maí 2018 BREAKOUT

Við frestum útikennslu sem átti að vera í dag……það er bara of blautt og kalt.

Þess í stað verðum við inni og nú verður tekist á við þrautir í tölvu eða breakoutedu verkefni. 

Þið vinnið fjögur saman og leysið þrautir – tíminn er skammtaður og nú reynir á. Í boði eru tveir léttir leikir

 Spring has sprung!

 Field day fun

Og’s adventures

Zombie outbreak

 

 

14. maí 2018 Fuglar

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 
SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA 
quizup um íslenska fugla
visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér

9. maí 2018 Útiáskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

  • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

  • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

  • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á padlet  

GANGI YKKUR VEL.

7. maí 2018 Plöntur

Þessa viku er áhersla á plöntur við nýtum okkur Plöntuvefinn og fræðumst um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun         

Hvaða plöntur þekkir þú? 

Svo skulum við greina nokkrar plöntur

  • Hvaða munur er á berfrævingum og dulfrævingum?
  • Hvað eru blóm og könglar?
  • Hvernig æxlast plöntur?
Rætur  

                                       

Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Þuríður Guðmundsdóttir

3. maí 2018 Ferðasprek og upplýsingatækni

Kennari er ekki á svæðinu en þið eigið eftir að hafa nóg að gera 😉

Fyrst er að fara inn í tölvuver og taka nokkrar æfingar í Sense-lang u.þ.b. 20 mínútur.

Síðan eru það spjaldtölvuverkefni og byrjum á Plöntuvefnum skoðið hinar ýmsu plöntur, skrifið í notes hverjar þið þekkið þegar. Kíkið á hvað þarf til plöntugreiningar og reynið svo fyrir ykkur í eins og einum leik.

Að lokum á að sækja ferðasprekið frá í gær og koma ferðasögunni inn á flipgrid.  Það þarf að sýna vel ferðasprekið og útskýra liti og hvers vegna hitt og þetta er fest við sprekið. Ein og hálf mínúta til frásagnar.

Gangi ykkur nú allt í hag………Sjáumst!

 

30. apríl 2018 Ferðasprek

Byrjum tímann á að skoða afrakstur síðasta fimmtudags.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

26. apríl 2018 Myndasprettur

Byrjum á menti 

og svo tekur við verkefni dagsins …..

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…myndirnar eiga að tákna/túlka hugtök í náttúrufræðiþema vikunnar

…má taka 4 myndir af mismunandi hugtökum

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 4 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka” við 4 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

25. apríl 2018 Verkefnavinna í skóginum

Höldum áfram umræðu um dag Jarðar 22. apríl sl.

 

Síðan tekur við  verkefnavinna í skóginum.

Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera. 

Skoðum sérstaklega skógarbotninn.

Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)orð náttúrunnar

Rifjum upp frá því í haust.Pælum í ýmsum hugtökum:

Hvað er einföld lífvera?  En flókin?

Skoðum skipulagsstig og æviskeið lífvera

Leikir og spjall.

23. apríl 2018 Dagur Jarðar og nýr hlekkur byrjar.

Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.

Við munum skoða gróður og dýr.  

Greinum tré og fugla.  

Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.

Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….

  • skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.  
  • gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
  • athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins 

Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert? 

Sérstök áhersla á plastmengun. 

Tíminn í dag byrjar inn á að fræðast um dag Jarðar sem var í gær 22. apríl.  Svo skoðum við fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera.  Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.

18. apríl 2018 Lokum hlekk 6

Klárum að fara yfir verkefni og efni sem tilheyrir þemahlekk.

Skoðum virkjanir – ræðum nútíð og framtíð.

Verkefnavinna – hópavinna.

Virkjanir í Þjórsá og Tungnaá

Hver hópur tekur fyrir eina núverandi eða fyrirhugaða virkjun. 

Gera grein fyrir hvar, hvenær, hve stór, umhverfisþáttum o.s.frv. 

Skila inn á flipgrid.

Upplýsingar um aflstöðvar er að finna inn á vef Landsvirkjunar – skoða líka upplýsingar úr fréttum varðandi umhverfisþáttinn og t.d. heimasíðu náttúruverndarsinna

………..og svo er bara takk fyrir veturinn 😉

 

5. apríl 2018 UT og lífríki Þjórsár

Hægt að nota fyrri tímann til að klára stöðvavinnu gærdagsins og koma henni inn á bloggið.

Seinni tími verður helgaður UT og nú ætlum við að kíkja á Google Earth forritið (það sem er uppsett í tölvunum ekki veflægu útgáfuna) og skoða Ísland sérstaklega. Þeir sem hafa verið í valtímum og þekkja forritið vel aðstoða.

Hvernig væri að…..

  • mæla vegalengd Þjórsár frá upptökum til ósa.
  • skoða Kvísarveitu.
  • kíkja á hvaða eldstöðvar eru merktar m.þ.a. nota þekjur.
  • athuga fossana.
  • skoða gróðurútbreiðslu t.d. í Þjórsárverum.

3.apríl 2018 Þjórsá og líffræðin

Nearpod-kynning þar sem fjallað verður um ýmislegt tengt vistfræði og skoðum Þjórsárver sérstklega.  Hugtök eins og:

800px-Pink-footed Geese Martin Mere

commons.wikimedia.org_wiki_File%3APink-footed_Geese%2C_Martin_Mere.jpg

  • frumbjarga/ófrumbjarga
  • fæðukeðjur, fæðuvefi
  • frumframleiðendur, neytendur og sundrendur
  • orkupíramíti
  • jafnvægi í vistkerfi
  • búsvæði
  • rústamýri

 Þjórsárver.  

Pælum í sérstöðu hvers vistkerfa, líffræðilegri fjölbreytni og friðlýsingum.

 Heimasíða Ramsarsamningsins.

Alþjóðlegur dagur votlendis

Smá ….. MENTI.COM – 909298

Tvöfaldur tími í dag og nýtum seinni tímann í stöðvavinnu.

3. apríl 2018 Þjórsá og líffræðin stöðvavinna

Fjölbreytileg stöðvavinna tengd lífríki í Þjórsárþema

  1. Fræðilegur texti. Hulinskófir túndrunnar eftir Hörð Kristinsson Náttúrufræðingurinn 79. árg. 2010 bls. 111-117
  2. Friðlýsing.  Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
  3. Verndun. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?   frétt um þrjú ný svæði.
  4. Smásjá. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
  5. Bók.  Náttúra norðursins – Þjórsárver bls. 128-131
  6. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)  Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.
  7. Leikur.  Hvað passar saman?
  8. Bók. Lífríki Íslands.  Átu heiðagæsir sig út á gaddinn í Þjórsárverum?  bls. 305 
  9. TeiknaVistgerðir í Þjórsárverum, glósur um Þjórsárver og bækur. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi.
  10. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
  11. Rannsókn, eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni? Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“. Vísindavefurinn 12.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
  12. Flétturhvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands, ljósrit í boði.  Skoðaðu stein í Dinolit, hvaða lífverur eru á þessum steini?  Eru þær frumbjarga?
  13. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?
  14. Kortalæsi.  Kíktu á jurtakortið í stofunni.  Hvaða upplýsingar eru gefnar upp við hverja jurt?  Hvað tákna myndirnar?  Finndu nokkrar jurti sem eru algengar í Þjórsárverum en ekki á láglendi.  Skrifaðu upp heitin á íslensku og latínu.

12. mars og fram að páskum

Þessa viku og þá næstu hvílum við okkur á hefðbundnu skólastarfi og glímum við skemmtileg verkefni þar sem árshátíðin er efst á baugi.

  • Undankeppni skólahreysti mánudag 12. mars
  • Árshátíð yngsta- og miðstigs miðvikudag 14. mars
  • Árshátíð unglinga miðvikudagskvöld 21. mars
  • Skólahreysti fimmtudag 22. mars.
  • Aukasýning á leikriti fimmtudagskvöld 22. mars.
  • Skólasýning á leikriti föstudagsmorgun 23. mars…………
  • ….. og svo er komið páskafrí með meiru 😉

6. eða 7. mars 2018 Þjórsá og jarðfræðin

thjorsalavawikimedia2

Stutt Nearpod-kynning um jarðfræði Þjórsár. Hugtakakort og glósur. Skoðum bækur og kíkjum á krækjur sem nýtast okkur í þessum hlekk eins og t.d. Þjórsárstofa

Áhersluatriði í dag:

hjartarfellid

  • innri  og ytri öfl
  • vatnasvið
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
  • rof og set
  • eldgos – hraun – aska

Svo er stöðvavinna í boði…….

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið? Teikna-lýsa-ræða
  2. Þjórsárhraunið mikla Upptök…teikna útbreiðslu….stærð í km3 og km2…..hvenær gaus ….af hverju rann það svona langt….er það eitthvað merkilegra en önnur hraun?
  3. Teiknið upp Dynk. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Þjórsá? Fossinn hefur tvö nöfn….hver er skýringin á því og hvert er hitt nafnið?
  4. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Villur á fjöllum. Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk. Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.
  7. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  8. Hofsjökull. Hvaða nafngift er önnur á jöklinum?Hvers konar megineldstöð leynist undir jöklinum? Stærð, ísmagn og lega. Má teikna upp. Helstu skriðjöklar hans.
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn
  10. Teiknið upp Háafoss. Hversu hár er hann í kílómetrum en millimetrum? Lýstu fossberanum. Í hvaða á er hann, hvenær og hver gaf honum nafn?
  11. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði

 

1. mars 2018 Áfram hikmyndagerð.

Allir hópar vinna í sýnum verkefnum.

  • kallar og leikmynd sem varð til í síðasta tíma er í bökkum í legóskápnum.
  • lampar fyrir lýsingu eru í legóskáp.
  • grænn dúkkur, þrífætur og spjaldhaldarar 😉 eru inni á kennarastofu (tala við Jóhönnu)
  • þeir sem ekki eru búnir að ná í uppfærslu af Stop Motion appinu tala við Jóhönnu,
  • skoða síðustu færslu frá því fyrir viku til að rifja upp
  • muna að ganga vel frá öllu dótinu á sinn stað í lok tíma

Sjáumst í næstu viku og á fimmtudag þ.e. þann 8. mars ætlum við að klára myndirnar og skila inn á padlet.

22. febrúar 2018 Hik-myndagerð í UT

Tvöfaldur UT tími – Stuttmynd í StopMotion 

Hitum okkur upp:   LEGO EURO 2016 – íslenskur sigur

Svo er bara að byrja. Vinnum saman og samt sjálfstætt.  Sýningtími um 1 mínúta. Notum Stop Motion – The Feature Pack.

Fyrst er að leggja höfuðið í bleyti – hugsa og leggja línur:

  • Meginlínur í hugmynd og söguþræði

    William Warby

    • hvert er þemað?
    • hvaða persónur?
    • innri og ytri tími?
    • hvað á að búa til?
    • upphaf-miðja-endir?
    • og svo bara fleiri hv eins og Hvenær?Hvar?Hvers vegna?og Hvernig?
  • Handrit
  • Söguborð (storyboard)
  • Grípandi titill
  • Lýsing – skuggar og ljós
  • Hljóð – tónlist og tal
  • Sviðsmynd – greenscreen Where to find..  How to use….

Svo er að skapa og framkvæma ->byggja – móta – teikna……………………………

19. febrúar 2018 Lokum hlekk 5 og horfum fram

Námsmat síðasta hlekks til skoðunar;kannanir, hugtakakort, blogg og önnur verkefni.  Kíkju á dæmi og rökræðum.

Þessi vika; spennandi áskoranir í stopmotion legostuttmynd og svo vonandi skíðaferð….og þá tekur við vetrarfrí.

Kennari ekki á svæðinu en þið getið notað tímann til að blogga samantekt úr hlekk 5 eða undirbúa stopmotion stuttmyndina (vinnum með ipada þar fer saman hljóð, myndavél og hugbúnaður.)

  • Meginlínur í hugmynd og söguþræði
    • hvert er þemað?
    • hvaða persónur?
    • innri og ytri tími?
    • hvað á að búa til?
    • upphaf-miðja-endir?
    • og svo bara fleiri hv eins og Hvenær?Hvar?Hvers vegna?og Hvernig?
  • Handrit
  • Söguborð (storyboard)
  • Grípandi titill
  • Lýsing – skuggar og ljós
  • Hljóð – tónlist og tal
  • Sviðsmynd – greenscreen
  • Einn atburður og sýningtími um 1 mínúta.
  • Einstaklingsverkefni en samhjálp er kostur.

Gangi ykkur sem allra best.

 

 

8. febrúar 2018 Nemendaþing, könnun og forvarnarfræðsla.

Allir náttúrufræðitímar dagsins falla niður og verður dagskráin:

  • Nemendaþing fyrir hádegi – 1.-10. bekkur  Markmið þingsins er að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og fá fram mismunandi sjónarmið og umræður.
  • Könnunin Ungt fólk 2018 – grunnskólanemar 8.-10. bekk lögð fyrir
  • Marita forvarnarfræðsla eftir hádegi Magnús Stefánsson

7. febrúar 2018 Stöðvavinna hljóð og ljós

  1. Hátíðnihljóð – úthljóð – innhljóð – bergmálsmiðun.  Kíkjum á leðurblökur og söngur! eða vísindavefurinn  og að ógleymdri bók Eðlisfræði 1 bls. 46 skoða skýringarmynd.
  2. Spjaldtölva – mælum dB (desibelX)
  3. Hljóðmúrinn. bls. 45 í Eðlisfræði 1 …. Hvað er?   …… Sonic Boom  
  4. Tilraun – Bylgjubrot – sjá verkefnablað ( PhET-.bending light)
  5. Herma
  6. Hvað eru dopplerhrif?  Bls. 49 í Eðlisfræði 1 og Orkan bls. 95.  Teiknaðu upp skýringarmynd. Nánar hér og og.!!
  7. Tengdu fjögur hugtakaleikur um hljóðbylgjur.
  8. Pasco wireless light sensor.
  9. Verkefni – útvarp AM/FM – hver er munurinn?  Eðlis- og efnafræði bls. 199 – 200
  10. Ljóskastarar og litablöndun – tilraun Af hverju er grasið grænt? Vísindavefurinn
  11. Fartölva- phet-forrit bylgjur og bylgjubrot, tíðni og útslag
  12. Tilraun – Ljósgreiður, litróf og prisma.
  13. Hljóðgreining – verkefnablað
  14. Tvíeðli ljóssins -bylgjur og agnir – lestu yfir og skrifaðu niður þína skilgreiningu.
  15. Verkefni Ljósleiðari og alspeglun – Hvað er ljósleiðari ? og    Lestu yfir – skrifaðu niður þína skoðun. Rökstudda, takk fyrir.
  16. Lifandi vísindi nr 9/2015 Hraðskólinn hljóð og eða nr7/2015 Hraðskólinn ljós.
  17. Stjörnuskoðun.is 
  18. PhET litir og sjónin
  19. Fartölva PhET  Laser

 

25. janúar 2018 Bylgjur á Dal

 VINNA MEÐ BYLGJUR, BYLGJULENGD OG TÍÐNI. 

SKOÐUM PHET – FORRITIN 

FARIÐ INN Á ÞENNAN TENGIL 

Lærið að búa til bylgjur með mismunandi lögun.

Mælið bylgjulengd og útslag.  Sjá samliðun og jafnvel hlusta.

Þegar þið hafið prófað getið þið reynt ykkur við Wave-game.

Fyrsta stig í leiknum er einfalt en hvernig gengur ykkur  þegar leikurinn þyngist?

og svo í lokin til fróðleiks….

24. janúar 2018 Bylgjur – hljóð

Fyrirlestur um hljóð Nearpod

Lærum m.a. um:

hljóðstyrk
tónhæð
úthljóð
dopplerhrif
hermu
hljómblæ

PhET – bylgjur

 

skoðum öpp   

  • Wave lab
  • Tone Generator
  • Decibel X
  • Sound Recorder
  • Physics Toolbox Sound Meter
 
hraðamælingar ný tækni  nú kemst enginn undan

22. janúar 2018 Orka – bylgjur

hlekkur 5 bylgjur

NÝR HLEKKUR um eðlisfræði 0rka og 8. bekkur lærir um

BYLGJUR af öllum stærðum og gerðum með áherslu á  HLJÓÐ OG  LJÓS.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP EÐLISFRÆÐI BYLGJU.

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Nýtum okkur námsefnið Eðlisfræði 1 kafla um Hljóð og Ljós

 LJóskassa vísindasmiðjunnar í verkefnavinnu

Kíkjum á þessa mynd frá Námsgagnastofnun

2014_Iquique_earthquake_NOAA_tsunami_travel_time_projection_2014-04-01Vísindavefurinn Hvað er Tsunamni?

heimild

SKOÐUM LÍKA JARÐSKJÁLFTANN SEM VARÐ Á INDLANDI 2004

OG OLLI FLÓÐBYLGJU….MEÐ ÓHUGNALEGUM AFLEIÐINGUM

veðurstofan 2004

fréttir af visir.is desember 2004 og mbl.is

the impossible

4. og 8. janúar 2018 Vísindavaka

Byrjum tímann á að fara yfir bloggið á haustönn.  Allir fá í hendur matslista, merkja með nafni og skoða svo bloggsíðuna sína vel og meta út frá listanum.  Skila til kennara og námsmatið liggur svo fyrir strax eftir helgina.  Þá verða öll verkefni komin inn á mentor og námsmat haustannar.

 

Vísindavaka 2018

Ræðum vísindalega aðferð og hefjum vísindavöku.  

Förum á flug….skoðum bækur og vefsíður.  Hvað á að rannsaka?

Skipulögð vinnubrögð óskast.  Nýtum okkur hugtakakortið 😉

 

Hver er rannsóknarspurningin?

Hvernig verður henni svarað?

Hver er breytan? Ein eða fleiri?

Hvernig verður verkefnið kynnt?

Pælum, lesum, vöfrum…. og ákveðum okkur.

Hópar settir saman…

…hugtakakort 

…rannsóknarspurning

…vinnuferli

…efni og áhöld

…afrakstur              ?hvað á að velja? 

  • skýrsla
  • dagbók
  • myndir
  • bæklingur
  • plakat
  • myndband

ló eða …..lær!!!

langar þig í te – ekki fyrir lofthrædda

SKRÍTIÐ OG SKONDIР NÝJU FÖTIN KEISARANS ….

14. desember 2017 Smáforrit og kynningar

Þar sem þetta er síðasti tíminn fyrir jól 

þá munum við nota  hann til að taka til – skila verkefnum, klára kynningar, skoða verkefni og blogg.

 

13. desember 2017 Stjörnumerkið mitt

Verkefni dagsins er að gera stutta kynningu á stjörnumerkinu ykkar.

Kynningin á að vera um stjörnumerkið og þið megið ráða hvort þið fylgið hefðbundnu tímatali skv. stjörnuspekinni eða finnið ykkar stjörnumerki út frá réttum dagsetningum  og þá gætu einhverjir verið í stjörnumerkinu Naðurvalda.

Þið megið nota hvaða kynningarforrit sem ykkur líkar best – en við höldum okkur við spjöldin.

Þetta er miðað við einstaklingsverkefni en auðvitað getur hvert merki valið að gera eina kynningu saman.

Það sem þarf að koma fram er:

  • staðsetning
  • útlit (hugmyndir)
  • goðsagnir/uppruni
  • björtustu stjörnurnar
  • djúpfyrirbæri
  • loftsteinadrífur

svo má bæta við stjörnuspá fyrir næsta ár…. 😉

Miðum við að þið klárið í tímanum en við ætlum að skoða afrakstur á mánudaginn.  Skila kynningu inn á padlet.

 

7. desember 2017 Stellarium á Dal og dagur íslenskrar tónlistar.

Hluta af tíma nýtum við í að klára skýrslu úr eimingartilraun og/eða blogga.

Afhent matsblað fyrir stjörnuskoðunarappið.

Degi íslenskrar tónlistar fangnað og samsöngur á sal kl. 11

Við notum þennan tíma á Tungufellsdal til að skoða Stellarium, forritið var kynnt í mánudagstíma og nú reynir á ykkur 😉

Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðbeiningar (verkefni) sem þið getið fylgt í byrjun – á ekki að skila.

………..svo er bara að kynna sér möguleikana sem þetta frábæra forrit býður uppá.

Gangi ykkur sem allra best.

Stellarium

1) Opnaðu forritið og prófaðu eftirfarandi möguleika í tækjastikunni neðst á skjánum

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjalínum (flýtihnappur: C -constellation) [ ]

* Kveikja og slökkva á nöfnum stjörnumerkja (V) [ ]

* Kveikja og slökkva á stjörnumerkjamyndum (R) [ ]

* Kveikja og slökkva á mörkum stjörnumerkja (flýtihnappur: B) [ ]

* Kveikja og slökkva á yfirborði jarðar (G -ground) [ ]

2) Skoðaðu nú eftirfarandi hluti í tækjastikunni vinstra megin

* Opna staðsetningargluggann – þarna getur þú flett upp stöðum í heiminum

* Opna dagur/tími-gluggann – við getum breytt tímanum frá -7999 f.Kr. upp í 99.999 e. Kr.

3) Kíktu á stjörnuhimininn á deginum sem þú fæddist.

* Í hvaða stjörnumerki var sólin þann dag? ____________________

(Ábending: Skoðið himininn að degi til þegar sólin sést og setjið inn mörk stjörnumerkja)

4) Skoðaðu hvar á himninum Júpíter verður kl. 23 að nóttu 10. desember á þessu ári

* Í hvaða stjörnumerki er Júpíter? ________________

6. desember 2017 Heimsókn, umræður, fréttir og blogg.

Fjölbreyttur tími.

Byrjum á góðum gesti.  Það er opinn skóli þessa viku og í dag kemur í heimsókn Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir sjúkraflutningamaður með meiru.  Hún ætlar að segja okkur frá starfinu sínu hjá HSU og vera með forvarnir um notkun hjálma.

Annar  gestur í heimsókn.  Glókollur fannst nær dauða en lífi á Flúðum í gær.  Fuglinn er farinn að hressast og kemur í heimsókn í skólann í dag – vonandi sem flesta bekki.  Útikennsluhópur í 5. og 6. bekk ætlar svo að skila greyinu upp í skóg seinna í dag.

Umfjöllun um stjörnumerki.  Ræðum um dýrahringinn sérstaklega og skoðum 13. stjörnumerkið Naðurvaldi

Skoðum fréttir og blogg.

Umræður um verkefnin tengd umfjöllun um sígarettur.  Skoðum fræðslu og forvarnamyndböndin sem skilað var inn á fb.