15. maí 2018 Sveppir

496px-Amanita_muscaria_tyndrum

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria)

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

Svo færum við okkur út í blíðuna – stutt ferð um Flúðahverfið – árið er 2518.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Setjum ferðasöguna inn á flipgrid

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

3. maí 2018 Plöntugreining

Kennari ekki á svæðinu en þið reddið ykkur. Unnið í spjaldtölvum.

Fyrst er að skoða vel Plöntuvefinn fræðast um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun Hvaða plöntur þekkir þú?

Þá er upplagt að skella sér út.

Verkefnið er myndasprettur og hugtökin sem unnið er með eru tengd plöntum/plöntuhlutum/plöntugreiningu.

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…a.m.k. þrjú hugtök sem tengjast plöntum og plöntugreiningu 

…túlkaðu og/eða táknaðu.

…15 sek. fyrir hvert hugtak. 

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 3 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka“ við 3 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

26. apríl 2018 Kynsjúkdómar

KYNSJÚKDÓMAR AF VÖLDUM VEIRA OG BAKTERÍA

Aukning á kynsjúkdómum á Íslandi Hvað er til ráða?

Ástæður fyrir þessari aukningu á kynsjúkdómum hér á landi eru ekki alveg ljósar. Vafalaust er um marga samspilandi þætti að ræða eins og vaxandi kæruleysi í kynlífi, skort á notkun smokka, vaxandi fjölda dvalarleyfisumsækjenda og mikill fjöldi ferðalaga Íslendinga erlendis. 

  • VERKEFNIÐ ER AÐ FRÆÐAST UM KYNSJÚKDÓMA, HVERNIG ÞEIR TENGJAST RÍKI DREIFKJÖRNUNGA OG FYRIRBÆRINU – VEIRU.
  • VELJIÐ YKKUR SJÚKDÓM, FJALLIÐ UM SKAÐVALDINN, SMITLEIÐIR, EINKENNI, ÚTBREIÐSLU OG FORVARNIR.
  • Skila inn á blogg eða flipgrid

Hægt að nýta meðal annars:

ÁSTRÁÐUR

KYNFRÆÐSLUVEFURINN

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

SPURNINGAR OG SVÖR

Valda munnmök krabbameini?

Er baktería undirrót hjartasjúkdóma?

Í fréttum:  Við eigum Evrópumetið :/  mbl.is…………visir.is

24. apríl 2018 Bakteríur og veirur

Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur.  Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, glærur eru inn á 9.bekk náttúrufræði, spurningar til að svara og verkefni við hæfi.  Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.

virus_bacteria

Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.

Berum þær saman.

Ebola virus em

 

23. apríl 2018 Nýr hlekkur – lífverur og dagur Jarðar

150px-Biological_classification_L_Pengo_Icelandic_svgÍ þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.

Byrjum á umfjöllun um dag Jarðar sem var í gær og er áherslan í ár á plastmengun og hvað ég og þú getum gert til að draga úr notkun á plasti.

Síðan gerum við hugtakakort og rifjum upp hvað við kunnum um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.

Vísindaleg flokkun á Wikipedia

BBC – wild life

Af hverju flokkunarfræði?

A Capella Science  “The Surface Of Light” (Lion King Parody) Live

16. og 17. apríl 2018 Þjórsá – kynningarverkefni

Verkefnavinna – hópavinna.

Virkjanir í Þjórsá og Tungnaá

Hver hópur tekur fyrir eina núverandi eða fyrirhugaða virkjun. 

Gera hugtakakort og skipta með sér verkum.

Gera grein fyrir hvar (kort), hvenær, hve stór, umhverfisþáttum o.s.frv.

Skila inn á flipgrid. 

Upplýsingar um aflstöðvar er að finna inn á vef Landsvirkjunar – skoða líka upplýsingar úr fréttum varðandi umhverfisþáttinn og t.d. heimasíðu náttúruverndarsinna

Landinn – umfjöllun um Búrfellsvirkjun 2

5. apríl 2018 Þjórsá og lífríkið

Nearpod-kynning þar sem fjallað verður um ýmislegt tengt vistfræði og skoðum Þjórsárver sérstklega.  Hugtök eins og:

800px-Pink-footed Geese Martin Mere

commons.wikimedia.org_wiki_File%3APink-footed_Geese%2C_Martin_Mere.jpg

  • frumbjarga/ófrumbjarga
  • fæðukeðjur, fæðuvefi
  • frumframleiðendur, neytendur og sundrendur
  • orkupíramíti
  • jafnvægi í vistkerfi
  • búsvæði
  • rústamýri

Þjórsárver.

Pælum í sérstöðu hvers vistkerfis, líffræðilegri fjölbreytni og friðlýsingum.

Heimasíða Ramsarsamningsins.

Alþjóðlegur dagur votlendis

Viðey í Þjórsá

Býflugur að hverfa?

Smá ….. MENTI.COM – 909298

Ekki tími fyrir verkefnavinnu í dag en hægt er að skoða stöðvavinnu sem hefði verið á þriðjudag.

3. apríl 2018 Þjórsá og líffræðin stöðvavinna

Fjölbreytileg stöðvavinna tengd lífríki í Þjórsárþema

  1. Fræðilegur texti. Hulinskófir túndrunnar eftir Hörð Kristinsson Náttúrufræðingurinn 79. árg. 2010 bls. 111-117
  2. Friðlýsing.  Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
  3. Verndun. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?   frétt um þrjú ný svæði.
  4. Smásjá. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
  5. Bók.  Náttúra norðursins – Þjórsárver bls. 128-131
  6. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)  Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.
  7. Leikur.  Hvað passar saman?
  8. Bók. Lífríki Íslands.  Átu heiðagæsir sig út á gaddinn í Þjórsárverum?  bls. 305 
  9. TeiknaVistgerðir í Þjórsárverum, glósur um Þjórsárver og bækur. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi.
  10. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
  11. Rannsókn, eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni? Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“. Vísindavefurinn 12.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
  12. Flétturhvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands, ljósrit í boði.  Skoðaðu stein í Dinolit, hvaða lífverur eru á þessum steini?  Eru þær frumbjarga?
  13. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?
  14. Kortalæsi.  Kíktu á jurtakortið í stofunni.  Hvaða upplýsingar eru gefnar upp við hverja jurt?  Hvað tákna myndirnar?  Finndu nokkrar jurti sem eru algengar í Þjórsárverum en ekki á láglendi.  Skrifaðu upp heitin á íslensku og latínu.

12. mars og fram að páskum

Þessa viku og þá næstu hvílum við okkur á hefðbundnu skólastarfi og glímum við skemmtileg verkefni þar sem árshátíðin er efst á baugi.

  • Undankeppni skólahreysti mánudag 12. mars
  • Árshátíð yngsta- og miðstigs miðvikudag 14. mars
  • Árshátíð unglinga miðvikudagskvöld 21. mars
  • Skólahreysti fimmtudag 22. mars.
  • Aukasýning á leikriti fimmtudagskvöld 22. mars.
  • Skólasýning á leikriti föstudagsmorgun 23. mars…………
  • ….. og svo er komið páskafrí með meiru 😉

13. mars 2018 Hekla vinna á Tungufellsdal

Veljið þrjú af eftirfarandi verkefnum.  Svör getið þið nálgast í krækjunum hér fyrir neðan.

hekla_vefurnams.is

Mynd af vef nams.is

  1. Hversu oft hefur Hekla gosið frá landnámi… og hversu oft gaus hún á 20. öldinni.
  2. Berið saman Þjórsá og Hvítá.  Hvað er líkt, hvað ólíkt og rökstyðjið.
  3. Fossarnir í Þjórsá?
  4. Heklugos – gossagan sem þekkt er.  Stærstu gosin …. yngstu gosin …. ????  Lýsið einu gosi sérstaklega.
  5. Segið frá byggð í Þjórsárdal og áhrif Heklugosa á byggðina.
  6. Lýsið því hvernig eldfjall Hekla er?
  7. Hvaða hjátrú er tengd Heklu?

Munið að ekki er leyfilegt að taka texta beint af neti….verður að umorða og vitna í heimildir.

8. mars 2018 Blogg á Tungufellsdal

Kennari ekki á svæðinu en þið nýtið tímann í tölvuveri.  Nú er upplagt að blogga vel fyrir fyrstu viku í hlekk 6.  Skoða færslur og krækjur:

  1.  10. bekkur Vatnajökulsþjóðgarður og þriðjudagsstöðvavinna
  2.    9. bekkur Þjórsárstofa, glósupakkinn og stöðvavinna

Hafið í huga:

  • viðfangsefni
  • hugtök
  • myndir og myndbönd 
  • fréttir sem hægt er að tengjast umfjöllun vikunnar
  • heimildir og rétthafar efnis
  • OG muna eftir stöðvavinnu.

Blogging 201:PodCamp Pittsburgh 6

6. eða 7. mars 2018 Þjórsá og jarðfræðin

thjorsalavawikimedia2

Stutt Nearpod-kynning um jarðfræði Þjórsár. Hugtakakort og glósur. Skoðum bækur og kíkjum á krækjur sem nýtast okkur í þessum hlekk eins og t.d. Þjórsárstofa

Áhersluatriði í dag:

hjartarfellid

  • innri  og ytri öfl
  • vatnasvið
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
  • rof og set
  • eldgos – hraun – aska

Svo er stöðvavinna í boði…….

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið? Teikna-lýsa-ræða
  2. Þjórsárhraunið mikla Upptök…teikna útbreiðslu….stærð í km3 og km2…..hvenær gaus ….af hverju rann það svona langt….er það eitthvað merkilegra en önnur hraun?
  3. Teiknið upp Dynk. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Þjórsá? Fossinn hefur tvö nöfn….hver er skýringin á því og hvert er hitt nafnið?
  4. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Villur á fjöllum. Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk. Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.
  7. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  8. Hofsjökull. Hvaða nafngift er önnur á jöklinum?Hvers konar megineldstöð leynist undir jöklinum? Stærð, ísmagn og lega. Má teikna upp. Helstu skriðjöklar hans.
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn
  10. Teiknið upp Háafoss. Hversu hár er hann í kílómetrum en millimetrum? Lýstu fossberanum. Í hvaða á er hann, hvenær og hver gaf honum nafn?
  11. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði

 

22. febrúar 2018 Energy skate park

Í boði er PhET forritið Energy Skate Park og vinna verkefni tengd því:

By Anacristinanorato (Own work) [CC BY-SA 4.0 (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0)], via Wikimedia Commons

Hvað er kinetic energy, potential energy, thermal energy og total energy?  Skoðið mismunandi gröf t.d. Bar Graph eða energy vs. position.

Prófið mismunandi þyngdarkrafta, breytið brautinni og einnig er hægt að breyta kallinum!

Segið frá á blogginu og gerið smá grein fyrir þessum leik. Hvað eruð þið að læra í dag?

 

20. febrúar 2018 Þrýstingur, ljós og þrautir ;) allt í bland.

Stöðvavinna í dag …paravinna… verði ykkur að góðu!

  1. Sjónhverfingar spjall um myndir
  2. Speglateikning   Spegill, blýantur og blað.
    1. Teiknaðu broskall. Bara ekki horfa á blaðið heldur spegilinn.
    2. Félagi teiknar mynd og nú átt þú að endurtaka hana – með því að horfa í spegilinn. Teiknaðu upp myndina.  Er það erfitt?  Ef já af hverju?
  3. Laser Maze
  4. Ljósgreiður, litróf og prisma.
    1. Hvernig brotnar dagsbirtan upp? En flúorperubirtan í loftljósinu?
    2. Af hverju er himinninn blár? Rifjum upp dopplerhrif  hér og og.!!
  5. Ljósleiðari og alspeglun 
    1.  Hvað er ljósleiðari ? 
    2. Lazer og ljósleiðari í boði Vísindasmiðjunnar 
    3. National Geographic FUN WITH LASER BEAMS
  6. PhET litir og sjónin
  7. Leikur með liti
    1. Pasco wireless light sensor.
    2. Blár, rauður og grænn – kastarar frá Vísindasmiðjunni til taks fræðsla frá Vísindavef
    3. Litaspjöld og skuggamyndir
    4. Ljóskastarar og litablöndun Af hverju er grasið grænt? Vísindavefurinn
  8. Þráðlaus þrýstingsmælir sparkvue appið
    1. Blaðra
    2. Sprauta
  9. Dæmareikningur
    1. Formúlur og einingar.  
    2. Reikna bulludæmi.
  10. Blóðþrýstingur
    1.  Hvernig mælum við blóðþrýsting?
    2. Prófaðu nú,  hver eru neðri mörkin, hver eru efri mörkin?
    3. Ert þú innan eðlilegra marka?Hvar liggja hættumörkin?
    4. Hvað getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og hverjar eru afleiðingarnar?
    5. Hvaða einingar eru notaðar þegar blóðþrýstingur er gefinn upp?
  11. Tjakkur 
    1. Notaðu tjakkinn til að lyfta félaga þínum og útskýrðu hvernig tækið vinnur. 
  12. PhET þrýstingur.
    1. Skiptir máli hvernig vaskurinn er í laginu?
    2. Skiptir máli hvaða vökvi er notaður?
    3. Hvernig væri að gera þessa tilraun á Tunglinu (g=1,622 m/s2)?
    4. Skiptir máli hvaða lóð er sett í?
  13. Tómatsósutilraunin 😉 Plastflaska, vatn, tómatsósubréf, bréfaklemmur.  Næstum fylla flöskuna af vatni, bréfaklemmur á sósuna.  Sósan ofaní og kreista flöskuna.
    1. Hvað gerist þegar flaskan er kreist?
    2. Hvað gerist þegar hætt er að kreista?
    3. Af hverju gerist þetta? 

  

 

 

19. febrúar 2018 Uppgjör á hlekk 5.

Þeir sem eiga eftir að klára könnun ljúka því.

Námsmat síðasta hlekks til skoðunar;kannanir, hugtakakort, blogg og önnur verkefni.  Kíkju á dæmi og rökræðum.

Þessi vika; spennandi áskoranir í verkefnatíma þar sem tekist er á við ólíkar þrautir svo vonandi skíðaferð….og þá tekur við vetrarfrí.

Kennari ekki á svæðinu en þið getið bloggað samantekt úr 5. hlekk.  Upplagt að skoða bloggfærslur annarra nemenda og betrum bæta svo sitt.

Gangi ykkur vel. 

8. febrúar 2018 Nemendaþing, könnun og forvarnarfræðsla.

Allir náttúrufræðitímar dagsins falla niður og verður dagskráin:

  • Nemendaþing fyrir hádegi – 1.-10. bekkur  Markmið þingsins er að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og fá fram mismunandi sjónarmið og umræður.
  • Könnunin Ungt fólk 2018 – grunnskólanemar 8.-10. bekk lögð fyrir
  • Marita forvarnarfræðsla eftir hádegi Magnús Stefánsson

29. janúar 2018 Varmi

Svo heldur umfjöllun um varma áfram…. nearpod kynning calorie

Skoðum fræðslumyndbandið Vísindi í brennidepli – Varmi og orkuflutningur frá Námsgagnastofnun.  og annað frá Eureka og enn eitt fyrir áhugasama að skoða heima.

Einingin júl (J)  notuð fyrir orku og vinnu í vísindum.
Eitt júl er 0,24 kaloríur og kalorían er 4,2 júl.  eða eins og Vísindavefurinn kemst að orði….

 Varma má reikna með eftirfarandi jöfnu:

Varmi  = massi x eðlisvarmi x hitastigsbreyting

Q=M C T

eða 

m = massi efnis í g

ΔT = hitastigsbreyting í °C

c = eðlisvarmi efnis í J/g°C

Hvað er svona sérstakt við vatn?  Kíkjum á nokkra tengla  …     og svo er fínt að ræða málin…..Hvers vegna botnfrýs Þingvallavatn ekki?

23. janúar 2018 Varmi og eðlismassi

Orð af orði og hugtakavinna í dag.

Lesum í hópum um eðlismassa og varma í Eðlisfræði 1

Svo er fínt að spjalla:

  • Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.
  • Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
  • Hvar hitnar Jörðin mest?
  • Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
  • Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
  • Hvað er loftþrýstingur?
  • Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
  • Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
  • Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?

Veður á Íslandi.

  • Skoðaðu vef Veðurstofu Íslands
  • Hvað er mælt á veðurathugunarstöðvum?  (hugtök, mælieiningar, tækni til mælinga)
  • Skoðaðu veðurkort.

Skapandi skrif og varmi verkefni af kennsluvef í eðlisfræði

22. janúar 2018 Orka – varmi

Notum Eðlisfræði 1 varmi og veður og námsvefur í Eðlisfræði hitastig og varmaorka  i þessum hlekk

KYNNING UM ORKU OG SVO ÁHERSLA Á VARMA.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP KVL-AÐFERÐ

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Lærum m.a. um:

hlekkur 5 varmi

myndir orkunnar

lögmál um varðveislu orkunnar

varmaorku

hraða sameinda

hita og varma

heat_transfervarmafluting:

  • varmaleiðni
  •  varmaburð
  • varmageislun

 

Eureka

 

Billie Nye

 rapplag um varmaflutning

 lightning-empire-state-building-141217

 

 

4. og 8. janúar 2018 Vísindavaka

Byrjum tímann á að fara yfir bloggið á haustönn.  Allir fá í hendur matslista, merkja með nafni og skoða svo bloggsíðuna sína vel og meta út frá listanum.  Skila til kennara og námsmatið liggur svo fyrir strax eftir helgina.  Þá verða öll verkefni komin inn á mentor og námsmat haustannar.

 

Vísindavaka 2018

Ræðum vísindalega aðferð og hefjum vísindavöku.  

Förum á flug….skoðum bækur og vefsíður.  Hvað á að rannsaka?

Skipulögð vinnubrögð óskast.  Nýtum okkur hugtakakortið 😉

 

Hver er rannsóknarspurningin?

Hvernig verður henni svarað?

Hver er breytan? Ein eða fleiri?

Hvernig verður verkefnið kynnt?

Pælum, lesum, vöfrum…. og ákveðum okkur.

Hópar settir saman…

…hugtakakort 

…rannsóknarspurning

…vinnuferli

…efni og áhöld

…afrakstur              ?hvað á að velja? 

  • skýrsla
  • dagbók
  • myndir
  • bæklingur
  • plakat
  • myndband

ló eða …..lær!!!

langar þig í te – ekki fyrir lofthrædda

SKRÍTIÐ OG SKONDIР NÝJU FÖTIN KEISARANS ….

5. desember 2017 Stjörnustöðvar

Nú er síðasti stöðvavinnutíminn í stjörnufræðinni.  
Fullt af stöðvum í boði.
  1. Tölva –geimrannsóknir
  2. Teikning – sólkerfið okkar  Sólkerfið
  3. Bók – Alheimurinn – pólhverf stjörnumerki
  4. Tölva –lögmál Newtons í geimstöð
  5. Sköpum geimverur og vistkerfi þeirra – teiknum/leirum
  6. Tölva – Avatar – lífið á Pandora og meira hér og kannski eitthvað fleira mjög áhugavert
  7. Umræður – kvikmyndir
  8. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62 og Himingeimurinn – bls. 115-116 og fleiri góðar til að skoða
  9. Hnöttur – stjörnumerki
  10. Tölva – rannsóknir í geimnum
  11. Tímarit – Lifandi vísindi 2017
  12. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
  13. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit (sporbaugar, massi, hraði, stefna)
  14. Verkefni – lokahnykkurinn bls. 98-99 Eðlisfræði 3
  15. Bók – Eðlisfræði 3 – uppgötvanir 
  16. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
  17. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi – samantekt
  18. Verkefni – Norðurljós og stjörnur
  19. Tölva – NASA vefur
  20. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48, Orkulind stjarna bls. 48 eða bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
  21. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
  22. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
  23. Bók – Eðlisfræði 3 – Kjarnorka
  24. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
  25. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
  26. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur.

4. desember 2017 Stjörnur – sólir

myndun_stjarna

Stjörnur umfjöllun Stjörnufræðivefurinn.

Byrjum tímann á umfjöllun um stjörnur, vetrarbrautir og stærðir og ræðum sérstaklega – myndun, ævi og þróun stjarna

Mynd af Wikipedia

Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.

Þróun stjarna frá How stuff works.

 

HR-línuritið

Hertzsprung-Russell línurit er eitt mikilvægasta verkfæri stjörnufræðinga. Það sýnir tengslin milli ýmissa eiginleika stjarna. Langflestar stjörnur eru á línunni sem liggur skáhallt yfir línuritið frá efra vinstra horninu að neðra hægra horninu. Sólin okkar er á meginröð. Risar eins og Aldebaran og Arktúrus og reginrisar eins og Deneb og Betelgás eru fyrir ofan meginröðina sem þýðir að þær eru hættar að brenna vetni í kjarna sínum. Hvítir dvergar eins og Síríus B eru undir meginröðinni enda leifar stjarna sem eitt sinn brenndu vetni í kjarna sínum. Eins og sjá má er sólin meðalstjarna að flestu leyti. Þú getur smellt á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Stjörnufræðivefurinn og ESO