Fjölbreyttur tími í dag. Byrjum á stuttri kynningu frá kennara um orma. Svo ræðum við ritgerð og hugtakakortaskil á fimmtudag.
Gefum okkur góðan tíma í að skoða nemendablogg
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er!
Fjölbreyttur tími í dag. Byrjum á stuttri kynningu frá kennara um orma. Svo ræðum við ritgerð og hugtakakortaskil á fimmtudag.
Gefum okkur góðan tíma í að skoða nemendablogg
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er!
Nú er lokatíminn til að klára verkefnið Ég ber ábyrgð. Höfum tölvuverið til afnota.
Kynningar klárar, gott að æfa sig og munið að skoða vel matslistann.
Ræðum um íslenska náttúru með áherslu á fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.
Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.
Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga
Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu
Gott að klára hugtakakortið í dag.
Setja inn á bloggið og senda kennara afrit í pósti.
Frábært að byrja á ritgerðinni sjálfri.
Þess vegna er upplagt að nýta góða veðrið – fara upp í skóg og ræða um íslenska náttúru með áherslu á fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.
Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.
Söfnum birkifræi fyrir Hekluskóga
Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu og hér má finna bækling pdf
Förum svo í létta leiki í lok tímans jafnvel hægt að skella sér í alías-keppni úr hugtökum dagsins 😉
Verkefni þessarar viku og næstu……….ég ber ábyrgð.
Samskipti manns og náttúru hafa verið í brennidepli hjá okkur.
Nú fá hópar ákveðin viðfangsefni sem þeir útfæra og kynna fyrir hinum.
Þið leggið höfuð í bleyti – hvernig ber einstaklingurinn ábyrgð?
Kynning má vera á fjölbreyttu formi, en munið að tímamörk eru lok næstu viku.
Ýmsar bækur og blöð í boði í stofu og svo er veraldarvefurinn opinn 😉 og ekki gleyma færslum síðustu vikna hér á heimasíðunni.
Vindum okkur svo í gagnvirkan lestur úr CO2 heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar. Unnið í hópum og styðjumst við aðferðarfræði sem er kynnt á vef Orð af orði
Skoðum smáforrit sem gætu nýst okkur í þessum hlekk.
Hér fyrir neðan eru slóðir inn á allskonar vefi sem tengjast efninu.
asap um frumur og mannslíkamann
Blóð
mynd vísindavefnum.
Næstu vikur fer námið mikið fram utandyra og nýtum við okkur skólaskóginn og nærumhverfið.
Betrumbætum hugtakakort jafnóðum;
Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu.
Skoðum blogg og fréttir….. svona eins og vant er!
Englar og djöflar og …. og enn frekari fróðleikur frá Vistey um vængsnigla og vængdoppur
Náttúrufræðistofnun Kópavogs – Lindýr
Þessa viku ræðum við um aukin gróðurhúsaáhrif, þynningu ósonlags, öfgar í veðurfari, loftmengun, ofauðgun og fleira sem ógnar jörðinni vegna áhrifa mannsins.
Byrjum á að skoða
Jörð í hættu!? – Geta til aðgerða
Skoðum vefsíðu Einars – Framtíðin í okkar höndum
Hvaða lausnir eru í sjónmáli?
HOME mynd frá 2009 trailer með íslensku tali á nams.is
Skoðum líka ýmsar fréttir i….
og svo er auðvitað sjálfsagt að kíkja á frábærar bloggsíður nemenda.
Verðum í tölvuveri og byrjum að blogga
Skoðum reglur um stafræna borgaravitund og
verðum ábyrgir bloggarar.
Og svo er líka hægt að þjálfa sig í vistkerfi kóralrifja
Undirbúningsvinna af fullum krafti. Allir búnir að ákveða hvaða dýr þeir ætla að skrifa um og heimildir á hreinu. Núna er áhersla á að gera gott hugtakakort sem nýtist sem kaflaáherslur í sjálfri ritgerðinni. Miðað við að skila hugtakakortinu í næstu viku 😉
Einstaklingsverkefni í tölvuveri. Þið megið velja eitt eða fleiri.
Óskað er eftir góðum svörum, útskýringum, myndum og dæmum.
Skil í lok tíma 😉 inn á bloggsíðu – verkefnabanka.
Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis. Finndu myndir til stuðnings.
Gerðu fæðupýramíða og lýstu orkuflæðinu eftir því sem ofar dregur. Nefndu dæmi um vistkerfi og lífverur.
Lýstu nokkrum fæðukeðjum, segðu hvaða lífverur eru fremstar, nefndu dæmi um nokkra toppneytendur og útskýrðu af hverju toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna.
Hvaða hætta steðjar að kóralrifjum á jörðinni.
Hægt er að nota bókina Maður og náttúra og tengla sem hafa verið settir inn á færslur síðustu vikna.
fjölbreytileiki lífvera – ræðum líffræðilegan fjölbreytileika,
og rifjum upp hvað einkennir lifandi verur.
Skynjun
Vöxtur
Æxlun
Úrgangslosun
Öndun
Næringarnám
Hreyfing
Í boði eru eftirtaldar stöðvar:
Í tímanum í dag verður stuttur fyrirlestur,
bætum hugtakakortið, umræður og stutt verkefni í bland.
Ræðum um sjálfbæra þróun og hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni.
Lífsafkoma okkar byggist á því að ganga vel um auðlindir.
Vistkerfi byggja á samspili lífveranna innbirðis og við lífvana umhverfi.
Skoðum dæmi um það sem fæðukeðjur hafa raskast. Krían í miklum erfiðleikum.
Kynnumst hugtakinu fjölbreytileiki lífvera og hugleiðum mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytileika tegunda og vistgerða.
Skoðum vef umhverfisstofnunar.
Rifjum upp hver eru einkenni lífs og hvaða starfsemi fer fram í öllum lífverum.
Förum vel yfir ljóstillifunarferlið. Nú er bara að læra efnajöfnuna .
Stærsta kórallarif í heimi er hið mikla kóralrif undan austurströnd Ástralíu. Það er um 2.000 km á lengd og yfir 140 km á breidd og verður að teljast eitt magnaðasta og tegundaauðugasta vistkerfi jarðar. Það tekur kórallarif aldir eða árþúsundir að myndast og að öllum líkindum mynduðust helstu kórallarif sem við þekkjum í dag eftir lok síðustu ísaldar.
Þið bragðbætið glósurnar í fyrirlestrartíma – punktið á línurnar til hliðar allt það sem ykkur finnst mikilvægt.
Vil benda á mjög góðan vef hjá Námsgagnastofnun um námstækni – þar finnið þið margar mjög gagnlegar upplýsingar t.d. um glósutækni.
Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu. Sjá hér.
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er
Ræðum um vistkerfi og samspil lífvera og lífvana umhverfis. Förum yfir nokkur hugtök sem þarf að hafa á hreinu. Fjöllum sérstaklega um líffræðilega fjölbreytni og náttúruval.
Skoðum skóga á Íslandi, helstu gróðurlendi og stöðuvötn.
ræðum um mikilvægi hafsins sem stærsta vistkerfisins og hvernig ósnortin náttúra er í hættu.
Ramsarsamingur votlendi á Norðurlöndunum
Stefnumörkun um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi
Kennari ekki á svæðinu en þið notið tímann til að hita ykkur upp því nú styttist í að þið byrjið að blogga.
Það er upplagt að skoða bloggsíður nemenda í 9. og 10. bekk.
Þar sem við erum að læra um vistkerfi og fjölbreytileika lífríkis eru hér nokkur myndbönd og tenglar sem upplagt er að skoða:
vistkerfi örstutt myndband ísl.
BBC Planet Earth – hoppípolla Sigurrós.
Gangi ykkur vel.
Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.
Umfjöllun um flokkun lífvera. Skoða fjölbreytileika og velta fyrir sér ritgerðarefni.
Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!
Gangi ykkur sem allra best.
Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.
Umfjöllun er Danmerkurferð. Ræða lífríki, jarðfræði, umhverfisvitund………eða það sem ykkur finnst markvert. Endilega að deila með öðrum myndum og minningum.
Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!
Gangi ykkur sem allra best.
Förum upp í skóg og vinnum saman í hópum að verkefnum sem öll tengjast vistfræði – athugunum á lífverum – flokkun og tegundasamsetningu og – fjölbreytileika. Reynum að átta okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.
Skila til kennara í lok tímans.
Nú er komið að dýrafræðiritgerðinni. Nauðsynlegt að bera undir kennara val á viðfangsefni og huga vel að bóklegum heimildum áður en endanlega er ákveðið hvað skal skrifa um. Nauðsynlegt er að hafa a.m.k. tvær skriflegar heimildir.
Ritgerðina á að setja upp í tölvu og þið munuð geta nýtt fimmtudagstíma á Tungufellsdal næstu vikurnar.
Skiladagar:
Fyrir föstudag 22. september skila
Fyrir föstudag 20. október skila
Umfang ritgerðar er um 3 bls. texti (words 1000 – 1600)
Leturgerð Times New Roman 12, línubil 1 ½ .
Ritgerðin á að vera uppsett skv. fyrirmælum inn á náttúrufræðisíðunni.
Skoða vel matslista sem þið fenguð og er einnig hér: matsbladritgerd2016
Það sem metið verður er:
Gangi ykkur vel.
Kveðja Gyða Björk.
Hvað munum við og hverju þarf að snerpa á?
Förum yfir hugtök.
Prófum nearpod-kynningu …..þessi kennslustund: WXPCR
Skoðum fréttir og kíkjum á hvað er framundan í þessari viku.
Byrjum tímann á að fara yfir skipulag vetrarins og afhent námsáætlun fyrir fyrsta hlekk.
Kynning á dýrafræði. Nýtum okkur námsbókina Lífheimurinn (mest 6. kafla)
Kynning flokkun lífvera.
Fréttir og fróðleikur um dýr….
og svo er hægt að skella sér í stutt …..
Kannski er hægt að hræra fullyrðingasúpu í lok tímans. Hvað er satt, hvað er ósatt og er eitthvað óljóst?………………..
Það lifa ljón í Danmörku!
Maður dettur úr rússibana ef ekki væru öryggisbelti!
Danmörk er flöt – engin fjöll þar!
Það vaxa fleiri plöntutegundir í Danmörku en á Íslandi og aðalástæðan er að þar er hærri meðalárshiti! o.s.frv.
Andrea Ósk Harradóttir
Damian Jozefik
Elín Ásta Ásmundsdóttir
Guðný Vala Björgvinsdóttir
Haukur Arnarsson
Hjörtur Snær Halldórsson
Hringur Karlsson
Ingibjörg Bára Pálsdóttir
Lára Bjarnadóttir
Margrét Inga Ágústsdóttir
Óskar Snorri Óskarsson
Sigrún Angela Linnet
Sonja Ýr Benediktsdóttir
Valdimar Örn Ingvarsson
Vignir Öxndal Ingibjörnsson
Þorbjörg Guðr. Kristófersdóttir
Þórey Þula Helgadóttir
Farið yfir skipulag og áherslur.
Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.
Í þessum hlekk er áhersla á dýrafræði. Þeir sem vilja geta nýtt sér bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir
Lífheimurinn – 6. kafla.
Við verðum mikið útivið til að byrja með og nýtum okkur síðsumarblíðuna. Svo verður þetta svona hefðbundið, nearpod-kynningar, stöðvavinna, tilraunir og stærri verkefni eins og t.d. dýrafræðiritgerð.
Sem sagt margt spennandi framundan.
Byrjum inni. Kynningar á báða bóga. Rætt verklag og umgengni í stofu og í útinámi. Afhent námsáætlun og fyrsti hlekkur kynntur VISTFRÆÐI.
Stutt stöðumat úr hugtökum sem tengjast vistfræðinni.
Svo færum við okkur út og gerum nokkur verkefni tengd vistfræðinni.
Mögulega verður hluti af tímanum nýttur í þátttöku í skógardegi sem helgaður er tiltekt í skóginum og viðhaldi af ýmsu tagi.
Nýtt skólaár byrjar vel í góðu veðri með nýjum félögum.
Upplýsingar til foreldra og forráðamanna nemenda í 8. bekk (Einnig sent í Mentorpósti.)
Með berum augum er ekki hægt að sjá hluti sem eru minni en 0.1 mm og ef á að skoða
eitthvað minna er smásjá handhæg. Til eru tvær aðalgerðir af smásjám;
ljóssmásjá og rafeindasmásjá.
Ljóssmásjár nota mismunandi hluta hins sýnilega ljóss og eru til nokkrar mismunandi tegundir; ljós-, myrkur-, fasa- og flúorljóssmásjá.
Í rafeindasmásjánni eru notaðar elektrónur í stað ljósgeisla.
Lærum að vinna með hefðbundna smásjá.
Kíkjum á ólíkar gerðir ljóssmásjár – gamlar og nýrri.
Loftslagsbreytingar…..the guardian
Lítill fiskur veldur heilabrotum…..mbl.is
extinction blog ………. tegundir sem hafa dáið út – myndband
Ný tækni – ávextir ferskir í 1000 daga!? ……. tech news
Úr rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar :
Staðarval
Umhverfisaðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti erfiðar fyrir kræklingarækt en margt bendir þó til að söfnun kræklingalirfa verði ekki vandamál. Á þeim stöðum sem safnarar hafa verið settir út á réttum tíma hefur mikill fjöldi kræklingalirfa sest á þá, en lagnaðarís
og ísrek getur valdið tjóni á búnaðinum sérstaklega á vestanverðu landinu. Hægt er að koma í veg fyrir slíkt með því að sökkva búnaðinum á veturna. Hafís getur einnig valdið tjóni í kræklingarækt. Mest er hættan á norðanverðum Vestfjörðum, síðan Norðurlandi og Austfjörðum. Þeir umhverfisþættir sem hafa mest áhrif á vöxt kræklings eru sjávarhiti og fæðuframboð en svifþörungar eru aðalfæðan. Sjávarhiti er hæstur við sunnanvert landið en fer minnkandi þegar farið er réttsælis í kringum landið. Það má því gera ráð fyrir minnstum vexti við austanvert landið. Á mörgum stöðum í heiminum þar sem kræklingarækt er stunduð eru eitraðir svifþörungar verulegt vandamál. Ýmsar tegundir eitraðra svifþörunga hafa fundist við Ísland en oftast í mjög litlu magni en á því gæti orðið breyting með aukinni sýnatöku.
Síðasta hlekk skólaársins er lokið.
Skólastarfið hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti. Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði. Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun. Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.
Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar.
Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla,
hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.
Sumarkveðja
Gyða Björk
ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM. SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT INN Á PADLET –>>>>>
SKYLDUVERKEFNI:
GÓÐA SKEMMTUN!
Verðum á vappi upp í skólaskógi og um Flúðir.
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? HVAÐ ER FJÖÐUR?
tölvuvíðsjá í boði til að rannsaka fjaðrir og eggjaskurn.
BÆTUM Á HUGTAKAKORTIÐ.
SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA
quizup um íslenska fugla
KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.
SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.
og svo er hægt að prófa að flokka…. og aðeins meira hér
Frábær tími til að skoða bloggið sitt og gera upp veturinn.
Matslistar útfylltir og bloggið kvatt í bili.
Nýtum tímann til að klára og skila inn fræðslumyndunum.
Sýningar í lok tíma.
Byrjum tímann á að skoða afrakstur gærdagsins. Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉
Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna. Byrjum á ferðaspreki.
Ferðasögur eru af ýmsum toga. Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.
Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu. Að leiðarlokum er komið að sögustund. Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.
Nú reynir á sköpun og skilningsvit.
- verum vakandi
- skoðum flóru og fánu
- hlustum og upplifum
- notum hugmyndaflugið
Síðan tekur við stöðvavinna sem dreifist á nokkra daga, en fínt að byrja í dag ef tími er til.
Pælum í fortíð og framtíð. Framkvæmum, sköpum og skipuleggjum.
Áherslur á…
- …náttúrulega ferla, hringrásir efna og flæði orku.
- …framleiðslu, dreifingu og nýting orku.
- …þarfir lífvera í vistkerfum og samspil manns og náttúru.
Miðum við að klára myndina í dag. Sýning á fimmtudag.
Fjölbreytileiki lífvera.
Kennari ekki á svæðinu en þið vinnið saman í hópum. Farið út og takið myndir af fjölbreytileika lífveranna. Flokkið lífverur, merkið myndir og skellið inn á FB hópinn. Sömu hópar og voru í bakteríu/veiru verkefninu í byrjun hlekks. Gangi ykkur vel í blíðunni.