda af kolefni, vetni og oft einnig súrefni, nitri og/eða brennisteini og fleiri efnum.

Lofthjúpur jarðar

Efnasamsetning lofthjúpsins

Jörðin hefur lofthjúp sem er tugir kílómetra á þykkt. Hann er þéttastur við jörðu en þynnist eftir því sem lengra dregur frá jörðu. Efnin sem mynda lofthjúpinn eru

Lofttegund Efnaformúla Hlutfall andrúmslofts (%   rúmmáls)
Nítur N2 78
Súrefni O2 20
Koltvíoxíð CO2 0,03
Argon Ar 1
Aðrar lofttegundir (m.a.   vatnsgufa) H2O c.a 1

Bygging frumeinda

Öreindir

  1. 1.Róteind hefur eina plús hleðslu rafmagns (+)
  2. 2.Nifteind er óhlaðin og jafn þung og róteind
  3. 3.Rafeind hefur eina mínushleðslu (-) og einungis 1/2000 af massa róteinda og nifteinda.

Hleðsla einnar rafeindar eða róteindar nefnist frumhleðsla og er minnsta rafhleðsla sem til er. Róteindir og nifteindir eru í kjarna frumeinda en rafeindir sveima um hann. Vegna þess að frumeindir eru óhlaðnar hljóta þær að innihalda jafn margar róteindir og rafeindir.

Sætistala og massatala

Kolefnisfrumeind inniheldur 6 róteindir og 6 rafeindir. Sætistala frumeindar er jöfn fjölda róteinda í kjarna, sætistala kolefnis er 6. Hin ýmsu frumefni hafa mismundi sætistölu. Í lotukerfinu er frumefnum raðað eftir vaxandi sætistölu.

Fjöldi nifteinda í kjarna tiltekins frumefnis, t.d. kolefnis, er ekki alltaf sá sami. Til eru frumeindir af kolefni með 6,7, og 8 nifteindir. Slíkar mismunandi frumeindir sama frumefnis nefnast samsætur.

Samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda í kjarna frumeinda er massatala

Af kolefni finnast þrjár samsætur í náttúrunni, með massatölurnar 12, 13 og 14. Kolefni 12 er algengast en kolefni 14, sem er geislavirk, er mikið notuð til aldursákvörðunar í jurta og dýraleyfum. Með því að mæla magn af kolefni 14 í tilteknu jarðvegssýni er hægt að segja til um aldur þess.

Samsætur frumefna hafa ólíkan fjölda nifteinda í kjarna og því  mismikinn massa.  Róteindafjöldinn breytist ekki.

Efnaeiginlekar frumefnanna eru  háðir fjölda róteinda í kjarna og þar með fjölda rafeinda.

Fjöldi róteinda og rafeinda er alltaf sá sami ef frumeindin er óhlaðin.

Skýrari mynd af frumefni nr. 1 vetni

Vetnisfrumeind eru einfaldasta frumeind sem til er. Hún hefur aðeins eina róteind og eina rafeind. Sætistala vetnis er einn.

Rafeindir mynda rafeindaský utanum kjarnann. Í rafeindaskýi vetnis er aðeins ein rafeind.

Hvolfaímynd frumeindar

Við upphaf síðustu aldar (um 1900) var talið að rafeindir væru á tilteknum brautum um kjarnann. Þessi hugmynd er kennd við Danann Níels Bohr, sem var einn af brautryðjendum í kjarneðlisfræði

Bohr taldi að í vetnisfrumeindinni væri rafeindin á braut í tiltekinni fjarlægð frá kjarnanum. Þessi braut myndaði einskonar yfirborð kúlu. Frumefni með fleiri rafeindir hafa fleiri slík hvolf sem hvert um sig getur tekið tiltekinn fjölda rafeinda. Helín (He) hefur sætistöluna 2, 2 róteindir og 2 rafeindir. Báðar rafeindirnar eru á sömu braut um kjarnann, á sama hvolfi. Liþín (Li) hefur sætistöluna 3, 3 róteindir og 3 rafeindir. Þessar rafeindir raðast á 2 hvolf, á innra hvolfinu eru 2 rafeindir en þriðja rafeindin er á því ytra.

Hvert hvolf getur aðeins hýst tiltekinn fjölda rafeinda:

  1. 1.hvolfið getur hýst 2 rafeindir
  2. 2.getur hýst 8 rafeindir
  3. 3.getur hýst 8 rafeindir

Rafeindir á ysta rafeindahvolfi kallast gildisrafeindir.

Lotukerfið

Rússinn Mendelév settu fyrstur upp lotukerfið árið 1869. Hann raðaði efnum eftir vaxandi frumeinda massa og setti efni með líka eiginleka í sama dálk. Þegar Bohr hafði sett fram hvolfaímynd sína, varð ljóst hvers vegna efni í sama dálki. Þau hafa sama fjöld rafeinda á ysta hvolfi.

Dálkarnir (1-8) í lotukerfinu nefnast efnaflokkar en línurnar (1-7) nefnast lotur.

Eðallofttegundir

Frumefni í 8 efnaflokki eru kölluð eðallofttegundir. Þau eru öll loftegundir við stofuhita og eru einu frumefnin sem mynda alls ekki efnasambönd. Ástæðan fyrir þessu er sú að þau hafa rafeinda hvolf sín fullskipuð rafeindum og þar með verður tengigetan núll.

Myndun jóna

Í frumefni eru jafn margar rafeindir og róteindir og þess vegna er hún óhlaðin út á við. Sumar frumeindir geta þó losað sig við rafeindir og aðrar tekið við rafeindum. Þegar slíkt gerist ríkir ekki lengur hleðslujafnvægi innan frumeindanna. Þær verða annaðhvort plús (+) eða mínus (-) hlaðnar. Þetta kallast jónir. Jónir eru alltaf rafhlaðnar, plús ef róteindir eru fleiri en rafeindir og mínus ef rafeindir eru fleiri en róteindir.

Alþjóðlegt tákn fyrir rafeind er e (e. electron).

Taki vetnisfrumeind við rafeind verður hún mínushlaðin H

1. efnaflokkur Frumefnin líþín (Li) og natrín (Na) eru bæði í fyrst efnaflokknum og hafa því bæði eina rafeind á ysta hvolfi. Með því að missa rafeindir fá frumefnin jafn margar rafeindir á ysta hvolf eins og eðalgastegundirnar (utan vetnis)

2. efnaflokkur hafa tvær rafeindir á ysta hvolfi. Efnin geta auðveldlega látið þær frá sér, til að fá sama fjölda rafeinda á ysta hvolf og eðalgösin.

7. efnaflokkur Ef við færum okkur til hægri komum við að 7. efnaflokki. Taki þessi efni við rafeind fá þau jafn margar rafeindir á ysta hvolf og eðalgösin.

6. efnaflokkur þessi efni hafa 6 rafeindir á ysta hvolfi, þær taka 2 rafeindir til að öðlast 8 rafeindir á ysta hvolf.

Sölt eru efni gerð úr jónum. inniheldur bæði plús og mínusjónir og ná þannig hleðslujafnvægi. Venjulegt salt er úr jónunum Na+ og Cl, og heitir því á fræði málinu natríumklóríð. Jafn mikið er af hvorri jón. Í föstum ham slíkra efna raðast jónirnar reglulega upp, plús og mínusjónir til skiptis. Við þetta myndast kristallar með reglulegri lögun. Slík efni hafa átt bræðslumark. Efna formúla saltsins er NaCl.

Sýrur og basar Sameiginlegt einkenni allra sýra er súrt bragð. En sýrur hafa fleira sameinginlegt, t.d. breyta þær lit á tilteknum efnum sem nefnast litvísar og eru notaðir til að athuga sýrstig efna. Ástæða þeirra áhrifa sem sýrur hafa er sú að þær eru neikvætt rafhlaðnar (jónaðar) og gefa því auðveldlega frá sér rafeindir. Basar eru andstæðan við sýrur, þeir eru líka jónaðir en jákvætt, þ.a. þeir taka til sín rafeindir. Ef sýru og basa er rétt blandað saman verður útkoman óhlaðin, þ.e. hvorki sýra né basi.

Afoxun verður þegar efni tekur til sín rafeindir.  Oxun verður þegar efni gefur frá sér rafeindir.

Sýrustig er mælt í pH gildum. pH gildið 7 er talið hlutlaust en há pH gildi eru basísk á meðan lág pH gildi eru súr.

Málmar 4/5 hluti allra frumefna eru málmar. Þeir spanna marga flokka lotukerfisins, auk þess að frumefnin í miðju lotukerfinu eru allt málmar.

Fáir málmar finnast óbundnir (sem frumefni) í náttúrunni. Ástæðan er sú að óbundnir hvarfast þeir m.a við súrefni loftsins. Frá þessu eru eðalmálmar þó undantekning, t.d. gull og platínum. Langflestir málmar finnast í náttúrunni í málmsöltum. Þessi efnasambönd hafa allt aðra eiginleika en málmarnir óbundnir, t.d. vantar málmgljáann og rafleiðnina.

Málmar mynda málmkristalla.  Eitt megin einkenni málma er rafleiðni sem byggist á því að rafeindir eiga greiða leið í gegnum hluti úr málmi. Skýringin á þessu er sú að rafeindir málma eru mjög laust bundnar og eiga auðvelt með að láta þær frá sér.

Málmleysingjar  eru frumefnin hægra megin í lotukerfinu með sameiginlega eiginleika, atóm málmleysingja mynda sameindir þegar þau tengjast saman með samgildum tengjum.

 

11. desember 2017 Efnahvörf

Höldum áfram efnafræðiumfjöllun – rifjum upp og bætum við nokkrum hugtökum:

  • efnajafna – efnahvarf – hvarfefni – myndefni – hvati – innvermið – útvermið – hvarfljómun – varðveisla massa – sýra – basi – sýrustig – súrt regn – stilling efnajafna – leysni – leysing – leysir – hamskipti

 

Af hverju lyftast kökur í ofninum?

 Hjartasalt hitað

 Matarsódi og edik

Silfrið hreinsað! mbl.is

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Af hverju vinna ensím hægt við lágt hitastig?

Fílatannkrem á morgun:

 

7. desember 2017 Stellarium á Dal og dagur íslenskrar tónlistar.

Hluta af tíma nýtum við í að klára skýrslu úr eimingartilraun og/eða blogga.

Afhent matsblað fyrir stjörnuskoðunarappið.

Degi íslenskrar tónlistar fangnað og samsöngur á sal kl. 11

Við notum þennan tíma á Tungufellsdal til að skoða Stellarium, forritið var kynnt í mánudagstíma og nú reynir á ykkur 😉

Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðbeiningar (verkefni) sem þið getið fylgt í byrjun – á ekki að skila.

………..svo er bara að kynna sér möguleikana sem þetta frábæra forrit býður uppá.

Gangi ykkur sem allra best.

Stellarium

1) Opnaðu forritið og prófaðu eftirfarandi möguleika í tækjastikunni neðst á skjánum

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjalínum (flýtihnappur: C -constellation) [ ]

* Kveikja og slökkva á nöfnum stjörnumerkja (V) [ ]

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjamyndum (R) [ ]

* Kveikja og slökkva á mörkum stjörnumerkja (flýtihnappur: B) [ ]

* Kveikja og slökkva á yfirborði jarðar (G -ground) [ ]

2) Skoðaðu nú eftirfarandi hluti í tækjastikunni vinstra megin

* Opna staðsetningargluggann – þarna getur þú flett upp stöðum í heiminum

* Opna dagur/tími-gluggann – við getum breytt tímanum frá -7999 f.Kr. upp í 99.999 e. Kr.

3) Kíktu á stjörnuhimininn á deginum sem þú fæddist.

* Í hvaða stjörnumerki var sólin þann dag? ____________________

(Ábending: Skoðið himininn að degi til þegar sólin sést og setjið inn mörk stjörnumerkja)

4) Skoðaðu hvar á himninum Júpíter verður kl. 23 að nóttu 10. desember á þessu ári

* Í hvaða stjörnumerki er Júpíter? ________________

6. desember 2017 Heimsókn, umræður, fréttir og blogg.

Fjölbreyttur tími.

Byrjum á góðum gesti.  Það er opinn skóli þessa viku og í dag kemur í heimsókn Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir sjúkraflutningamaður með meiru.  Hún ætlar að segja okkur frá starfinu sínu hjá HSU og vera með forvarnir um notkun hjálma.

Annar  gestur í heimsókn.  Glókollur fannst nær dauða en lífi á Flúðum í gær.  Fuglinn er farinn að hressast og kemur í heimsókn í skólann í dag – vonandi sem flesta bekki.  Útikennsluhópur í 5. og 6. bekk ætlar svo að skila greyinu upp í skóg seinna í dag.

Umfjöllun um stjörnumerki.  Ræðum um dýrahringinn sérstaklega og skoðum 13. stjörnumerkið Naðurvaldi

Skoðum fréttir og blogg.

Umræður um verkefnin tengd umfjöllun um sígarettur.  Skoðum fræðslu og forvarnamyndböndin sem skilað var inn á fb.

5. desember 2017 Leikum okkur með þurrís.

Hinar ýmsu stöðvar þar sem við gerum tilraunir með þurrís.

1280px-Dry_Ice_Sublimation_2

  1. Þurrís og málmur
  2. Þurrís og sápukúlur
  3. Þurrís og sápa
  4. Þurrís í heitt og kalt vatn
     
  5. Þurrís og blöðrur
  6. Þurrís og eldur
  7. Þurrís og rauðkálssafi
  8. Þurrís og plastpokar
  9. Efnaformúla þurrís og sýna með hamskiptin fyrir þurrgufun. Nota tákn og örvar rétt.                                                                                       Skrifið skýrslu um hverja stöð og skilið  inn á blogg í færslu eða á verkefnabanka – möguleiki að nýta tölvuverstíma á fimmtudag. 

    https://www.jpl.nasa.gov/news/news.php?feature=1410Nasa rannsóknir

     

           Party tricks

5. desember 2017 Stjörnustöðvar

Nú er síðasti stöðvavinnutíminn í stjörnufræðinni.  
Fullt af stöðvum í boði.
  1. Tölva –geimrannsóknir
  2. Teikning – sólkerfið okkar  Sólkerfið
  3. Bók – Alheimurinn – pólhverf stjörnumerki
  4. Tölva –lögmál Newtons í geimstöð
  5. Sköpum geimverur og vistkerfi þeirra – teiknum/leirum
  6. Tölva – Avatar – lífið á Pandora og meira hér og kannski eitthvað fleira mjög áhugavert
  7. Umræður – kvikmyndir
  8. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62 og Himingeimurinn – bls. 115-116 og fleiri góðar til að skoða
  9. Hnöttur – stjörnumerki
  10. Tölva – rannsóknir í geimnum
  11. Tímarit – Lifandi vísindi 2017
  12. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
  13. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
  14. Verkefni – lokahnykkurinn bls. 98-99 Eðlisfræði 3
  15. Bók – Eðlisfræði 3 – uppgötvanir 
  16. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
  17. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi – samantekt
  18. Verkefni – Norðurljós og stjörnur
  19. Tölva – NASA vefur
  20. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48, Orkulind stjarna bls. 48 eða bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
  21. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
  22. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
  23. Bók – Eðlisfræði 3 – Kjarnorka
  24. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
  25. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
  26. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur.

4. desember 2017 Stjörnur – sólir

myndun_stjarna

Stjörnur umfjöllun Stjörnufræðivefurinn.

Byrjum tímann á umfjöllun um stjörnur, vetrarbrautir og stærðir og ræðum sérstaklega – myndun, ævi og þróun stjarna

Mynd af Wikipedia

Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.

Þróun stjarna frá How stuff works.

 

HR-línuritið

Hertzsprung-Russell línurit er eitt mikilvægasta verkfæri stjörnufræðinga. Það sýnir tengslin milli ýmissa eiginleika stjarna. Langflestar stjörnur eru á línunni sem liggur skáhallt yfir línuritið frá efra vinstra horninu að neðra hægra horninu. Sólin okkar er á meginröð. Risar eins og Aldebaran og Arktúrus og reginrisar eins og Deneb og Betelgás eru fyrir ofan meginröðina sem þýðir að þær eru hættar að brenna vetni í kjarna sínum. Hvítir dvergar eins og Síríus B eru undir meginröðinni enda leifar stjarna sem eitt sinn brenndu vetni í kjarna sínum. Eins og sjá má er sólin meðalstjarna að flestu leyti. Þú getur smellt á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Stjörnufræðivefurinn og ESO